Fréttatilkynning - Útvarpsstjóra RÚV færð ný bifreið kl. 14 í dag

Í tilefni þess að boðað hefur verið til alþingiskosninga í dag, mun Lýðræðishreyfingin færa Páli Magnússyni útvarpsstjóra RÚV nýja bifreið kl. 14 í dag við útvarpshúsið í Efstaleiti.

Lýðræðishreyfingin hefur verið útilokuð frá allri umræðu í ríkisfjölmiðlunum nú í aðdraganda kosninga og hefur ekki fengið að kynna framboð sitt í komandi alþingiskosningum, hvorki í Kastljós, Silfri Egils né öðrm þáttum ríkisfjölmiðlanna.

Lýðræðishreyfingin vill koma á beinu og milliliðalausu lýðræði með uppstokkun á vinnubrögðum Alþingis, m.a. með því að þjóðin fái tækifæri að kjósa um einstök mál í gegnum hraðbankana sem nú eru flestir komnir í eigu þjóðarinnar.

Nánari upplýsingar verða veittar við útvarpshúsið Efstaleiti kl. 14 í dag.

Vefur Lýðræðishreyfingarinnar er www.lydveldi.is og prófkjör fer fram á www.austurvollur.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað tók hann ekki við bílnum það hefði engin gert með vit í kollinum

þetta er bara ein lákúrann hjá þér

Hættu þessu bulli og farðu að hegða þér eins og maður

Guðmundur Fr Þorsteinsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 16:16

2 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Afhverju ætlarðu að gefa Páli bíl, við vitum að hann ekur á dýrum bíl frá ríkinu, en þetta vita allir...

var þetta til þess að mótmæla bílnum....eða var þetta til þess að vekja athygli á þessu nýja afli....eða snýr þetta að þinginu......annars er Ástþóri alveg frjálst að mótmæla eins og hann vill, sé ekkert athugavert við það.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 13.3.2009 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband