Slæm reynsla af fréttastofu RÚV. Nú er gullið tækifæri að auka gæði og lýðræðislega umfjöllun

Reynsla mín af fréttastofu RÚV er vægast sagt slæm. Þarna hefur umfangsmikil ritskoðun verið í gangi áratugum saman.

Aðgerðirnar nú veita gullið tækifæri til að endurskipuleggja sjoppuna og bæta þjónustuna með opnari og lýðræðislegri umræðu.

Tökum fyrst mína reynslu af RÚV: Í forsetaframboðum mínum reyndi RÚV ítrekað að stýra umræðunni og koma í veg fyrir að málefni framboðsins kæmust óbrengluð til þjóðarinnar. Nefni hér að neðan 3-4 dæmi af fjöldamörgum:

1. Hringt er í mig frá fréttastofu RÚV í aðdraganda forsetakosninga 1996. Ég segi fréttakonunni að ég vilji minnast á stuðning Íslendinga við kjarnorkuvopn á allsherjarþingi S.Þ. og loforð um að athugasemdir mínar um þetta verði ekki klipptar úr viðtalinu eins og gerðist stuttu áður. Hún segist muni kanna málið. Stuttu síðar hringir hún og gefur einhverja tylliástæðu að ekki er hægt að taka viðtalið þennan dag. Þetta viðtal var aldrei tekið.

2. Nýlega skrifaði ég grein hér á bloggið um ritskoðun RÚV sem varð til þess að heimsþekktur fræðimaður kvartaði við yfirstjórn RÚV og sagði m.a. í bréfi sínu: Ég skýrði frá því að Ástþór Magnússon myndi, ef hann yrði kosinn forseti Íslands, nota þau tækifæri sem gæfust sökum stöðu hans, til að koma Íslandi á kortið sem uppsprettu friðar í heiminum. Mér var tjáð að öllum þessum þáttum, sem voru kjarni umræðu minnar, hefði verið sleppt þegar hluti viðtalsins var sýndur í sjónvarpinu í kvöld. Ég verð að játa að ég er hneykslaður. Þessi leið til að hindra frjálsa og opna umræðu minnir einna helst á herferðina í Júgoslavíu árið 1992 þar sem talsmanni friðar, Milan Panic, var aftrað frá að kynna friðarstefnu sína fyrir kjósendum vegna þess að fjölmiðlum þar í landi var alfarið stjórnað af stuðningsmönnum þáverandi forseta landsins, Slobodan Milosevic.
Sjá nánar: http://lydveldi.blog.is/blog/lydveldi/entry/724651/

3. Þá man ég eftir aðför RÚV að markaðsleik og happdrætti Friðar 2000 nefnt "Símahapp". Þeir reyndu að gera bæði leikinn og happdrættið tortryggilegt fyrir almenningi. Í hádegisfréttum kom aðalfrétt að Símahapp væri í rannsókn hjá lögreglunni. Þetta átti við engin rök að styðjast. Símahapp var leikur með þeim nýmælum á þeim tíma að allir fengu vinning. Litlir vinningar voru gefnir af ýmsum fyrirtækjum sem vildu kynna sína vöru eða þjónustu með þessum hætti. Ein fréttin af mörgum um þetta á RÚV var að verið væri að gefa "gamla" geisladiska og fleira álíka málefnalegt. Hverjum miða fylgdu vinningar uppá amk fjórfalt verðgildi miðans. Aðför RÚV gróf ekki aðeins undan starfsemi Friðar 2000 sem haldið hafði uppi ádeilum á stríðsstefnu stjórnvalda, aðför ríkisfjölmiðilsins var í raun dónaskapur við þau fjölmörgu fyrirtæki sem höfðu styrkt þetta með því að gefa vinninga uppá milljónir króna. Þeim tókst að misnota fjölmiðilinn og í huga almennings var það skilið eftir að eitthvað væri tortryggilegt við starfsemi Friðar 2000.

3. Ég minnist einnig stórkostlegs rifrildis milli Sverris Stormsker og fréttakonu á RÚV árið 2000, vegna misnotkunar fréttastofunnar, einnig í aðdraganda forsetakosninga. Símtalið endaði með því að strigakjafturinn Sverrir öskraði á fréttakonuna að hún væri "afturbatapíka" um leið og hann skellti á símanum í miklum æsingi og sat um langa stund hugsi og miður sín yfir ritskoðun fréttastofunnar.

Ég get haldið áfram hér með fjöldann allan af slíkum dæmum, enda hef ég tvisvar kært í aðdraganda forsetakosninga kært stjórnvöld og fjölmiðla til OECD vegna misnotkunar og að grafa undan lýðræði í landinu.

En hvað er til ráða? Hvað með að byrja á því að veita félagasamtökum og stjórnmálahreyfingum aðgang að RÚV með þeim hætti að slíkir aðilar geti sjálfir unnið fréttir sem birtar eru í framhaldi af aðal fréttatíma? Fréttirnar yrðu að sjálfsögðu yfirfarnar hjá RÚV áður en þær færu í loftið, en ekki til að ritskoða eða klippa þær til, heldur einungis til að gæta þess sé gætt að framseting sé innan regluverks um fréttir. Slíkar reglur eru þegar til hjá Blaðamannafélagi Íslands. Tímanum í aukafréttatíma yrði deilt jafnt niður á milli umsækjenda. Þetta gæti orðið atvinnuskapandi fyrir sumt af því fólki sem er að missa störf sín á fjölmiðlunum og sem gæti þá selt þjónustu við gerð frétta til slíkra aðila. RÚV leggði til aðgang að tæknibúnaði.

Einnig væri hægt að láta eitthvað af ameríska sápuruglinu víkja af RÚV og leyfa einkareiknum stöðvum að birta það rusl. Í staðin gæti komið innlend þáttagerð með svipuðu sniði og ég hef séð t.d. í New York, umræðuþættir og annað efni sem framleitt er með lágmarks tilkostnaði og af mismunandi aðilum. Yfirstjórn RÚV þyrfti ekki að gera annað en að ákveða tíma í dagskrá fyrir slíkt efni og opna fyrir innsendingar á því frá félagasamtökum og öðrum viðeigandi aðilum sem hafa eitthvað til málanna að leggja.

Með því að opna RÚV með þessum hætti og með fyllsta jafnræði, væri hægt að hefja undirbúning á því að Íslenskir fjölmiðlar geti í framtíðinni starfað í opnara og lýðræðislegra þjóðfélagi.


mbl.is Aðför að fréttastofunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara allt of langt mál hjá þér, ekki nokkur maður sem nennir að lesa þessa langloku ....... verður að stytta mál þitt ef þú vilt að einhver lesi þetta

katrín (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 02:18

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sæll vertu, Ástþór. Eins og ég hef áður sagt: Það góða við allt bruðlið, sem verið hefur á okkur eða ríkinu undanfarin ár, er að þeim mun auðveldara verður þá að skera niður í okkar brýnu nauðsyn fram undan. Og eins og ég sagði við útvarpsmenn í öðru innleggi:

  • Rúv hefur verið rekið sem sjálfstýriapparat starfsmanna allt of lengi – og til þjónkunar við ýmist valdhafa eða pólitískar hreyfingar af öðrum toga. Þrír milljarðar eru hrifsaðir af þjóðinni til þessa illa rekna bákns, þar sem eiginfé stöðvarinnar er komið niður í núll. Þjóðin hefur ekki efni á þessum fjáraustri lengur. Það er engin þörf á því að reka (hlutdrægt) Sjónvarp né Rás 2. Látið okkar skattpeninga vera, það veitir ekkert af þeim í aðra skuldahít!

    Sjá ennfremur þessa pistla mína: Ótrúverðugir 'sjálfstæðismenn' drepa niður samkeppni – og: 70% niðurskurður Rúv hefði verið nær lagi.

Margt gott og dýrmætt þjóðarsálinni hefur þó komið frá útvarpinu, svo sannarlega, en Rás 1 á að nægja – látum aðra um rekstur poppstöðvar og skemmtisjónvarps! Það þarf ekki ríkið til þess, ekki fremur en að láta það sjá um að bera út póst. Og svo sannarlega hefur ríkið ekki séð um þessa hlið mála í þeim tilgangi að útvega fátæka manninum ódýra útvarps- og sjónvarpsþjónustu!

Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 1.12.2008 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband