Færsluflokkur: Bloggar
2.12.2010 | 18:28
Símafyrirtækið TAL IP Fjarskipti ehf heldur fyrirtæki mínu í gíslingu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.12.2010 | 14:56
Hergagnaframleiðsla á Íslandi?
Ætla Íslendingar að leggja fyrir sig hergagnaframleiðslu í framtíðinni?
Mbl.is flytur frétt af tveggja milljarða hergagnasamningi Íslenska fyrirtækisins Arctic Trucks fyrir norska og sænska herinn.
Vonandi er þetta ekki þróun í þá átt að Íslendingar og Ísland verði virkir þátttakendur í framleiðslu hergagna í framtíðinni.
Æskilegra er að nota sérstöðu landsins sem land friðar til að laða hingað starfsemi tengt friðarmálum. Eins og ég hef lýst í hugmyndafræðinni "Virkjum Bessastaði" og á vefnum www.austurvollur.is gæti á Íslandi risið nýr atvinnuvegur með tugmilljarða tekjum tengt friðar, mannréttinda og lýðræðismálum. Allt sem þarf til þess er raunverulegur og ákveðinn vilji þjóðarinnar.
Samið um smíði fyrir norska og sænska herinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.11.2010 | 11:17
Sýnum að Ísland er land friðar og sannleika
Wikileaks hjálpar til að grafa undan stríðsvél bandaríkjanna. Að uppræta spillta stjórnarhætti. Að afhjúpa spillingu í viðskiptum.
Með sannleikann að vopni leggjum við grunninn að nýju og betra samfélagi friðar.
Veitum Wikileaks og aðstandendum þess pólitískt hæli á Íslandi.
Lokum bandaríska sendiráðinu í Reykjavík. Byggingarnar við Laufásveg hýsa njósnastarfsemi bandaríkjanna á Íslandi. Rekum sendiherra þeirra úr landi um leið og við tökum á móti Wikileaks mönnum með opnum örmum.
Sýnum bandaríkjunum með ótvíræðum hætti að stund sannleikans er runnin upp og heimsvaldastefna þeirra er óvelkomin á Íslandi.
Fleiri þjóðir munu örugglega fara að fordæmi okkar í framtíðinni enda hýsir engin stofnun fleiri blóðþyrsta hryðjuverkamenn en bandaríski herinn sem farið hefur rænandi og ruplandi um heiminn síðastliðna áratugi.
Stjórnvöld í Ekvador bjóða Assange velkominn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.11.2010 | 17:34
Bandarikin eru hrydjuverkariki
Wikileaks hryðjuverkasamtök? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.11.2010 | 09:38
Ísland verði griðarstaður aðstandenda Wikileaks. Lokum bandaríska sendiráðinu í Reykjavík!
Hlustum ekki á bullið sem veltur nú uppúr Dönskum, Frönskum, Áströlskum, Bandarískum og öðrum spilltum stjórnvöldum.
Full ástæða er til að afhjúpa drulluna sem þvælist fyrir heimsfriði.
Ísland á að ganga fram fyrir skjöldu með opinberri yfirlýsingu um að Wikileaks og aðstandendur þess verði verndað með kjafti og klóm Íslenskara stjórnvalda.
Blásum á tilburði ríkisstjórnar Ástralíu til að þagga niður í Julian Assange.
Njósnir, lygasögur ríkisstjórna og annan viðbjóð spilltrar heimspólitíkur og hernaðar þarf að uppræta. Heiðarleiki og opið lýðræði er grundvöllur friðar í heiminum.
Látum ekki þagga niður í Wikileaks. Veitum öllum þeim sem starfa við þetta frábæra framtak og sem ofsóttir eru í heimlandi sínu eða annarsstaðar að undirlagi bandaríkjastjórnar, pólitískt hæli á Íslandi.
Lokum bandaríska sendiráðinu við Laufásveg og upprætum njósnir þeirra í Reykjavík. Þjóðnýtum bygginguna og afhendum Wikileaks undir sína starfsemi.
Skora á Utanríkisráðherra að kalla sendiherrann á sinn fund í dag og reka hann úr landi.
Sannleikurinn mun setja okkur frjáls.
Lekinn eyðileggur samskipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.11.2010 | 09:27
Ísland veiti stofnanda Wikileaks pólitískt hæli. Sannleikurinn setur okkur frjáls!
Blásum á tilburði ríkisstjórnar Ástralíu til að þagga niður í Julian Assange.
Njósnir, lygasögur ríkisstjórna og annan viðbjóð spilltrar heimspólitíkur og hernaðar þarf að uppræta. Heiðarleiki og opið lýðræði er grundvöllur friðar í heiminum.
Látum ekki þagga niður í Wikileaks. Veitum öllum þeim sem starfa við þetta frábæra framtak og sem ofsóttir eru í heimlandi sínu eða annarsstaðar að undirlagi bandaríkjastjórnar, pólitískt hæli á Íslandi.
Lokum bandaríska sendiráðinu við Laufásveg og upprætum njósnir þeirra í Reykjavík. Þjóðnýtum bygginguna og afhendum Wikileaks undir sína starfsemi.
Skora á Utanríkisráðherra að kalla sendiherrann á sinn fund í dag og reka hann úr landi.
Sannleikurinn mun setja okkur frjáls.
Rannsókn á WikiLeaks í Ástralíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2010 | 23:57
NEI! Lokum Bandaríska sendiráðinu í Reykjavík!!!
Nei HLUSTIÐ EKKI Á LIZ CHENEY. Dick Cheney er stríðsglæpamaður. Ég krefst þess að Íslensk stjórnvöld hætti að SLEIKJA AMERÍKURASSA!
Við getum ekki sætt okkur við njósnaútibú bandaríkjanna við Laufásveg í Reykjavík. Þetta kemur fram í fréttum stórblaðsins Guardian í kvöld um Wikileaks skjölin: "The cables published today reveal how the US uses its embassies as part of a global espionage network, with diplomats tasked to obtain not just information from the people they meet, but personal details, such as frequent flyer numbers, credit card details and even DNA material."
Ítrekar að Ísland eigi að loka WikiLeaks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.11.2010 | 20:33
Lokum sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík
Ég skora á Utanríkisráðherra að kalla sendiherra bandaríkjanna á sinn fund og krefjast þess að hann loki sendiráði sínu í Reykjavík og fari með sitt hafurtask til síns heima. Verði það ekki gert innan 7 daga muni lögreglan loka sendiráðinu og byggingar þess þjóðnýttar af Íslensku þjóðinni.
Við getum ekki sætt okkur við njósnaútibú bandaríkjanna við Laufásveg í Reykjavík. Þetta kemur fram í fréttum stórblaðsins Guardian í kvöld um Wikileaks skjölin: "The cables published today reveal how the US uses its embassies as part of a global espionage network, with diplomats tasked to obtain not just information from the people they meet, but personal details, such as frequent flyer numbers, credit card details and even DNA material."
Wikileaks birtir skjölin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.11.2010 | 14:49
Svikulir þingmenn
Hefð hefur skapast á Íslandi fyrir því að þingmenn svíki kjósendur sína. Meira en 90% kosningaloforða eru svikin.
Hrossakaup á Alþingi settu þjóðina á hausinn. Hægri og vinstri snú sérhagsmunapotara á kostnað þjóðarinnar er venja frekar en undantekning.
Aðeins ein leið er til að breyta þessu. Beint og milliliðalaust lýðræði. Það hefur verið mitt helsta baráttumál síðan í forsetakosningum 1996. Þessvegna á ég erindi fyrir þig á Stjórnlagaþing.
Ástþór Magnússon 7176 til Stjórnlagaþings
www.facebook.com/lydveldi
Forsetinn snýst gegn bönkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2010 | 16:33
Bréf til Utanríkisráðherra: Hefur Schengen samstarfið og hugsanleg innganga í Evrópusambandið stjórnarskrárbundin rétt einstaklingsins að engu?
Hæstvirtur utanríkisráðherra ÖssurSkarphéðinsson
Efni: Stjórnarskrárbundin mannréttindi.
Ágæti Össur,
Aðgerðir lögreglu á Íslensku Schengen landamærum Madrid um helgina vekja upp spurningarhvort framkvæmdarvaldið sé að fjarlægja mannréttindi sem varin eru í Stjórnarskrá Íslands. Einnig vakna upp spurningar hvort Schengen samstarfið og hugsanleginnganga í Evrópusambandið hafi stjórnarskrárbundin rétt einstaklingsins að engu.
Undirritaður Ástþór Magnússon Wium er frambjóðandi Nr. 7176 til Stjórnlagaþings. Það sem rakið er hér að neðan er ógnvænleg áminning til okkar sem viljum takast á viðað skrifa nýja stjórnarskrá að gæta þurfi að því, hugsanlega með refsiákvæðum í nýrri stjórnarskrá, að framkvæmdavaldið virði þann þjóðfélagsramma og mannréttindi sem þar er sett og gangist ekki undir erlent vald sem fjarlægir þennan rétt.
Hér að neðan er lýsing á því hvernig ung kona sem starfar fyrir barnahjálp Friðar2000 var handtekin af landamæravörðum s.l. sunnudag. Vísað er til landamæranna sem Íslenskra landamæra vegna þess að þau eru síðasta vegabréfseftirlit á leiðkonunnar til Íslands. Með öðrum orðum, hvað sem regluverk framkvæmdavaldsins segir, er staðreyndin sú að um leið ferðamaðurinn kemur að umræddum Schengenlandamærum er hann í raun komin að Íslenskum landamærum.
Í meðhöndlun málsins brutu landamæraverðir á konunni fleiri greinar Íslensku stjórnarskrárinnar:
65.grein:Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits tilkynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
66.grein:Með lögum skal skipað rétti útlendinga til að koma til landsins og dveljast hér, svo og fyrir hverjar sakir sé hægt að vísa þeim úr landi.
67.grein: Engan má svipta frelsi nema samkvæmt heimild í lögum. ...Hver sá sem er aföðrum ástæðum sviptur frelsi á rétt á að dómstóll kveði á um lögmæti þess svo fljótt sem verða má. Reynist frelsissvipting ólögmæt skal hann þegar látinn laus.
70.grein: Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru áhendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli.
71.grein: Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.
72.grein: Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji.
Forsagamálsins er að undirritaður stofnandi Friðar 2000 er að koma á fót verkefninu Earthchild.org til hjálpar heimilislausum börnum í Buenos Aires. Yfir fjögur þúsund börn gista nú götur borgarinnar matarlítil og við mikla örbyrgð. Vandamálið hefur nærtvöfaldast síðasta ár.
Íslenska búsáhaldabyltingin sótti fyrirmynd sína til Argentínu en landið varð gjaldþrota árið 2001. Hávær gagnrýni heyrist í Argentínu um aðkomu Alþjóða gjaldeyrissjóðinn sem sögð er hafa aukið bilið milli ríkra og fátækra með þeim afleiðingum að tugmilljónir manns eru nú atvinnulausir. Margir búa í hreisum í ört stækkandi skuggahverfum Buenos Aires. Vímuefnaneysla, ört vaxandi heimilisofbeldi og örbyrgð hrekur börnin að heiman á strætin.
Unga konan sem starfar fyrir Frið 2000 í Buenos Aires ætlaði að ferðast til Evrópu að kynna verkefnið m.a. á Íslandi og í leiðinni halda jól með móður sinni og systkynum á Spáni. Konan ferðaðist á vegabréfi sem ekki krefst vegabréfsáritunar til Schengen svæðisins og á farmiða sem greiddur var að fullu af Íslensku félagi með Íslensku greiðslukorti. Heimferð frá Schengen var innan þriggja mánaða, 19 febrúar n.k.
Þegar konan framvísaði vegabréfi sínu á Schengen landamærunum í Madrid, sem jafnframt eru landamæri Íslands, var hún beðin að sýna nægan gjaldmiðil til framfærslu. Henni var boðið að sýna landamæraverði stöðu bankareiknings í hraðbanka. Af einhverjum ástæðum kom upp tæknivilla í hraðbankanum. Skipti þá engum togum, konan var svipt frelsi og flutt nauðug í gæsluvarðhald. Tekinn var af henni handfarangur, sími og veski.
Konan upplýsti um móður sína og tvö systkyni búsett á Spáni, en móðirin giftist til Spánar í kjölfar efnahagshruns Argentínu. Þegar skýringarnar voru ekki teknar til greina, óskaði konan að hafa samband við undirritaðann. Henni var synjað að tala við nokkurn utan fangageymslunnar fyrr en að lokinni yfirheyrslu. Síðan var henni stillt upp framan við lögreglumann og svokallaðan lögmann sem lögreglan sjálf útvegaði. Skrifuð var skýrsla í engu samræmi við aðdraganda málsins eða málflutning konunnar.
Í fjórar klukkustundir reyndi undirritaður síðan að ná símasambandi viðlandamæraeftirlitið. Lögreglan gaf upp tvö símanúmer en hvorugu var svarað.Haft var samband við varðstjóra landamæraeftirlits í Keflavíki sem sagðist ekkert geta gert. Þeir hefðu enga möguleika, símanúmer eða annað til að eigasamskipti við landamæraverði Íslands í Madrid.
Þá var fenginn lögfræðingur til að mæta á flugvöllinn með reiðufé og skjöl sem sönnuðu að konan hefði framfærslu meðan á dvöl hennar stæði.Landamæraeftirlitið tók engin rök gild. Búið væri að ákveða að konan skyldi nauðug send til baka á næstu vél. Einnig var synjað beiðni um sólarhrings frest á meðan leitað væri aðstoðar dómara svo og Íslenska ræðismannsins í Madrid sem staddur var á Ítalíu þennan dag en lýsti sig reiðubúinn að aðstoða strax og hann lenti um hádegi næsta dag. Lögfræðingurinn Pedro Munoz segir meðhöndlun konunnar á flugvellinum ekki standast lög.
Starfsmaður Iberia flugfélagsins sagðist heldur ekkert geta gert. Gæti ekki talað við landamæraverðina frekar en aðrir. Vissu lítið hvernig staðið væri að aðgerðunum en heyrt að lögreglan væri nú með nýjar skipanir vegna efnahagskreppunnar.Tugir manns væru nú stöðvaðir daglega og sendir nauðugir til baka. Stundum nánast eins og tilviljanakennt á síðustu mínútum fyrir flug væri fólkinu sleppt.
Þriggja manna teymi Íslendinga mætti á Madrid flugvöll áður en vélin fór í loftið, og krafðist viðtals við landamæraeftirlitið. Því var einnig synjað með þeim boðum að enginn fengi viðtal við landamæraverði. Aftur bent á sömu símanúmer og ekki svarað.
Nokkrum mínútum fyrir brottför flutti síðan lögreglan ungu konuna ásamt sjö öðrum frelsissviptum einstaklingum um borð í vélina.
Undirritaður átti í gær fund með ræðismanni Íslands í Madrid sem lagði til að skrifa utanríkisráðherra bréf um málið. Ræðismaðurinn sem hefur um árabil starfað sem lögmaður í Madrid segist reiðubúinn að leggja sitt af mörkum m.a. í gegnum persónuleg sambönd sín innan stjórnsýslunnar í Madrid til að greiða götu konunnar óski hún að koma til baka, að því tilskyldu að ráðherra sig ekki upp á móti því. Ég óska því eftir staðfestingu ráðherra um hæl, að hann sé ekki mótfallinn aðstoð ræðismanns Íslands í Madrid.
Einnig óskað eftirfarandi upplýsinga eins fljótt og mögulegt er:
1. Hafa Íslensk stjórnvöld með aðild sinni að Schengen afsalað eða fórnað stjórnarskrárbundnum mannréttindum?
2. Mun innganga í Evrópusambandið leiða til afsals stjórnarskrárbundinna réttinda?
3. Telur ráðherra að þörf á að kanna hvernig framkvæmd landamæraeftirlits Schengener háttað í erlendum höfnum? Telur ráðherra að sú framkvæmd snerti ferðamenn áleið sinni til Íslands? Hvernig vill ráðherra tryggja að þeir njóti mannréttinda og sanngjarnar málsmeðferðar? Telur ráðherra það t.d. eðlilegt verklag að Íslenskir landamæraverðir hafi enga samskiptamöguleika við þær hafnir sem ferðamenn á leið til landsins koma í gegnum.
4.Starfsmenn Iberia flugfélagsins og ræðismaður Íslands í Madrid lýstu því fyrir undirrituðum að í kjölfar efnahagshruns væri nú búið að herða mjög reglur umaðgengi ferðamanna til Spánar. Fjöldi löglegra ferðamanna væri stöðvaðir undir ýmsum tylliástæðum og sendir nauðugir til baka. Landamæraverðir fylgdu þessueftir af einstakri hörku og ofangreint dæmi sem ég hef lýst væri ekkert einsdæmi. Telur ráðherra að slík málsmeðferð samræmist Íslensku þjóðfélagsmynstri og Íslenskri gestrisni? Að slík meðhöndlun ferðamanna sem réttindalausar skepnur og virðingarleysi fyrir fjölskyldutengslum þeirra samrýmist hagsmunum Íslenskrar ferðaþjónustu?
Meðvinsemd og virðingu,
Alþjóðastofnunin Friður2000 - Peace 2000 Institute
ÁstþórMagnússon - thor@peace2000.org
Framboð7176 til Stjórnlagaþings: www.austurvollur.is
LÍKA á www.facebook.com/lydveldi
Raunveruleg hætta á að evrusvæðið liðist í sundur | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)