Glæpafyrirtæki valið af menntamálaráðherra

Jón Ásgeir fjölmiðlakóngurGlæpafyrirtækið 365 miðlar sem fjármagnað er með þýfi úr Íslensku bönkunum hefur verið valið af Menntamálaráðherra til að tilnefna fulltrúa allra einkarekinna útvarpsstöðva í Menningarsjóð útvarpsstöðva.

Eru ekki Vinstri Grænir alltaf að hamra á því að þeir vilji nýtt og heiðarlegt Ísland? Hvernig samræmist það með því að kenntöluflakkarinn 365 miðlar sem fjármagnað er með leynipeningum sé að vasast með menningarsjóði þjóðarinnar? Er ekki komið nóg að eigandinn sé búinn að stela hundruðum milljarða af þjóðinni. Á nú að setja menningarsjóð útvarpsstöðva undir sama hatt?

Ég legg til að Menntamálráðherra beiti sér fyrir því að gera 365 miðla upptækt sem þýfi og þjóðnýta fyrirtækið. Á meðan bankaræningjar reka þetta fyrirtæki er þetta sóðadæmi sem ekki er hægt að taka alvarlega.

Ég tek svo sannarlega undir þessa athugasemd Útvarps Sögu um málið:

"Fyrir hönd Útvarps Sögu tilkynni ég undirrituð hér með að við föllumst ekki á þessa aðferð við tilnefninguna þar sem við teljum að eðlilegra hefði verið að gæta jafnræðis og óska eftir tillögum frá hverri og einni útvarpsstöð. Útvarp Saga fellst ekki á tilnefningu Hildar Sverrisdóttur lögfræðings þar sem hún hefur alltof mikilla hagsmuna að gæta vegna allra þeirra útvarpsstöðva sem 365 miðlar reka og eru í harðri samkeppni við aðrar einkastöðvar. 365 miðlar eru í eigu Rauðsólar sem er félag í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem nú þarf að lúta kyrrsetningagerð á eigum sínum, rannsókn hjá Sérstökum Saksóknara,rannsóknar fyrir íslenskum dómstólum vegna gruns um skattsvik, rannsóknar fyrir bandarískum dómstóli, rannsóknar fyrir breskum dómstóli og fl. Með hliðsjón af þessu getur lögmaður 365 miðla ekki orðið trúverðugur fulltrúi útvarpsstöðva í umræddum menningarsjóði sem á að hafa með höndum það hlutverk að úthluta fjármunum af heiðarleika. Þetta er mat Útvarps Sögu
Virðingarfyllst,
Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri"

Til útvarpsstöðva,

Að ósk menntamálaráðuneytisins hefur 365 verið falið að tilnefna einn einstakling í menningarsjóð útvarpsstöðva, sem allar útvarpsstöðvar geta  sammælst um.

Fyrir hönd Pálma Guðmundssonar og Ara Edwald sendi ég ykkur tilnefningu okkar:

Frk. Hildur Sverrisdóttir, Lögfræðingur 365.

Ef upp koma einhverjar athugasemdir, vinsamlegast sendið þær inn á gydadan@365.is.

Með kærri kveðju,

Gyða Dan Johansen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband