Færsluflokkur: Bloggar

Grundvallaratriði fyrir virku lýðræði

Það getur ekkert alvöru lýðræði þróast eða þrifist í landinu undir þeim lögum sem nú gilda um fjármál stjórnmálasamtaka.

Tek heilshugar undir þessi sjónarmið og vil í raun ganga enn lengra eins og ég hef margsinnis lagt til síðan árið 1996, þ.e.a.s. að sett verði í útvarps- og fjölmiðlalög skyldur á almenna fjölmiðla að hliðra til í dagskrá fyrir kosningar (rétt eins og þeir gera oft t.d. með fótboltann) til að veita öllum framboðum aðgang til að kynna sig á jafnréttisgrundvelli og slíkt komi í stað keyptra auglýsinga.

Nauðsynlegt er að leggja af hlutdræg vinnubrögð eins og t.d. þau sem viðgengust á RÚV í aðdraganda síðustu alþingiskosninga, m.a. afhjúpað í margítrekaðri misnotkun Silfurs Egils í þágu þess framboðs sem þáttastjórnandinn kaus sjálfur (samkvæmt hans eigin upplýsingum í fjölmiðlum).

Við þurfum að átta okkur á því að virkt lýðræði er grundvöllur heilbrigðs þjóðfélags og fátt mun ganga upp til að leysa vanda þjóðarinnar fyrr en búið er að sópa út af Alþingi sérhagsmunapotinu úr gamla ónýta flokkadraslinu.


mbl.is Hreyfingin vill endurskoða lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppskeran er ónýtt flokkadrasl

Bein LýðræðiÍslenska þjóðin uppsker nú eins og hún sáði til í síðustu alþingiskosningum. Engar raunhæfar lausnir munu koma frá því ónýta flokkadrasli sem nú situr Alþingi.

Hugmyndafræði Íslenskra stjórnmálaflokka byggir á úreltri fyrirgreiðslupólitík. Nýliðar á þingi falla fljótt í sömu gryfjuna. Baktjaldamakkið er allsráðandi. Kerfið er ónýtt!

Það er að finna ágætt innlegg á Ytube um þetta:
http://il.youtube.com/watch?v=sTFufceo2as&feature=related

Og hér um þátt fjölmiðla við síðustu kosningar:
http://il.youtube.com/watch?v=vMYpRKkbJUs&feature=related


mbl.is Ófriðarbál á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttablaðið gerist fjölmiðlahóra glæpamanna

frettabladidFréttablaðið, sem sagt er útbreyddasti fjölmiðill landsins, lagðist gersamlega í ræsið í dag með drottningarviðtali við einn helsta fjárglæframann Íslandssögunnar.

Fleiri síður, þar á meðal forsíða blaðsins, eru teknar undir ásakanir m.a. á Sérstakan Saksóknara og Forsætisráðherra sem sagðir eru hundelta alsaklausan Fálkaorðu prýddan Sigurð Einarsson af annarlegum ástæðum.

RitskoðunHinsvegar sjá fjölmiðlahórur Fréttablaðsins ekki ástæðu til að spyrja útí peningaþvættið í kringum Al-Thani málið, gerviviðskiptin sem færðu bankanum ekki krónu, færslur í hring um fleiri skúffufélög og lygasögurnar um arabískan fjárfesti sem Sigurður bar á torg í erlenda fjölmiðla til að blekkja markaðinn.  Ansi útþynnt hvernig sneitt er framhjá óþægilegum spurningum í þessu máli og hvernig Íslensk þjóð er lítisvert með því að bera þann þvætting á torg að þetta hafi verið fullkomlega eðlileg og lögleg bankaviðskipti.

Jón Ásgeir fjölmiðlakóngurVonandi dettur engum í hug að veita þessum blaðamönnum verðlaun í framtíðinni. Nær væri að reka Stíg Helgason og Ólaf Þ. Stepensen úr blaðamannafélagi Íslands fyrir að hórast undir eigendum blaðsins og vinum þeirra.


mbl.is Vill rannsókn á vinnubrögðum sérstaks saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óreiða ríkisstofnana hindrar útsendingar Lýðvarpsins

Lýðvarpið Logo„...engu líkara en formaður þessarar stofnunar beri skjalasafn hennar í rassvasanum“ segir í bréfi Lýðvarpsins til úrskurðanefndar Póst og fjarskiptamála vegna deilu um útvarpstíðnina FM100.5 sem var endurúthlutað öðrum aðila þrátt fyrir að útvarpsleyfi Lýðvarpsins væri í fullu gildi. Nú er komið í ljós að ástæðan var óreiða í starfsháttum og skjalasafni Útvarpsréttarnefndar og Póst og fjarskiptastofnunar.

Lögmenn Lýðvarpsins telja endurúthlutun tíðninnar ekki standast lög og reglur um vandaða stjórnsýslu og beri úrskurðarnefndinni því að taka tíðnina FM100.5 af Kananum til að Lýðvarpið sem er hinn lögmæti rétthafi tíðninnar geti hafið útsendingar að nýju. Í bréfi Lýðvarpsins segir m.a.:

Lýðvarpið StúdíóRétt er að nefna í þessu sambandi að samskipti um málið bæði við PFS og Útvarpsréttarnefnd hafa verið nokkuð furðuleg og hefur viðmót þessara stofnana einkennst af því að reyna að réttlæta sitt klúður og heimfæra ábyrgð á innanhús mistökum þessara stofnana yfir á Lýðræðishreyfinguna. Þessa gætir m.a. í því að í byrjun er reynt að halda því fram af PFS og Útvarpsréttarnefnd að um tvö aðskilin útvarpsleyfi hafi verið að ræða. Í seinni bréfum stofnanna virðast ríkisstofnanirnar ekki lengur reyna að leysa úr klúðri sínu með slíkum “töfrabrögðum” um tvö aðskilin leyfi gagnvart Lýðræðishreyfingunni enda eins og við höfum bent þeim á er slíkt auðvitað fjarstæða enda ekki hægt að veita tvö útvarpsleyfi fyrir sama útsendingarsvæði fyrir sömu útvarpsstöð með sama kallmerki.  Þá eru einnig furðuleg samskiptin við Útvarpsréttarnefnd um skjalavörslu stofnunarinnar og vinnuferli. Eins og fram kemur í meðfylgjandi fylgiskjölum er engu líkara en formaður þessarar stofnunar beri skjalasafn hennar í rassvasanum.

PFS reynir hinsvegar nýja útgáfu af “töfrabrögðum” til að komast hjá því að taka ábyrgð á eigin klúðri. Nú er sagt að það hafi verið á ábyrgð Lýðræðishreyfingarinnar að tíðnileyfinu yrði breytt til samræmis við framlengt útvarpsleyfi. Hinsvegar er sá hængur á þessar afstöðu PFS að þetta gengur þvert á hefðir og verkfallsreglur stofnunarinnar eins og fram kemur í svari PFS 15.06.10 sem afhjúpar óreiðu og óvönduð vinnubrögð PFS. 
  
Póst og fjarskiptastofnun PFSEinnig eru það forkastanleg vinnubrögð af starfsmönnum PFS að setja rekstur einnar útvarpsstöðvar í uppnám með fyrirskipun um flutning á milljóna króna útvarpsmastri en veita síðan öðrum aðila leyfi til að senda út frá sama mastri á sömu tíðninni á meðan Lýðvarpið bíður eftir úrskurði PFS um nýjan stað fyrir mastrið.  Nýji aðilinn, útvarpsstöðin Kaninn, réðist síðan inní aðstöðu Lýðvarpsins og olli skemmdum á sendibúnaði. PFS hefur valdið Lýðvarpinu milljóna tjóni með rekstrartruflunum vegna þessarar skipunar um að færa útsendingarmastrið og þeirri yfirlýsingu starfsmanna PFS að Lýðvarpið geti átt von á því að slökkva þurfi fyrirvarslaust á sendinum á einhverjum tímabilum komi kvartanir frá aðilum á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Þetta hátterni Póst og fjarskipastofnunar er óvönduð stjórnsýsla með eindæmum sem vekur jafnvel upp spurningar hvort starfsmenn og stjórnendur PFS séu yfir höfuð starfi sínu vaxnir.

Bréfið má lesa í heild á fréttavakt Lýðvarpsins www.frettavakt.is


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Glæpafyrirtæki valið af menntamálaráðherra

Jón Ásgeir fjölmiðlakóngurGlæpafyrirtækið 365 miðlar sem fjármagnað er með þýfi úr Íslensku bönkunum hefur verið valið af Menntamálaráðherra til að tilnefna fulltrúa allra einkarekinna útvarpsstöðva í Menningarsjóð útvarpsstöðva.

Eru ekki Vinstri Grænir alltaf að hamra á því að þeir vilji nýtt og heiðarlegt Ísland? Hvernig samræmist það með því að kenntöluflakkarinn 365 miðlar sem fjármagnað er með leynipeningum sé að vasast með menningarsjóði þjóðarinnar? Er ekki komið nóg að eigandinn sé búinn að stela hundruðum milljarða af þjóðinni. Á nú að setja menningarsjóð útvarpsstöðva undir sama hatt?

Ég legg til að Menntamálráðherra beiti sér fyrir því að gera 365 miðla upptækt sem þýfi og þjóðnýta fyrirtækið. Á meðan bankaræningjar reka þetta fyrirtæki er þetta sóðadæmi sem ekki er hægt að taka alvarlega.

Ég tek svo sannarlega undir þessa athugasemd Útvarps Sögu um málið:

"Fyrir hönd Útvarps Sögu tilkynni ég undirrituð hér með að við föllumst ekki á þessa aðferð við tilnefninguna þar sem við teljum að eðlilegra hefði verið að gæta jafnræðis og óska eftir tillögum frá hverri og einni útvarpsstöð. Útvarp Saga fellst ekki á tilnefningu Hildar Sverrisdóttur lögfræðings þar sem hún hefur alltof mikilla hagsmuna að gæta vegna allra þeirra útvarpsstöðva sem 365 miðlar reka og eru í harðri samkeppni við aðrar einkastöðvar. 365 miðlar eru í eigu Rauðsólar sem er félag í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem nú þarf að lúta kyrrsetningagerð á eigum sínum, rannsókn hjá Sérstökum Saksóknara,rannsóknar fyrir íslenskum dómstólum vegna gruns um skattsvik, rannsóknar fyrir bandarískum dómstóli, rannsóknar fyrir breskum dómstóli og fl. Með hliðsjón af þessu getur lögmaður 365 miðla ekki orðið trúverðugur fulltrúi útvarpsstöðva í umræddum menningarsjóði sem á að hafa með höndum það hlutverk að úthluta fjármunum af heiðarleika. Þetta er mat Útvarps Sögu
Virðingarfyllst,
Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri"

Til útvarpsstöðva,

Að ósk menntamálaráðuneytisins hefur 365 verið falið að tilnefna einn einstakling í menningarsjóð útvarpsstöðva, sem allar útvarpsstöðvar geta  sammælst um.

Fyrir hönd Pálma Guðmundssonar og Ara Edwald sendi ég ykkur tilnefningu okkar:

Frk. Hildur Sverrisdóttir, Lögfræðingur 365.

Ef upp koma einhverjar athugasemdir, vinsamlegast sendið þær inn á gydadan@365.is.

Með kærri kveðju,

Gyða Dan Johansen


Hórkarlar kríta liðugt

Merkilegt að lesa bloggfærslur úr Íslenskum hóruhúsum, t.d. þeirra sem gerðu út forsetaframbjóðanda með "rússneskum kosningum" og tróðu pólitíkusum uppá þjóðina með misnotkun fjölmiðla.

Í dag segir Bylgjupípa 365 miðla Sigurjón M Egilsson um Íslensk stjórnmál: "Þar með er ekki sagt að ekki sé hægt að gera betur en Besti flokkurinn. Það hefur bara ekki verið boðið upp á það. Ekki ennþá."

Jón Ásgeir fjölmiðlakóngurHórkarlinn krítar liðugt yfir Lýðræðishreyfinguna sem er það framboð sem hefur bent á framtíðarlausnina í Íslenskum stjórnmálum: Beint og milliliðalaust lýðræði! Blinda augað sver sig kannski í ættina, bróðir hans kallaði mig "þorpsfífl" í ritstjórnarleiðara Fréttablaðsins. Merkilegt hvernig þorpsfíflið sá spillinguna á meðan hórkarlar 365 miðla eltu glópagullið.

Lýðræðishreyfingin náði ekki árangri í síðustu alþingiskosningum m.a. vegna spillingarpésa innan fjölmiðlanna. Átti ekki uppá pallborðið hjá pólitískum mellum á RÚV, þaðan af síður hjá fjölmiðlahórum Jóns Ásgeirs. Enda lýstum við því yfir strax eftir hrun að bankaræningjar og Ponzí svindlarar ættu heima í fangelsi og þjóðnýta ætti eignir þeirra og fyrirtæki. 

Mellurnar gleymdu stað og stund í aðdraganda alþingiskosninga. Fjölmiðlarnir voru þá og eru enn yfirfullir af gamaldags hórum sem neita að viðurkenna þá staðreynd að fjórflokkurinn er að deyja drottni sínum. Mér var nánast sagt að þegja þegar ég benti á þetta í kosningasjónvarpi RÚV og þjóðin kaus yfir sig spillinguna enn eina ferðina.

Frábært hvernig Besta flokknum tókst að spila á hórurnar og brjóta niður spillingarbælið. Nú þarf að halda áfram með einu raunhæfu framtíðarlausnina í Íslenskum stjórnmálum sem er beint og milliliðalaust lýðræði.


Tímans tákn að kjósendur gefi spillingargrísum langt nef

Frábært að fylgjast með því hvernig spillta fjórflokkaveldið riðar til falls.

Eins og ég sagði í sjónvarpi fyrir síðustu alþingiskosningar er þetta gamla flokkadraslið búið!

Aðeins spurning um tíma hvenær spilaborgin endanlega fellur.

Persónulega treysti ég Jóni Gnarr og spaugurum þjóðarinnar betur til starfa af heilindum fyrir kjósendur en spilltu grísum fjórflokkanna.

Nóg komið af fyrirgreiðslupólitík á kostnað almennings.

Þjóðin mun á næstu árum átta sig á því að eina raunhæfa leiðin úr fjötrum spillingar er að sturta fjórflokknum niður ræsið og taka upp beint og milliliðalaust lýðræði.  

Flokkadrasl:
http://www.youtube.com/watch?v=sTFufceo2as&feature=related


mbl.is Besti flokkurinn stærstur í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmenn eins og börn með eldspýtur

Þingmaður sendi mér svar við greininni Óverðskuldað traust stjórnvalda á bankamönnum.

Ég þakka svarið en efni þess veldur áhyggjum. Viðkomandi þingmaðurinn sem og flestir aðrir á þinginu, virðast hreinlega ekki skilja hætturnar sem felast í því að vogunarsjóðir sitji nú meðal stærstu hluthafa í Arion banka og hvert slíkar einkavæðingar gætu leitt. 

Þingmennirnir eru eins börn að leik með eldspýtur.

Hér er það sem þingmaðurinn sendi mér:
Í breytingartillögum viðskiptanefndar við frumvarp ráðherra um fjármálaráðherra eru skilanefndum gert skylt að afhenda þeim sem þess óska kröfuskrá föllnu bankanna. Í kröfuskránni kemur fram hverjir hafa gert kröfur og hvaða kröfur hafa verið samþykktar og ætti hún því að gefa góða mynd af eigendum nýju bankanna.
Kveðja
Lilja

Ég er furðu lostinn yfir barnalegri tiltrú þingmannsins á því að þetta frumvarp afhjúpi raunverulega eigendur. Samkvæmt fréttum er Skattrannsóknarstjóri að reka sig á að raunverulegir eigendur hafa jafnvel ekki fundist uppí áttfaldan ættlið fyrirtækja sem hafa endað í aflandssvæðum og keðjan slitnað undir leppstjórn þarlendra lögfræðinga og endurskoðenda. 

Hér er mitt svar til þingmannsins:

Ég er ekki sammála því að kröfuskráin sýni hverjir raunverulegir eigendur eru. Komið hefur fram að meðal kröfuhafa séu vogunarsjóðir (hákarlar!) 


Þetta eru sálarlaus kvikindi sem myndu selja mæður sína hæstbjóðanda. Það myndi ekki koma mér á óvart að bakvið eignarhald slíkra aðila sé hluti af því þýfi sem útrásarvíkingarnir stálu af þjóðinni.

Þess fyrir utan er það glæfralegt af ríkisvaldinu að leyfa slíkum aðilum að vasast með rekstur viðskiptabanka á Íslandi. Vogunarsjóðir og eðlileg bankastarfsemi er eins og að blanda saman olíu og eld.


mbl.is Rannsóknin gæti tekið 4 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brjáluð og vanhæf stjórnsýsla

Sífellt kemur betur í ljós hve vanhæf og snarbrjáluð stjórnsýslan er undir forystu tveggja fjórflokkanna.

Ríkisstjórnin er algerlega úti á túni og ráðherrarnir með hausana í mykjuhaug spillingar. 

Stjórnleysið í sumum skilanefndum bankanna virðist algert. 

Út úr þessu leikhúsi vitfirringana á Íslandi rísa bankaræningjarnir uppúr rústunum eins og ekkert hafi í skorist og endurreisa stærstu fyrirtæki landsins með þýfi sem þeir stálu af þjóðinni.

Jón Ásgeir situr í stjórnum erlendra fyrirtæki fyrir hönd ríkisvaldsins. Ólafur Ólafsson fékk fyrirgreiðslu og tekið á móti þýfi frá honum í endurreisn Samskip. Bakkabræður stýra enn stærsta símafyrirtæki landsins. Bónusfeðgar eru á sérkjörum um að halda stærstu verslunarkeðjunni.   

Geta asnarnir í ríkisstjórninni og á Alþingi ekkert lært? Hversvegna hefur enginn þingmaður borið upp þá tillögu að þjóðnýta fyrirtækin sem voru byggð upp með stolnu fé?


mbl.is Jón Ásgeir segir sig úr stjórn House of Fraser
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óverðskuldað traust stjórnvalda á bankamönnum

KlunnarRikisstjornNákvæmlega ekkert er komið á daginn sem verðskuldar stuðningsyfirlýsingar Gylfa Magnússonar efnahags- og viðskiptaráðherra á bankamönnum.

Þvert á móti koma upp spurningarmerki um allt bankakerfið.  Hverjir eru t.d. eigendur Arion banka? 

Sögusagnir eru á kreiki um að erlendir vogunarsjóðirnir leppi þar fyrir Sigurð Einarsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og aðra útrásarvíkinga.  Hefur Gylfi kafað ofaní eignarhaldið af einhverju viti?

ponzi-scheme-for-dummies1Hversvegna er ekki eignarhald Arion banka opinbert? Hvað er verið að fela? Hversvegna er ekki að finna lista yfir helstu eigendur á vefsíðu bankans?

Hversvegna njóta stóru bankaræningjarnir velvildar bankanna sbr. nýlegar endurfjárfestingar Ólafs Ólafssonar og Jóns Ásgeirs með þýfi úr gjaldþrota bönkunum? Hversvegna eru ekki fyrirtæki þessara manna þjóðnýtt eins og Samskip, 365 miðlar og önnur fyrirtæki sem tengjast bankaránunum með beinum hætti.

Með slíka klunna í ríkisstjórn sem raun ber vitni stefna Íslendingar hraðbyr í næsta svindlhring.   


mbl.is Gylfi treystir íslenskum bankamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband