Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
23.11.2010 | 12:22
Frétt: Handtekin á Íslenskum landamærum. Mannréttindi lögvarin í stjórnarskrá fótum troðin.
Ung kona sem starfar fyrir barnahjálp Friðar 2000 í Argentínu var um helgina handtekin af Schengen landamæravörðum í Madrid á leið sinni til Íslands. Ástþór Magnússon spyr Utanríkisráðherra hvort framkvæmdavaldið sé með Schengen og Evrópusambands samningum að fjarlægja mannréttindi varin í Stjórnarskrá Íslands og vísar í 6 stjórnarskrárbrot sem framin voru á konunni.
Forsagan er að Friður 2000 er að vinna að verkefninu Earthchild.org til hjálpar heimilislausum börnum í Buenos Aires. Yfir fjögur þúsund börn gista nú götur borgarinnar matarlítil og við mikla örbyrgð. Vandamálið hefur nær tvöfaldast síðasta ár.
Íslenska búsáhaldabyltingin sótti fyrirmynd sína til Argentínu en landið varð gjaldþrota árið 2001. Hávær gagnrýni heyrist í Argentínu um aðkomu Alþjóða gjaldeyrissjóðinn sem sögð er hafa aukið bilið milli ríkra og fátækra með þeim afleiðingum að tugmilljónir manns eru nú atvinnulausir. Margir búa í hreisum í ört stækkandi skuggahverfum Buenos Aires. Vímuefnaneysla, ört vaxandi heimilisofbeldi og örbyrgð hrekur börnin að heiman á strætin.
Unga konan sem starfar fyrir Frið 2000 í Buenos Aires ætlaði að ferðast til Evrópu að kynna verkefnið m.a. á Íslandi og í leiðinni halda jól með móður sinni og systkynum á Spáni.
Þegar konan framvísaði vegabréfi sínu á Schengen landamærunum í Madrid, sem jafnframt eru landamæri Íslands, var hún beðin að sýna nægan gjaldmiðil til framfærslu. Henni var boðið að sýna landamæraverði stöðu bankareiknings í hraðbanka. Af einhverjum ástæðum kom upp tæknivilla í hraðbankanum. Skipti þá engum togum, konan var svipt frelsi og flutt nauðug í gæsluvarðhald. Tekinn var af henni handfarangur, sími og veski.
Konan upplýsti um móður sína og tvö systkyni búsett á Spáni, en móðirin giftist til Spánar í kjölfar efnahagshruns Argentínu. Þegar skýringarnar voru ekki teknar til greina, óskaði konan að hafa samband við Ástþór. Henni var synjað að tala við nokkurn utan fangageymslunnar fyrr en að lokinni yfirheyrslu. Síðan var henni stillt upp framan við lögreglumann og svokallaðan lögmann sem lögreglan sjálf útvegaði. Skrifuð var skýrsla í engu samræmi við aðdraganda málsins eða málflutning konunnar.
Í fjórar klukkustundir reyndi Ástþór síðan að ná símasambandi við landamæraeftirlitið. Lögreglan gaf upp tvö símanúmer en hvorugu var svarað. Haft var samband við varðstjóra landamæraeftirlits í Keflavík sem sagðist ekkert geta gert. Þeir hefðu enga möguleika, símanúmer eða annað til að eiga samskipti við landamæraverði Íslands í Madrid.
Þá var fenginn lögfræðingur til að mæta á flugvöllinn með reiðufé og skjöl sem sönnuðu að konan hefði framfærslu meðan á dvöl hennar stæði. Landamæraeftirlitið tók engin rök gild. Búið væri að ákveða að konan skyldi nauðug send til baka á næstu vél. Einnig var synjað beiðni um sólarhrings frest á meðan leitað væri aðstoðar dómara svo og Íslenska ræðismannsins í Madrid sem staddur var á Ítalíu þennan dag en lýsti sig reiðubúinn að aðstoða strax og hann lenti um hádegi næsta dag. Lögfræðingurinn Pedro Munoz segir meðhöndlun konunnar á flugvellinum ekki standast lög.
Starfsmaður Iberia flugfélagsins sagðist heldur ekkert geta gert. Gæti ekki talað við landamæraverðina frekar en aðrir. Vissu lítið hvernig staðið væri að aðgerðunum en heyrt að lögreglan væri nú með nýjar skipanir vegna efnahagskreppunnar. Tugir manns væru nú stöðvaðir daglega og sendir nauðugir til baka. Stundum nánast eins og tilviljanakennt á síðustu mínútum fyrir flug væri fólkinu sleppt.
Þriggja manna teymi Íslendinga mætti á Madrid flugvöll áður en vélin fór í loftið, og krafðist viðtals við landamæraeftirlitið. Því var einnig synjað með þeim boðum að enginn fengi viðtal við landamæraverði. Aftur bent á sömu símanúmer og ekki svarað. Nokkrum mínútum fyrir brottför flutti síðan lögreglan ungu konuna ásamt sjö öðrum frelsissviptum einstaklingum um borð í vélina.
Ástþór Magnússon átti í gær fund með ræðismanni Íslands í Madrid og hefur í kjölfarið sent Össurri Skarphéðinssyni bréf og spyr hvort Íslensk stjórnvöld með aðild sinni að Schengen hafi afsalað eða fórnað stjórnarskrárbundnum mannréttindum. Hvort innganga í Evrópusambandið muni leiða til afsals stjórnarskrárbundinna réttinda. Hvort málsmeðferð konunnar samræmist Íslensku þjóðfélagsmynstri og gestrisni. Hvort meðhöndlun ferðamanna sem réttindarlausar skepnur og virðingarleysi fyrir fjölskyldutengslum þeirra samrýmist hagsmunum Íslenskrar ferðaþjónustu.
Bréfið til Utanríkisráðherra má lesa á vefnum www.austurvollur.is. Þar er einnig að finna ljósmynd af ungu konunni með systkynum sínum.
Ástþór Magnússon Wium 7176 til Stjórnlagaþings
www.facebook.com/lydveldi
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.11.2010 | 01:41
Svar til kjósanda
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.11.2010 | 12:52
Feit stjórnsýsla - Hefur ráðherra tapað glórunni?
Hvernig virkar niðurskurður í heilbrigðisgeiranum? Fá allir sem segja þarf upp vegna niðurskurðar biðlaun í 16 mánuði eins og aðstoðarskólastjóri á landsbyggðinni?
Hversvegna er ríkisreksturinn ekki rekinn á sambærilegum forsendum og einkarekstur? Hversvegna eru feitir starfslokasamningar enn uppá borðum? Höfum við ekkert lært af hruninu?
Við horfum uppá vaxandi fátækt og matarbiðraðir. Á sama tíma er opinberum bitlingum dreift þvers og kruss um þjóðfélagið.
Þingmaður fær aukalaun og nú á tvöföldum launum fyrir að hafa í fyrra lífi skrifað kvikmyndahandrit.
Sendiráðsfólk sem fær laun og sitt uppihald erlendis greitt úr vasa fátækra Íslendinga gat ekki útskýrt fyrir mér í gær hvernig það eyðir tíma sínum. Svarið var að helst sé það í "menningu" og "menningarútflutningi".
Hvað er menningarútflutningur? Á það heima inní sendiráði? Eru ekki til haghvæmari leiðir?
Utanríkisráðherra eyðir milljörðum í stríðsleiki með NATO undir einhverju sem hann kallar Varnarmálastofnun. Hefur þessi bráð vel gefni maður tapað glórunni?
Bullið sem er í gangi er með ólíkindum. Fyrirtæki sem rekin eru með þessum hætti eru löngu komin á hausinn sbr bankarnir.
Við þurfum uppstokkun stjórnsýslu og alþingis. Nánar á: www.austurvollur.is/thor
Fær biðlaun í 16 mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2010 | 19:25
Hversvegna ekki skorið niður hér?
Mér er óskiljanlegt að bráðgáfaðir menn eins hinn mæti utanríkisráðherra ausi peningum í þarflítil sendiráð og stríðsleikjavél.
Ræddi í dag við starfsmann sendiráðs. Gat litlu svarað hvernig þeir nota tímann sinn. Skildist væri helst tengt menningu og menningarútflutningi.
Búinn að senda Össur og félögum í Utanríkisráðuneytinu fyrirspurn um hvernig sendiráðin nota peningana okkar. Eins um Varnarmálastofnun. Skil ekki hversvegna þetta er ekki skorið niður.
Framboð 7176 til Stjórnlagaþings: www.austurvollur.is/thor
634 gætu misst störf sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.11.2010 | 19:08
Pay or go home - Borgið eða farið heim
Bandaríska sendiráðið veldur veseni á Íslandi. Kallandi á lögguna að reka í burtu vinsamlega friðarsinna af Laufásvegi.
Borgið okkur fyrir að valda slíku veseni eða lokið sendiráðinu. Við getum átt samskipti yfir netið og síma ef við þurfum eitthvað að tala við ykkur eða þið við okkur.
Legg til að við sendum bandaríska sendiráðinu reikning uppá 90 milljónir króna. Það er sú upphæð sem okkur vantar til að útrýma matarbiðröðum næsta árið.
Kíkið á síðuna: www.austurvollur.is/thor
Eftirlit við Laufásveg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2010 | 19:15
Þjóðfundurinn: Virkjum Bessastaði
Samhljómur er í niðurstöðum Þjóðfundarins og stefnuskrá frambjóðanda 7176 til Stjórnlagaþings m.a. hvað varðar að Virkja Bessastaði, koma á beinu lýðræði og einfalda stjórnsýsluna.
Stefnuskrá frambjóðanda 7176: www.austurvollur.is/thor
Samantekt frá Þjóðfundinum: http://thjodfundur2010.is/other_files/2010/gogn/Samantekt-Thjodfundur-2010.pdf
Stjórnarskrá fyrir fólkið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2010 | 13:46
Eins og skrifað uppúr minni stefnuskrá!
Frábært hvernig niðurstaða Þjóðfundarins undirstrikar þá stefnuskrá sem ég hef unnið með s.l. fimmtán ár!
Nú vona ég bara að þjóðin veiti frambjóðanda 7176 tækifæri til að hrinda þessum góðu málum í framkvæmd sem þátttakanda í smíði nýrrar stjórnarskrá á Stjórnlagaþingi.
Vefsíða framboðsins / Helstu stefnumál: www.austurvollur.is/thor
Facebook síða framboðsins: www.facebook.com/lydveldi
Heimasíða mín á Facebook: www.facebook.com/austurvollur
Grunngildin skýrð á þjóðfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2010 | 17:14
Vitum svarið, en hver fyrirskipaði handtökuna?
Lítil þörf á að rannsaka stuðning Íslands við Írakstríðið. Vitað er að tveir snarbrjálaðir ráðherrar tóku þessa ákvörðun.
Rannsaka þarf hver fyrirskipaði handtöku og fangelsun Íslensks friðarsinna sem benti á hættuna sem myndi skapast til framtíðar fyrir Íslenska flugfarþega ef Icelandair flytti vopn og hermenn fyrir stríðsglæpamanninn Bush.
Lögreglumaður sem sagðist þekkja til málsins sagði mér eitt sinn að handtökuskipun mín hefði komið úr Stjórnarráðinu. Ef það er rétt er það alvarleg misnotkun lögreglu og réttarkerfis.
Handtaka mín og fangelsun vakti almenna hneykslan á alþjóðavettvangi. Yfir 10 þúsund mótmælabréf bárust til Íslenskra stofnana í gegnum vefkerfi Friðar 2000 þar til nettengingu samtakanna var lokað, einnig með einhverskonar pólitískri fyrirskipun til símafélags.
Meðal þeirra sem sendi forsætisráðherra bréf var formaður kommúnistaflokksins í Moskvu, fjöldi þingmanna frá ýmsum löndum, erlend Amnesty félög og fleiri mæt félög og einstaklingar. Greinar birtust í erlendum blöðum og fjallað um málið í útvarpi m.a. í Ástralíu.
Sem betur fer tókst mér að stöðva þessa gersamlega brjáluðu þátttöku Íslands í stríðinu. Eftir óhefðbundin mótmæli mín í héraðsdómi hættu menn að tala um að senda Icelandair með vopn og hermenn til Írak.
Fyrir þá sem ekki til þekkja, byggðist aðvörun mín á því að samkvæmt alþjóðlegum sáttmálum um stríðsrekstur missir borgaralegur aðili stöðu sína við þátttöku í stríðsreksri. Með öðrum orðum ef Íslenskt flugfélag tekur þátt í flutningum vegna stríðs, er það ekki lengur skilgreint sem borgaralegt flugfélag heldur er orðinn hluti af stríðsvélinni og þá um leið eru allar starfsstöðvar (og flugvélar) þess félags orðnar lögmætt skotmark. Af þessari ástæðu var hugmynd forsætisráðherra um að lána Íslenskar farþegavélar til Íraksstríðs gersamlega galin!
Framboð 7176 til Stjórnlagaþings:
www.facebook.com/lydveldi
www.austurvollur.is/thor
Vilja rannsaka ákvörðun um stuðning við Íraksstríð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.11.2010 | 16:29
Sendum bandaríska sendiráðinu reikning
Bandaríska sendiráðið segist vera í sérstakri hættu sem skotmark hryðjuverkamanna.
Ástæðan er auðvitað sú að bandaríkin hafa farið með ofbeldi og hryðjuverkum gegn saklausu fólki eins og í mið-austurlöndum.
Þar hafa þeir farið rænandi og ruplandi eftir olíu.
Sendum bandaríska sendiráðinu reikning fyrir að skapa hugsanlega hættu af veru sinni á Íslandi. Við gætum byrjað á að skrifa reikning uppá 90 milljónir króna, sem er sú upphæð sem okkur bráðvantar núna til að útrýma matarbiðröðum næstu 12 mánuðina.
Framboð til Stjórnlagaþings: http://facebook.com/lydveldi
Eftirlit nauðsynlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2010 | 21:11
Erlend fyrirtæki greiði sjálf allan kostnað
Uppbygging á Keflavíkurflugvelli þarf ekki að byggjast á fjárlögum Íslands. Þeir sem þangað vilja greiði sjálfir fyrir þjónustu og aðstöðu. Íslendingar eiga að selja sína þjónustu ekki gefa hana.
Ég hef undanfarin ár bent á þá möguleika að byggja upp Keflavíkurflugvöll sem miðstöð friðargæslu Sameinuðu Þjóðanna. Er E.C.A. rétti samstarfsaðilinn til að þróa okkur í þá átt? Er allt uppá borðinu hjá þessu fyrirtæki? Mun starfsemi þess leiða til þess að það byrji að draga úr hernaðarbrölti þjóða sem yrði jákvætt eða ætlar E.C.A. að markaðsfæra aukningu hernaðar sem yrði neikvætt fyrir Ísland. Hafa menn kafað ofaní þetta og spurt þessara spurninga?
http://rt.com/Politics/2010-08-31/iceland-army-russian-jets.html
http://www.thetelegram.com/Business/Employment/2010-03-27/article-1440749/European-contractor-abandoned-5-Wing-plan/1
http://www.ft.com/cms/s/0/f2a90054-b460-11df-8208-00144feabdc0.html
Framboð 7176 til Stjórnlagaþings: www.facebook.com/lydveldi
Herþotur E.C.A. verði skráðar í öðru landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)