Yfirstjórn RÚV kærð til lögreglunnar fyrir kosningaspjöll

Fréttastofa og yfistjórn Ríkisútvarpsins hefur verið kærð til lögreglunnar fyrir kosningaspjöll gegn Lýðræðishreyfingunni.

RÚV laug um svar Lýðræðishreyfingarinnar:


FjölmiðlasvínÍ kvöldfréttum í gær afskræmdi fréttastofa RÚV með vísvitandi og meiðandi hætti boðskap Lýðræðishreyfingarinnar þegar flutt var frétt undir fyrirsögninni: „Skattahækkanir líklegar“.

Í fréttaskýringu var sagt: „Allt útlit er fyrir að skattar verði hækkaðir að loknum kosningum. Forsvarsmenn allra stjórnmálahreyfinga nema Framsóknarflokks sögðu slíkt líklegt í leiðtogaumræðum hér í Sjónvarpinu í gærkveldi“ og síðan eru birtir úrdrættir úr svörum allra fulltrúa stjórnmálahreyfinga á fundinum nema Lýðræðishreyfingarinnar.

Lýðræðishreyfingin gaf ekki það svar við þessari spurningu að hækka beri skatta enda erum við með allt aðrar hugmyndir og boðskap um hvernig leysa eigi úr efnahagsvanda þjóðarinnar.  En lýðskrumarar RÚV hafa nú vísvitandi blekkt þjóðina og unnið alvarleg kosningaspjöll með því að leggja orð í munn Lýðræðishreyfingarinnar sem gengur þvert á stefnu okkar.

RÚV staðið að margvíslegum kosningaspjöllum.
Starfsmaður RÚV á launum í eigin framboði:


RÚV hefur orðið uppvíst að margvíslegum öðrum kosningaspjöllum gegn Lýðræðishreyfingunni. Reynt var að koma í veg fyrir að fulltrúi Lýðræðishreyfingarinnar sæti leiðtogafund í sjónvarpssal. Þá er Lýðræðishreyfingin sniðgengin á kosningavef RÚV, í Silfri Egils, í fréttum og af útvarpsþáttum RÚV.

HerbertÞöggun RÚV um Lýðræðishreyfinguna hefur gengið svo langt að jafnvel dagskrárgerðarfólk hefur orðið uppvíst að því undanfarna daga að vita ekki rétt nafn á framboði P listans og því varla hægt að ætlast til að þjóðin viti um framboðið undir slíkri fjölmiðlun. Á meðan hefur öðrum framboðum verið hampað af Ríkisútvarpinu m.a. framboði starfsmanns RÚV Herberts Sveinbjörnssonar formanns Borgarahreyfingarinnar en hann varð uppvís að því í síðasta mánuði að vera í kosningaferðalagi á meðan starfsfólkið á RÚV m.a. í launadeildin hélt að hann væri í vinnunni enda á launum frá Ríkisútvarpinu.

Lýðræðishreyfingin krefst þess að alþingiskosningum verði frestað þar til búið er að skipta út yfirstjórn Ríkisútvarpsins RÚV og þar komin hlutlæg vinnubrögð í samræmi við lög og reglur um Ríkisútvarpið og um kosningar. að öðrum kosti muni Lýðræðishreyfingin leita aðstoðar kosningaeftirlits ÖSE um að kosningarnar verði lýstar ómarktækar og að kosningaeftirlitið setji fram þá kröfu að þær verði ógildar.

Kæruna má lesa í heild sinni á vefnum xp.is

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Neddi

Þú veist það minn kæri Ástþór að allir launamenn eiga rétt á sumarfríi. Það að starfsmaður RÚV eyði sínu sumarfríi í kosningabaráttu er hans einkamál.

Neddi, 5.4.2009 kl. 21:41

2 identicon

En eitt er rétt Ástþór

Það er vitlaust gefið

Haltu áfram

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband