RÚV rammar inn kosningarnar

frettabladmyndLýðræðishreyfingin lætur ekki bjóða sér að mæta aftur í sjónvarpsumræður sem rammaðar eru inn af vitringum RÚV sem fundnir eru m.a. úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins.

Áróðurinn sem borinn var fyrir þjóðina í gærkveldi undir merkjum stjórnmálafræði er slík hneysa fyrir lýðræðislega umræðu að útilokað er að mæta aftur hjá RÚV við þessar kosningar.

Undanfarna mánuði hefur Lýðræðishreyfingunni verið úthýst úr Silfri Egils meðan aðrir hafa fengið óheftan og endurtekinn aðgang að kynna sín stefnumál. Egill Helgason misnotaði síðan enn og aftur aðstöðu sína í leiðtogaþætti RÚV kvöldið fyrir kjördag til að draga taum einstakra framboða.

Í fyrsta sinn í sögu Íslenska lýðveldisins er þjóðinni boðið beint lýðræði. Lýðræðishreyfingin hefur brotið blað í Íslandssögunni með slíku framboði. Hinsvegar sáu "vitringar" Egils Helgasonar ekkert nýtt á boðstólum og töluðu um skemmtanagildi þáttarins.

Þjóðinni er ekki skemmt yfir þeim hörmungum sem búið er að leiða yfir okkur. Efnahagsvandinn verður ekki leystur með því að skila auðu á kjörstað eins og forskrúfaðir vitringar RÚV heldu uppi áróðri um í gærkveldi. Slíkur áróður stangast á við kosningalögin enda eru auðir kjörseðlar dauðir og ógildir kjörseðlar.

Öflugustu mótmælin sem kjósendur geta sýnt gömlu flokkunum er að kjósa P lista Lýðræðishreyfingarinnar. Þannig geta kjósendur haft áframhaldandi áhrif allt kjörtímabilið og veitt alþingismönnum mikilvægt aðhald. Hversvegna ætti þjóðin að láta þagga niður í sér næstu fjögur árin þegar hún getur fengið greiðan aðgang að Alþingi með beinu lýðræði?


mbl.is Bjarni Ben kaus fyrstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég verð nú að segja það að þú stóðst þig ágætlega á RÚV í gær og verður sjónarsviptir ef þú mætir ekki!  Það fylgir þér ferskur vindur, hvort sem menn eru sammála eður ei!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.4.2009 kl. 11:28

2 identicon

Þú varst fínn í gærkvöldi og lést þá heyra það eins og þurfti. ekki sleppa því að mæta í kvöld, þá hefur þú gefist upp fyrir kúgurunum, mættu og láttu heyra í þér.

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 15:42

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jæja Ástþór! þú fékkst alla vega mitt atkvvæði í þessu gjörsillta stjórnmálakerfi þessa lands. Líklegast ertu eini heiðarlegi sjórmálamaðurinn.

Enn íslendingar vilja frekar mafíur  til að stjórna landininu. Svona er Ísland.

Óskar Arnórsson, 25.4.2009 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband