Át ekki hattinn - tek hann ofan!

iraq-dad-dead-daughter.jpgDaginn fyrir innrásina í Írak var ég í útvarpsþætti á Bylgjunni og þar á móti mér ein af málpípum Sjálfstæðisflokksins sem jafnframt hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu.

Í þættinum lofaði ég að éta hattinn minn ef það fyndust gereyðingavopn í Írak. Sagði að þau væru ekki til staðar. Einnig að þessi ólögmæta innrás og stríðsrekstur myndi margfalda hörmungar fólksins í Írak og valda gífurlegu manntjóni. 

Fyrir þessar skoðanir mínar var ég kallaður nöfnum af málpípunni svo og í hinum ýmsu fréttamiðlum, m.a. í aðsendum greinum í Morgunblaðinu, sagður vera "veruleikafirrtur", "þorpsfífl" og "stuðningsmaður Saddam".

"Þorpsfíflið" þurfti aldrei að éta hattinn, svo nú tek ég hann ofan fyrir frábæra frammistöðu Kristinns Hrafnssonar og Wikileaks. Kristinn þekki ég frá ferð okkar til Baghdad með jólasveinninn, gjafir og lyf en hann flutti fréttir úr ferðinni. Ánægjulegt að sjá hann halda áfram að vinna með þessi mál.

Breytum nú stjórnarskránni og Virkjum Bessastaði. Forseti Íslands er rétti aðilinn til að vera alþjóðlegur boðberi friðar. Bönnum stríð í stjórnarskrá Íslands. Settu inn þínar tillögur í hugmyndabankann á www.austurvollur.is

 


mbl.is Í stríð við sannleikann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni FJ

Bönnum stríð. Það lýst mér vel á.

Bjarni FJ, 23.10.2010 kl. 23:12

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Gott væri ef satt reyndist , en hvernig á að  banna stríð?, það hlýtur að vera svipað og að segja arfa að hætta að vaxa í beði !!!

Guðmundur Júlíusson, 24.10.2010 kl. 00:17

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Gaman að fá innsýn í þennan reynsluheim!

Flosi Kristjánsson, 24.10.2010 kl. 00:53

4 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Og hvaða reynsla kemur út úr þessu hjá þér kæri Flosi?

Guðmundur Júlíusson, 24.10.2010 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband