Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
7.11.2010 | 19:15
Þjóðfundurinn: Virkjum Bessastaði
Samhljómur er í niðurstöðum Þjóðfundarins og stefnuskrá frambjóðanda 7176 til Stjórnlagaþings m.a. hvað varðar að Virkja Bessastaði, koma á beinu lýðræði og einfalda stjórnsýsluna.
Stefnuskrá frambjóðanda 7176: www.austurvollur.is/thor
Samantekt frá Þjóðfundinum: http://thjodfundur2010.is/other_files/2010/gogn/Samantekt-Thjodfundur-2010.pdf
![]() |
Stjórnarskrá fyrir fólkið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2010 | 13:46
Eins og skrifað uppúr minni stefnuskrá!
Frábært hvernig niðurstaða Þjóðfundarins undirstrikar þá stefnuskrá sem ég hef unnið með s.l. fimmtán ár!
Nú vona ég bara að þjóðin veiti frambjóðanda 7176 tækifæri til að hrinda þessum góðu málum í framkvæmd sem þátttakanda í smíði nýrrar stjórnarskrá á Stjórnlagaþingi.
Vefsíða framboðsins / Helstu stefnumál: www.austurvollur.is/thor
Facebook síða framboðsins: www.facebook.com/lydveldi
Heimasíða mín á Facebook: www.facebook.com/austurvollur
![]() |
Grunngildin skýrð á þjóðfundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2010 | 17:14
Vitum svarið, en hver fyrirskipaði handtökuna?
Lítil þörf á að rannsaka stuðning Íslands við Írakstríðið. Vitað er að tveir snarbrjálaðir ráðherrar tóku þessa ákvörðun.
Rannsaka þarf hver fyrirskipaði handtöku og fangelsun Íslensks friðarsinna sem benti á hættuna sem myndi skapast til framtíðar fyrir Íslenska flugfarþega ef Icelandair flytti vopn og hermenn fyrir stríðsglæpamanninn Bush.
Lögreglumaður sem sagðist þekkja til málsins sagði mér eitt sinn að handtökuskipun mín hefði komið úr Stjórnarráðinu. Ef það er rétt er það alvarleg misnotkun lögreglu og réttarkerfis.
Handtaka mín og fangelsun vakti almenna hneykslan á alþjóðavettvangi. Yfir 10 þúsund mótmælabréf bárust til Íslenskra stofnana í gegnum vefkerfi Friðar 2000 þar til nettengingu samtakanna var lokað, einnig með einhverskonar pólitískri fyrirskipun til símafélags.
Meðal þeirra sem sendi forsætisráðherra bréf var formaður kommúnistaflokksins í Moskvu, fjöldi þingmanna frá ýmsum löndum, erlend Amnesty félög og fleiri mæt félög og einstaklingar. Greinar birtust í erlendum blöðum og fjallað um málið í útvarpi m.a. í Ástralíu.
Sem betur fer tókst mér að stöðva þessa gersamlega brjáluðu þátttöku Íslands í stríðinu. Eftir óhefðbundin mótmæli mín í héraðsdómi hættu menn að tala um að senda Icelandair með vopn og hermenn til Írak.
Fyrir þá sem ekki til þekkja, byggðist aðvörun mín á því að samkvæmt alþjóðlegum sáttmálum um stríðsrekstur missir borgaralegur aðili stöðu sína við þátttöku í stríðsreksri. Með öðrum orðum ef Íslenskt flugfélag tekur þátt í flutningum vegna stríðs, er það ekki lengur skilgreint sem borgaralegt flugfélag heldur er orðinn hluti af stríðsvélinni og þá um leið eru allar starfsstöðvar (og flugvélar) þess félags orðnar lögmætt skotmark. Af þessari ástæðu var hugmynd forsætisráðherra um að lána Íslenskar farþegavélar til Íraksstríðs gersamlega galin!
Framboð 7176 til Stjórnlagaþings:
www.facebook.com/lydveldi
www.austurvollur.is/thor
![]() |
Vilja rannsaka ákvörðun um stuðning við Íraksstríð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.11.2010 | 16:29
Sendum bandaríska sendiráðinu reikning
Bandaríska sendiráðið segist vera í sérstakri hættu sem skotmark hryðjuverkamanna.
Ástæðan er auðvitað sú að bandaríkin hafa farið með ofbeldi og hryðjuverkum gegn saklausu fólki eins og í mið-austurlöndum.
Þar hafa þeir farið rænandi og ruplandi eftir olíu.
Sendum bandaríska sendiráðinu reikning fyrir að skapa hugsanlega hættu af veru sinni á Íslandi. Við gætum byrjað á að skrifa reikning uppá 90 milljónir króna, sem er sú upphæð sem okkur bráðvantar núna til að útrýma matarbiðröðum næstu 12 mánuðina.
Framboð til Stjórnlagaþings: http://facebook.com/lydveldi
![]() |
Eftirlit nauðsynlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2010 | 21:11
Erlend fyrirtæki greiði sjálf allan kostnað
Uppbygging á Keflavíkurflugvelli þarf ekki að byggjast á fjárlögum Íslands. Þeir sem þangað vilja greiði sjálfir fyrir þjónustu og aðstöðu. Íslendingar eiga að selja sína þjónustu ekki gefa hana.
Ég hef undanfarin ár bent á þá möguleika að byggja upp Keflavíkurflugvöll sem miðstöð friðargæslu Sameinuðu Þjóðanna. Er E.C.A. rétti samstarfsaðilinn til að þróa okkur í þá átt? Er allt uppá borðinu hjá þessu fyrirtæki? Mun starfsemi þess leiða til þess að það byrji að draga úr hernaðarbrölti þjóða sem yrði jákvætt eða ætlar E.C.A. að markaðsfæra aukningu hernaðar sem yrði neikvætt fyrir Ísland. Hafa menn kafað ofaní þetta og spurt þessara spurninga?
http://rt.com/Politics/2010-08-31/iceland-army-russian-jets.html
http://www.thetelegram.com/Business/Employment/2010-03-27/article-1440749/European-contractor-abandoned-5-Wing-plan/1
http://www.ft.com/cms/s/0/f2a90054-b460-11df-8208-00144feabdc0.html
Framboð 7176 til Stjórnlagaþings: www.facebook.com/lydveldi
![]() |
Herþotur E.C.A. verði skráðar í öðru landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hlustum ekki á bullið sem veltur uppúr Jens Stoltenberg.
Við erum þrjú hundruð þúsund manna þjóð sem eyðir fjórum milljörðum í nokkur sendiráð og Varnarmálastofnun. Við lokum sjúkrahúsum, finnst meiri hætta á innrás erlends herliðs en sjúkdómum.
Við látum 1200 fjölskyldur bíða úti í kuldanum eftir vikulegri matarúthlutun á meðan við splæsum í heiðurslaun handa öldnum þingmanni á fullum launum frá Alþingi en sem einhverntíman í fyrndinni skrifaði kvikmyndahandrit.
Við eyðum hundruðum milljóna í afmælisveislu til handa löngu látinni sjálfstæðishetju. Leggjum heimreið fyrir hann í afskekktum dölum meðan stór hluti þjóðarinnar en hnepptur í fátæktaránauð.
Sendið Jens Stoltenberg heim til Noregs og segið honum að hugsa þessi mál áður en hann kemur aftur til Reykjavíkur og ber svona þvælu á torg.
Þurfum raunhæfar tillögur að nýju lýðveldi. Beint og milliliðalaust lýðræði í stað ónýtu spilltu flokkanna. Einföldum stjórnsýsluna. Gefðu mér tækifæri til að taka til hendinni á Stjórnlagaþingi. Framboðsnúmer mitt er 7176 og vefsíðan er: www.austurvollur.is.
![]() |
Segir Ísland á réttri leið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2010 | 09:55
Snargalin fjárlög - Áherslum snúið á haus
Óskiljanlegt hvernig bráðgáfaðir menn eins og Ögmundur Jónasson geta stutt þá þvælu sem yfirstandandi fjárlög eru og farið með niðurskurðarhnífinn á snarvitlaust skurðborð.
Milljörðum eytt í gæluverkefni m.a. óþarfa varnarmálastofnun meðan skorið er niður í nærtækari vörnum í heilbrigðiskerfinu. Stafar slík hætta af innrás orustuþotna í landið að loka þurfi sjúkrarúmum til að verjast sprengjunum?
Hversvegna ekki að loka sendiráðum frekar en sjúkrahúsum? Spara þar 3 milljarða. Veikir Íslendingar hafa ekkert með sendiráð í útlöndum að gera. Hef búið erlendis meira og minna áratugum saman. Nánast aldrei komið í sendiráð. Nota netið og símann í samskiptum til Íslands. Hef hinsvegar þurft á sjúkrahúsi að halda er ég öklabrotnaði í hálku í Reykjavík.
Flokkadraslið á Alþingi er ónýtt. Stokka upp allt kerfið. Það vil ég gera á Stjórnlagaþingi. Framboð mitt er 7176. Vefsíða framboðsins: http://austurvollur.is/thor
![]() |
Vælir ekki undan slöku gengi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2010 | 15:02
Mikil tækifæri með nýrri hugmyndafræði
Ég tek undir með prófessor Porter að við þurfum að horfa til framtíðar. Ég hef bent á möguleika að Virkja Bessastaði og Ísland verði friðarland heimsins. Þá myndu laðast hingað fjöldi stofnana og starfsemi tengt friðarmálum, lýðræðisþróun, mannréttindum og umhverfismálum.
Á Stjórnlagaþingi vil ég leggja fram ákveðnar tillögur um þetta. Framboð Nr: 7176.
Auðvitað þurfum við einnig að stöðva frekari rányrkju útrásarvíkinga og spillingarpésa á Alþingi. Ný stjórnarskrá þarf að útilokað að loddarar geti áfram haft þjóðina að fíflum.
![]() |
Horfið til framtíðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2010 | 22:39
Át ekki hattinn - tek hann ofan!
Daginn fyrir innrásina í Írak var ég í útvarpsþætti á Bylgjunni og þar á móti mér ein af málpípum Sjálfstæðisflokksins sem jafnframt hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu.
Í þættinum lofaði ég að éta hattinn minn ef það fyndust gereyðingavopn í Írak. Sagði að þau væru ekki til staðar. Einnig að þessi ólögmæta innrás og stríðsrekstur myndi margfalda hörmungar fólksins í Írak og valda gífurlegu manntjóni.
Fyrir þessar skoðanir mínar var ég kallaður nöfnum af málpípunni svo og í hinum ýmsu fréttamiðlum, m.a. í aðsendum greinum í Morgunblaðinu, sagður vera "veruleikafirrtur", "þorpsfífl" og "stuðningsmaður Saddam".
"Þorpsfíflið" þurfti aldrei að éta hattinn, svo nú tek ég hann ofan fyrir frábæra frammistöðu Kristinns Hrafnssonar og Wikileaks. Kristinn þekki ég frá ferð okkar til Baghdad með jólasveinninn, gjafir og lyf en hann flutti fréttir úr ferðinni. Ánægjulegt að sjá hann halda áfram að vinna með þessi mál.
Breytum nú stjórnarskránni og Virkjum Bessastaði. Forseti Íslands er rétti aðilinn til að vera alþjóðlegur boðberi friðar. Bönnum stríð í stjórnarskrá Íslands. Settu inn þínar tillögur í hugmyndabankann á www.austurvollur.is
![]() |
Í stríð við sannleikann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 24.10.2010 kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.4.2010 | 02:04
Snarbrjálaðar yfirlýsingar
Ég er farinn að halda að Ólafur Ragnar Grímsson sé endanlega gengin af göflunum.
Orðaval og yfirlýsingagleðin um hætturnar frá Íslenskum eldgosum með dramatískum tilvitnunum í Biblíuna eru varla við hæfi af forseta þjóðarinnar.
Ráðamenn hljóta að geta komið þeim skilaboðum áleiðis til réttra aðila að gæta þurfi að aðbúnaði við flug vegna hugsanlegra eldgosa í framtíðinni án þess að hrista svona rækilega í glasinu.
![]() |
Dýrkeypt yfirlýsing forsetans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 02:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)