Snarbrjálaðar yfirlýsingar

Nýju fötin keisaransÉg er farinn að halda að Ólafur Ragnar Grímsson sé endanlega gengin af göflunum. 

Orðaval og yfirlýsingagleðin um hætturnar frá Íslenskum eldgosum með dramatískum tilvitnunum í Biblíuna eru varla við hæfi af forseta þjóðarinnar.

Ráðamenn hljóta að geta komið þeim skilaboðum áleiðis til réttra aðila að gæta þurfi að aðbúnaði við flug vegna hugsanlegra eldgosa í framtíðinni án þess að hrista svona rækilega í glasinu. 


mbl.is Dýrkeypt yfirlýsing forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Greyið karlinn er að vara við því sem er næsta líklegt að muni ske og hann er skammaður fyrir það.

Ef hann hefði ekkert sagt, og Katla gýs og slasar eða drepur marga, þá væri hann skammaður fyrir að vara ekki heiminn við.

Að mínu mati er það rétt hjá honum að minnast á þetta, en eins og alltaf þá væla þeir sem telja sig hafa hagsmuna að gæta. Vælukjóarnir eru bara ekki að fatta að fólk er að afpanta vegna þess að það er eldgos akkúrat núna. 

Peningar eru oftast teknir framfyrir öryggi.

Tómas Waagfjörð, 27.4.2010 kl. 02:18

2 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Tómas, að mínu mati væri alveg hægt að ná sama árangri hvað varðar forvarnir gegn eldgosum með hófsamlegra orðalagi og svo viðræðum við erlend stjórnvöld og þá aðila sem hafa með flugöryggi og annað slíkt að gera.

Hættan er sú að svona dramatískar yfirlýsingar eins og gefnar eru af forsetanum í þessu viðtali vaxi eins og gróusögur í meðförum almennings og leiði til þess að fólk fái ranga mynd af hættunni.

Minni þig á að í dagblaðinu SUN í Bretlandi í síðustu viku voru fluttar þær fréttir að Reykvíkingar væru að moka sig út úr ösku frá eldfjallinu.

Ástþór Magnússon Wium, 27.4.2010 kl. 02:29

3 Smámynd: Tómas Waagfjörð

En það er einmitt það sem við eigum að gera, vara þá við sem vilja leggja leið sína til Íslands við því sem gæti skeð. Það hjálpar engum ferðamanninum að hans ríkisstjórn viti allt um mögulega hættu og að því sé haldið leyndu frá ferðamanninum.

Að mínu mati er það plús í kladdann fyrir Íslendinga að koma hreint og beint fram varðandi eldgosahættuna. Þá er ekki við okkur að sakast ef eitthvað slæmt skeður og menn deyja, við vorum búin að vara alla við og allir tóku meðvitaða ákvörðun um að koma samt til okkar, vitandi af mögulegum hamförum.

Þetta er hlutur sem á að vera algildur í einfaldlega öllu, allt upp á borði fyrir alla að sjá svo að hver og einn geti metið stöðuna og tekið ákvörðun út frá því. Allt hush hush er slæmt.

Tómas Waagfjörð, 27.4.2010 kl. 02:56

4 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sæll Ástþór, það er komið 2010,enginn sendiherra hefur flúið undan öskufallinu,

erlendir blaða og fréttamenn eru hér í tugatali,neikvæð ímynd okkar útá við er

ice sawe samningurinn sem er í lausu lofti, hann skaðar okkur meira en réttar

yfirlýsingar forsetans.ferðamanna tíminn er ekki kominn og við höfum nægan

tíma til að kynna kosti og galla eldfjallaeyjunnar Island, en það er rétt hjá þér að

gróusögur fara af stað af minnsta tilefni,sérstaklega hjá mörgum bretum sem töpuðu miklu á okkar útrásar víkinguum, en okkar sönnu víkingar komu bretum til hjálpar í seinni heimsstyrjöldinni er þeir komu siglandi yfir hafið með fiskinn.

Bernharð Hjaltalín, 27.4.2010 kl. 05:07

5 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Það sem ÓRG hefur verið að blaðra að undanförnu hefur ekkert með "að upplýsa þjóðir heims um þá hættu sem kann að fylgja eldgosum á Íslandi" að gera. Það sem hann sækist eftir er að komast í fjölmiðla og auglýsa sjálfan sig. Því fyrr sem siðareglur verða settar á forsetann því betra, ef við eigum yfirhöfuð að hafa forestaembætti í núverandi mynd.

Tómas H Sveinsson, 27.4.2010 kl. 07:36

6 Smámynd: Guðmundur Benediktsson

Eru eldgosaspár forsetans og spá Ástþórs um að íslenskar flugvélar yrðu skotmörk hryðjuverkamanna ekki jafn galnar?

Guðmundur Benediktsson, 27.4.2010 kl. 08:08

7 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Guðmundur, ef ég hefði haft aðrar leiðir til að stöðva brjálaðar hugmyndir Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgeirssonar um að lána flugvélar Icelandair til að flytja vopn og hermenn í ólögmætt stríð til Írak, þá hefði ég vafalaust notað annað en að senda netpóst á allar skrifstofur flugfélagsins um allan heim, lögregluna og ráðuneytin hér heima.

Sem betur fór runnu á menn tvær grímur eftir þessi mótmæli mín og mikil viðbrögð erlendra samtaka við fangelsun minni hér ,þannig að ekkert varð úr þessari fyrirætlan ráðherrana.

Ég vildi ekki flúgja með Icelandair í dag hefði það verið brennimerkt sem partur af bandarísku stríðsvélinni. Hryðjuverkahætta gegn flugfélaginu hefði þá orðið margföld og ekki svo auðvelt að losa sig undan slíku.

Ástþór Magnússon Wium, 27.4.2010 kl. 08:22

8 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ástþór, hefðir þú getað svarað spurningum fréttakonunnar eitthvað betur? Ef svo er, hvernig þá nákvæmlega?

Sumarliði Einar Daðason, 27.4.2010 kl. 08:34

9 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Auðvitað hefði ég svarað þessu með allt öðrum hætti. Það er alveg hægt að ræða um eldfjöll og forvarnir gegn þeim án þess að dramtísera það eins og gert er í þessu viðtali. Forsetinn ætti einnig að beita sér fyrir því að þetta sé rætt á réttum vettvangi af þeim aðilum sem hafa með þessi mál að gera frekar en að gala með þessum hætti um hluti sem hann er ekki með sérþekkingu á. Það er hægt að koma þessum boðum með svo margvíslega öðrum hætti, t.d. ráðstefnum, upplýsingavef og svo framvegis þar sem fagaðilar koma að málinu. Það getur vel verið að það komi stórt eldgos hér með tilheyrandi öskufalli, en um þær tímasetningar er ekkert hægt að fullyrða frekar en aðrar náttúruhamfarir eins og að jarðskjálfti leggji Los Angeles í rúst og undir sjó.

Ástþór Magnússon Wium, 27.4.2010 kl. 08:44

10 Smámynd: Jón

Við vitum öll að þú rennur hýru auga til forsetaembættisins, og við vitum öll að Ólafi er betur treystandi en þér. Enda hefur hann haft yfirburði í kosningum, svo svona lágkúruleg skot eru ekkert að hjálpa ímynd þína. Hafðu það í huga.

 Þú gengur svo langt að halda því fram að hann sé genginn af göflunum sem er ansi skrautlegt ef litið er á þín fyrri áform og viðtöl þar sem það er varla hægt að tala við þig á eðlilegum nótum. Ef þú skilur ensku nógu vel til þess að horfa og skilja þetta viðtal við ÓRG þá hlýtur þú að hafa séð mann tala reiprennandi ensku með frábæra framkomu þar sem hann kemur öllu frá sér án þess að vera tvístígandi og stamandi sem er ansi ólíkt þínum framkomum. Ég bendi á viðtalið þitt við Össur á síðu þinni þar sem þú lest beint af blaði og virðist óstyrkur og óöruggur allt í senn.

  • Yfirlýsingagleði ? Hann sagði mjög einfaldlega og rólega að það væru allt eins líkur á því að Katla myndi gjósa á næstu 5,10 eða 15 árum, sem að við vitum öll er satt.
  • Biblíudramatík ? Hann notaði biblíuna til að koma með alveg frábæra samlíkingu sem að ég sem trúleysingi fannst samt alveg svakaleg, enda er það sem er núna að gerast "sköpun landsins/heimsins" í hnotskurn. Ég bjó í enskumælandi landi í yfir 10 ár og ég get lofað þér því að framsetning samlíkingarinnar var á engan hátt dramatísk og hefði hann allt eins getað verið að vísa í texta úr Harry Potter bók.
  •  Hvað varðar það hvernig eigi að koma þessum skilaboðum áleiðis þá er ég sammála að til þess að fræða stjórnir annarra landa þá þarf að gera það með skilvirkari og fræðilegri hætti en þetta. En forsetinn er í viðtali sem hann er beðinn um að taka þátt í og þá gegnir hann skyldu sinni sem okkar þjóðhöfðingi að kynna landið á jákvæðan og uppbyggilegan hátt sem hann svo sannarlega gerði og með því að upplýsa fólki um hættur.

Það er ótrúlegt að eftir hrun var hann svo harðlega gagnrýndur fyrir það að vera klappstýra útrásarvíkinganna sem að hann eins og margir aðrir áleit á þeim tíma vera klóka viðskiptamenn sem að væru að færa íslandi áfram. Eftirá var sagt að hann sýndi ábyrgðarleysi og hefði ekki átt að vera styðja þá bara útaf því að þeir væru að koma inn með peninga. Svo núna, þá er verið að gera þá kröfu að hann sýni einmitt ábyrgðarleysi til þess að við töpum ekki peningum sem er einmitt það sem hann var gagnrýndur fyrir.

Þetta er nú meiri hæðnislandið, svo vitum við ekki einu sinni hvort að þetta muni hafa slæm áhrif eða ekki. Ég sé fram á að þetta eigi einfaldlega eftir að fjölga ferðamönnum til landsins um leið og gosið hefur hætt en þar sem ég sé ekki fram í tímann þá veit ég það ekki, rétt eins og allir þeir sem þykjast geta alhæft hversu slæm áhrif þetta muni hafa ... þið hafið ekki glóru, svo haldið ykkur saman þar til það kemur í ljós.

Ástþór, þú ert eflaust með einhverjar góðar hugmyndir og ég er algjörlega sammála þér þegar ég heyri þig tala um útrásarvíkingana, en þegar þú ferð niður á svona plan þá finnst mér þú vera gera sjálfum þér meiri skaða en nokkrum öðrum, ég mæli með meiri íhugun næst .. enda ansi lágkúrulegt að reyna að sverta "erkióvin" með svona lævíslegum hætti.

Jón, 27.4.2010 kl. 11:36

11 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Sæll nafni. Varðandi að vara útlendinga við þá ætti forsetabjáninn, skv. þinni skýingu, að taka það fram í næsta viðtali að hér á landi séu umferðaslæys ekki óþekkt og að það sé jafnvel þekkt að þau verði fólki að bana. Nei, þetta er ekki hlutverk forsetans. Hann er búinn að gera landi og þjóð nóg til ills svo fólk fari nú ekki að vorkenna honum og bera í bætiflákana fyrir hann. Því fyrr sem hann hverfur af sviðinu, því betra.

Tómas H Sveinsson, 27.4.2010 kl. 14:41

12 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Jón, ég stend við þá skoðun mína að mér finnst forseti Íslands geti komið þessum skilaboðum frá sér með vandaðri og skilmerkari hætti og að í svona sjónvarpsviðtölum eins og þarna um ræðir sé auðveldlega hægt að nota annað orðalag sem myndi henta betur við núverandi aðstæður.

Það er ágæta skýrslu að finna hér um umfjöllun fjölmiðla við forsetakosningarnar árið 2004 sem skýrir amk að hluta til "rússneska" forsetakjörið á Íslandi:

http://skemman.is/handle/1946/4730

Ástþór Magnússon Wium, 27.4.2010 kl. 14:52

13 Smámynd: Þórir Kjartansson

Tómas Waagfjörð segir að forsetinn hafi bara varað við því sem líklega myndi ske en hann sagði bara blákalt að það væri ekki spurning ,,hvort heldur þegar" Katla kæmi og Jón er svo að vitna í seinna viðtalið þar sem hann var þó að reyna að klóra yfir skítinn sinn. Það er einnig undarleg ályktun að einhver færi að skamma forsetann ef einhver færist í eldgosi. Næsta víst er að menn snéru þeim skömmum upp á almannavarnir og jarðvísindamenn.  Svo er augljóst af öllu sem hefur verið bloggað um þetta mál að bæði forsetinn og flestir bloggara sem hafa verið að tjá sig um þetta hafa mjög takmarkaða þekkingu á því hvernig Kötlugos hafa hagað sér á liðnum öldum.

Þórir Kjartansson, 27.4.2010 kl. 17:37

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er hræddur um að fáir ferðamenn kæmu til Sikileyjar og Hawai, þar sem stanslaust gýs, ef opinberir aðilar á þessum stöðum væru með svipaðar yfirlýsingar og Ólafur Ragnar. Hann gekk of langt í dramatiseringunni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.5.2010 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband