Stjórnsýslukæra vegna RÚV og Egils Helgasonar

Aðgerðaleysi lögreglu við glæpastarfseminni á RÚV hefur verið kærð til Umboðsmanns Alþingis.  Heilbrigt heilbrigt lýðræði og stjórnsýsla hlýtur að vera hornsteinn að kjörorðinu: Með lögum skal land byggja!

Stjórnsýslukæra
vegna RÚV og Egils Helgasonar

Í aðdraganda síðustu alþingiskosninga sendum við fjölda erinda og kærur vegna ítrekaðra brota RÚV og Egils Helgasonar þáttastjórnanda gegn Lýðræðishreyfingunni.

M.a. var kært til Lögreglustjórans í Reykjavík þar sem um var svo grófa mismunun að ræða hjá RÚV að varðaði við kosningalög og almenn hegningarlög.  Engin svör hafa borist frá embættinu. Einnig hafa engin svör borist frá Menntamálaráðuneytinu sem einnig fengu margítrekað kærur og kvartanir vegna málsins. Menntamálaráðherra hefur einnig brugðist skyldu sinni í þessu máli og hefur að engu lög og reglur um Ríkisútvarpið.

Þar sem stjórnsýsla og löggæsla landsins hefur landslög að engu, er þess óskað að Umboðsmaður Alþingis taki til umfjöllunar kærur okkar og kvartanir yfir brotum RÚV og Egils Helgasonar.

Nýjar upplýsingar hafa borist vegna framferðis Egils Helgasonar sem enn frekar undirstrika vanhæfi hans til að starfa á ríkisfjölmiðlunum sem eiga að gæta hlutleysis í umfjöllun sinni en það hefur þessi þáttastjórnandi svo sannarlega ekki gert:

Í útsendingu Bylgjunnar þann 16 ágúst s.l. sagðist Egill Helgason starfsmaður Ríkisútvarpsins-RÚV hafa kosið Borgarahreyfinguna við síðustu alþingiskosningar.  Hér er líklegast komin skýringin á því hversvegna Lýðræðishreyfingin var útilokuð frá þættinum Silfur Egils á RÚV í aðdraganda kosninganna á meðan 8 fulltrúar Borgarahreyfingarinnar fengu ítrekað aðgang að þættinum  á tímabilinu 23 nóvember – 22 mars s.l. Á sama tíma var Lýðræðishreyfingunni alfarið synjað um aðgang að Silfri Egils m.a. með þessum orðum eftir ítrekuð símtöl, símbréf og netpóst undirritaðs til stjórnenda Silfur Egils: „Sæll Ástþór, Ekki hringja í hana Halldóru, hún ræður engu um hvað er í þættinum. Ég mun ekki bjóða þér í þáttinn að sinni. Mbk Egill“

Líkur má leiða að því að ofangreint hátterni og mismunum RÚV gagnvart Lýðræðishreyfingunni hafði afgerandi áhrif á úrslit síðustu alþingiskosninga.

Hjálagt fylgja kærur frá 29. mars 2009 og 5 apríl 2009 sem sent var til Lögreglustjórans í Reykjavik og sem fjallaði um margvísleg brot RÚV gegn Lýðræðishreyfingunni. Krafist var og enn er þess krafist að skipt verði um yfirstjórn hjá RÚV og hlutaðeigandi brotamönnum innan Ríkisútvarpsins, þ.á.m. Agli Helgasyni verði vikið úr starfi og þeim refsað í samræmi við lög og reglur.

Ofangreind kæra hefur verið send Umboðsmanni Alþingis ásamt fjölda fylgiskjala. Eitt fylgiskjalanna er með þessari blogfærslu - afrit kæru til Lögreglustjórans í Reykjavík þann 5 apríl 2009.

 


mbl.is Lögreglan þarf að velja og hafna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband