Færsluflokkur: Bloggar

Eignir stjórnmálaflokka gerðar upptækar

Þjóðin þarf meira en iðrunarleiksýningar grenjandi kerlinga og spillingarpésa á fundum mútuþægra stjórnmálaflokka. Hér þarf að stokka upp lög og reglur um lýðræðið.

Spilltir stjórnmálamennÚtilokað er að sætta sig við að stjórnmálaöflin séu rekin fyrir mútufé sem borið var á þingmenn og flokka í aðdraganda hrunsins. Rannsóknarskýrslan hefur staðfest að þetta var illa fengið fé, þýfi sem stolið var af þjóðinni.

Heilbrigt lýðræði verður ekki byggt á slíkum grunni spillingar. Best væri fyrir framtíðana að núllstilla fjarmál stjórnmálaflokkanna með því að eignir þeirra verði gerðar upptækar samhliða því að sett verði ný löggjöf um kosningar og fjármál stjórnmálaflokka.

Ég minni á tillögur mínar úr forsetakosningum árið 1996. Þá sagði ég að hættulegt sé lýðræðinu að kosningar fari fram með auglýsingaherferðum eða styrkjum frá atvinnulífinu. Þarna á ég við allar kosningar um opinber embætti. Eðlilegast er að banna slíka fjárstyrki og kaup á framboðsauglýsingum.

Jón Ásgeir fjölmiðlakóngurSetja í staðin fjölmiðlalög með þjóðfélagsskyldum á alla fjölmiðla, ekki síst ljósvakamiðla, að hliðra til í dagskrá fyrir kosningar þannig að sjónarmið allra framboða séu kynnt fyrir þjóðinni á jafnréttisgrundvelli. Slíkar framboðskynningar hefjist með góðum fyrirvara og að sjálfstætt skipuð nefnd eða embætti eins og Umboðsmaður Alþingis sjái um eftirlit með jafnræði í umfjöllun og hafi vald til að loka fjölmiðlum sem brjóta lögin.

Einnig þarf að setja nýjar reglur um ríkisstyrki til stjórnmálaflokka. Ef framboð öðlast löggildingu með nægum fjölda meðmælenda, þá sitji það framboð við sama borð og stjórnmálaflokkar á Alþingi í þeim kosningum. Þetta er mikilvægt til að tryggja jafnræði og nauðsynlega endurnýjun á Alþingi.

Þann 25 maí 1996 birti dagblaðið Tíminn frétt undir fyrirsögninni: "Talaði um heim græðgi, valdapots, svika og pretta". Í greininni sagði m.a. "Ég fæ ekki betur séð en að Íslensku þjóðfélagi sé haldið í heljargreipum einhverra huldumanna". Það var ekki að ástæðulausu að ég kynnti framboð mitt til forseta Íslands undir þessum formerkjum.

Landlægt vandamál:
Allir flokkarnir hafa tekið við styrkjum frá atvinnulífinu, sumir tugmilljónir króna. Eftir ítrekaðar tilraunir til að hringja í formann eins flokksins fórum við á stúfana með videóvél og hljóðnema. Yfirlýsingar og kosningaloforð um að endurgreiða fimmtíu milljóna mútufé voru svikin eftir kosningar!


Flokkadrasl og grenjandi kerlingar

Mér ofbýður að horfa uppá leiksýningar stjórnmálaflokkanna þessa vikuna sem spilað er við þann undirleik að flokksklíkunni er haldið gangandi með stolnum peningum frá glæpagengi milljarðaþjófa. 

Það er enganvegin nægjanleg yfirbót að kerlingar sem migið hafa á sig í ráðherrastól spili út eiginmönnum með barn á armi gegn mótmælendum, eða öldruðum föður úr leikhúsi.  Það er heldur ekki nóg að grenja á flokksfundum.  Miklu meira þarf til að sýna raunverlega iðrun og yfirbót.

Landvættir reiðirÞá gengur það bara alls ekki upp að menn sem hafa stolið hundruðum milljarða gangi lausir og séu enn að vasast með stærstu fyrirtæki landsins. Í fréttum kvöldsins var sagt frá hvernig stór hluti Icesave innistæðna frá útlöndum enduðu hjá Baugi, Kjalar og Exista. Hvað er svona erfitt við að sækja forkólfa þessara fyrirtækja og koma þeim í gæsluvarðhald á meðan málið er rannsakað eins og venja er með svipuð sakamál?

Eins og ég sagði í sjónvarpi fyrir síðustu alþingiskosningar er flokkadraslið á Alþingi ónýtt! Við þurfum að losa þjóðina úr fjötrum ónýtra flokka og stofna nýtt lýðveldi á Íslandi. Beint og milliliðalaust lýðræði er eina raunhæfa lausnin til að losna undan glæpagenginu. 

Allir þingmenn og ráðherrar sem tengdust glæpalýðnum og sem nafngreindir eru í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og sem enn sitja eiga að segja af sér strax! Þá þurfa einnig Vinstri grænir að skoða sína stöðu því með aðgerðaleysi sínu síðastliðin misseri eru þeir að greiða fyrir því að glæpamenn sölsi undir sig stærstu fyrirtæki landsins og greiði fyrir með þýfi sem stolið var af þjóðinni. Þá á hirðfíflið á Bessastöðum einnig að segja af sér án tafar.

Hvenær fær Íslensk þjóð nóg af þessum viðbjóð? - Ég er svo sannarlega búinn að fá nóg og vil að boðað verði til nýrra kosninga. Ég er óhræddur að mæta þessu fólki í sjónvarpssal og benda á nýjar og betri leiðir til að leysa úr vanda þjóðarinnar.

Samkvæmt meðfylgjandi mynd virðast landvættirnir sammála því að þjóðin sé búin að fá nóg!


mbl.is Lýsa yfir stuðningi við Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Opið bréf til ÓRG forseta Íslands: Móðgandi niðurlagsorð þín í viðtali á Skjá1

Ólafur Ragnar Grímsson
Bessastöðum

16. apríl 2010.

Móðgandi niðurlagsorð þín í viðtali á Skjá1

Hr. forseti,

Ég ætla að biðja þig að láta af því að ákveða orð eða athafnir fyrir mína hönd eða annarra hugsanlegra frambjóðenda til embættis forseta Íslands. Einnig krefst ég þess að forsetinn gefi út opinberlega afsökunarbeiðni á ummælum sínum í viðtalsþætti við Sölva á Skjá1 þann 14 apríl s.l.

Í þessu viðtali sagðist þú ekki hafa sagt af þér embætti sökum þess að þú vildir ekki stefna þjóðinni í forsetakosningar og val á nýjum þjóðhöfðingja, þar sem hver sem hann hefði verið hefði örugglega ekki gengið þá götu að ganga gegn ríkisstjórninni í Icesave málinu. Þessi yfirlýsing er ekki við hæfi og í raun móðgun við forsetaframbjóðendur og þjóðina sjálfa.

Ég hef t.d. lýst yfir mjög afdráttarlausum skoðunum um forsetaembættið í ræðu og riti og þar á meðal þeirri skoðun minni að nauðsynlegt sé að virkja þann öryggisventil sem málskotsréttur forseta er með ábyrgum hætti í stórum og mikilvægum málum. Það hefði því ekki vafist fyrir mér að hafna Icesave lögunum staðfestingar. Ég hefði óskað eftir því strax í upphafi þegar fyrri lög um þetta mál bárust forseta Íslands, að þeim yrði vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig hefði ég með minni embættisfærslu á Bessastöðum tryggt mun betri stöðu Íslendinga í þessu mikilvæga máli.

Það hlýtur að teljast óeðlilegt að einstaklingur sem var keyptur, já ég segi og stend við þau orð “keyptur” í embætti forseta Íslands af helstu útrásarvíkingum, og sem hefur verið andlit svikahrappanna gagnvart erlendum þjóðum um árabil, sitji áfram sem þjóðhöfðingi Íslendinga.

Ég minni á að í aðdraganda forsetakosninganna árið 2004, ritaði ég OSCE (Öryggis og Samvinnustofnun Evrópu) á annan tug kvartana yfir því hvernig fjölmiðlar í eigu stuðningsmanna þinna voru misnotaðir til að blekkja þjóðina í aðdraganda kosninga. Eins og þar kemur fram var lýðræðið fótum troðið með grófri misnotkun fjölmiðla eins og þekkist varla nema í einræðisríkjum, til að draga upp af þér ranga og fegraða mynd á meðan mitt framboð og persóna var dregin niður í ræsið af fjölmiðlum í eigu sömu manna.

Ég minni á þá staðreynd að helstu starfsmenn og kosningastjórar þinna forsetaframboða 1996 og 2004 voru jafnframt starfsmenn og eða tengdust mjög náið ofangreindum stuðningsmönnum þínum og fjölmiðlum þeirra.   

Að lokum vil ég minna aftur á erindi mín send til þín sjálfs í aðdraganda forsetakosninganna 2004 að þú hafir misnotað forsetaembættið við synjun fjölmiðlalaga. Þar gekkst þú erinda útrásarvíkinga sem höfðu tangarhald á flestum fjölmiðlum landins og sem voru á þessum tíma notaðir óspart í þína þágu til að tryggja þér “rússneskar” kosningar á Íslandi.

Ég skora á þig að segja af þér án tafar og þvælast ekki lengur fyrir því endurreisnarstarfi sem þarf nú að eiga sér stað hjá Íslensku þjóðinni.

Virðingarfyllst,
Ástþór Magnússon
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bretar spyrja um afsögn Forseta Íslands

Í ummælum um grein í breska blaðinu Guardian í dag, er spurt hvenær Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segi af sér í ljósi þess að Rannsóknarnefnd Alþingis hefur afhjúpað forsetann sem klappstýru glæpagengis útrásarvíkinga og einn helsta gerandann í því að umbreyta aldagömlu lýðræði Íslendinga í skrípræði.

Nýju fötin keisaransÉg tek undir þessi orð. Nú þarf Ólafur Ragnar Grímsson að víkja úr embætti því annar er hætta á að áframhaldandi seta hans á Bessastöðum skaði orðstír Íslands á alþjóðavettvangi. 

Útilokað er fyrir Íslenska þjóð að endurreisa lýðræðið með núverandi forseta eftir þau ummæli Rannsóknarnefndar Alþingis að "Forseti Íslands ber ásamt fleirum siðferðilega ábyrgð á því leikriti sem leikið var í kringum foringja útrásarinnar og fyrirtæki þeirra. Þau reyndust ekki vera í neinu frekar en keisarinn í ævintýri H.C. Andersen".

Einnig þurfa menn nú að líta á aðdraganda þess að Ólafur Ragnar Grímsson var kjörin í embættið, fyrst árið 1996, 2004 og 2008. Fjöldi erinda frá undirrituðum eru til hjá fjölmiðlum, stjórnsýslunni svo og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu um það hvernig fjölmiðlar voru misnotaðir í aðdraganda þeirra kosninga í þágu framboðs Ólafs Ragnars og til að rægja framboð og persónu undirritaðs.  Það liggur nokkuð ljóst fyrir og er í raun staðfest með skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis að Ólafur Ragnar Grímsson og forsetaembættið undir hans stjórn var keypt af þeim aðilum sem réðu helstu fjölmiðlum landsins.

Greinin í Guardian í dag: http://www.guardian.co.uk/commentisfree/2010/apr/13/iceland-truth-committee-report

Ástþór Magnússon


mbl.is Þjóðin í spegli rannsóknarnefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur, þitt aðgerðaleysi gerir þig samsekan!!!!

„Rán var það og rán skal það heita“ - Steingrímur J Sigfússon þú getur sparað stóru orðin ef þú ætlar áfram að sitja á rassgatinu og gera ekkert í málinu.

NÚ SKALTU SETJA HRYÐJUVERKALÖG YFIR ÞESSA MENN STRAX OG Í GÆSLUVARÐHALD MEÐ ÞÁ NÚNA!!!! Á þjóð okkar hefur verið unnið mesta efhahagslega hryðjuverk allra tíma.

Það er nú komin ærin ástæða til að sækja þjófagengið hvar sem það er að finna heima eða erlendis og setja umsvifalaust í gæsluvarðhald. Frysta allar eigur þeirra og gera fyrirtækin þeirra upptæk.

Ég margsagði þetta við þig og þjóðina í aðdraganda síðustu alþingiskosninga en þú gasprar eins og vindhani á þinginu og gerir nákvæmlega EKKERT í því að ná lögum yfir þessa menn.

Segðu af þér og boðaðu til kosninga. Sé það vilji þjóðarinnar í nýjum alþingiskosningum skal ég taka að mér að koma lögum yfir glæpagengið og hreinsa til í þessari spilltu stjórnsýslu hér.

Ástþór Magnússon 

Í viðtali við RÚV stuttu fyrir alþingiskosningarnar 2009:
"ef ég kemst hér til valda, þá fara útrásarvíkingarnir í fangelsi, þeir verða handteknir og settir í gæsluvarðhald og ef lögreglustjórinn gerir það ekki með mig yfir stjórnarráðinu þá verður hann rekinn... strax!"

Flokkadrasl!

http://www.youtube.com/watch?v=sTFufceo2as&feature=related

Ruglubull!

http://www.youtube.com/watch?v=vMYpRKkbJUs&feature=related

Þjóðin ráði - Útrásarvíkingana í fangelsi:
http://www.youtube.com/watch?v=0chaTHbEa00

Peningar frá þjófagenginu í kistum stjórnmálaflokka:
http://www.youtube.com/watch?v=kN5vyKLeYc8

Epli og appelsínur á RÚV:
http://www.youtube.com/watch?v=ORwkC8kqGLM


mbl.is „Rán var það og rán skal það heita“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk stjórnvöld kæri til stríðsglæpadómstóls

Á meðan við leyfum með aðgerðaleysi okkar morðóðum glæpahundum eins og stjórnvöldum Bandaríkjanna að kúga aðrar þjóðir m.a. í Mið Austurlöndum erum við að styðja við heimsmynd ófriðar sem á endanum mun leiða okkur sjálf inní þriðju heimsstyrjöldina.

Stríðsrekstur Bandaríkjanna í Mið Austurlöndum er ein mesta ógnin við framtíð okkar. Þeir kynda undir alþjóðlegri andspyrnu (Bin Laden og fleiri) sem bæði Íslendingum og öðrum vestrænum þjóðum stendur ógn af. 

Sérfræðingar telja það aðeins tímaspursmál hvenær slíkar andspyrnuhreyfingar komast yfir kjarnorkuvopn og yfirgnæfandi líkur að þær muni þá nota slík vopn gegn Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra.

Þessvegna er það nauðsynlegt Íslenskum hagsmunum að segja sig úr öllu hernaðarlega tengdu samstarfi við Bandaríkin, taka upp algerlega hlutlausa stöðu og nota alþjóðlega réttarkerfið til að draga glæpahundana í Washington til ábyrgðar. 

Friður 2000 skorar á Íslenska ráðamenn að leggja fram myndband Wikileaks.org, sem unnið var með aðstoð Íslendinga, ásamt formlegri beiðni stjórnvalda hér um rannsókn til alþjóðlega stríðsglæpadómsdólsins (www.icc-cpi.int) á ólögmætum hernaði Bandaríkjanna í Íraq, enda ógni þetta ástand öryggi alls mannkyns.  

Íslensk stjórnvöld eiga að hundsa þá tilburði Bandaríkjamanna að þeir séu undanþegnir ábyrgð á gjörðum sínum hvað varðar stríðsglæpadómstólinn. Slíka menn á að dæma að þeim fjarstöddum og handtaka síðan hvar sem þeir ferðast utan Bandaríkjanna.

Afhjúpað hvernig saklaust fólk var murkað niður úr herþyrlu án nokkurs tilefnis:

Myndbandið á vef Wikileaks

Sjáið hér lygaþvæluna sem Bandríkjamenn gáfu út um atburðinn, lugu því m.a. að þeir hafi sjálfir sætt skotárás frá þessu fólki. Ofangreint myndband afhjúpar lygarnar:
Tilkynning Bandaríkjahers um atvikið á sínum tíma


mbl.is Bandaríski herinn tjáir sig um myndbandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undanskot eigna DV - Kæra til Efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra

Fréttavefurinn DV.is hefur í dag tilkynnt um að útgáfa blaðsins DV og vefsins dv.is hafi verið fært úr Birtingur ehf og að kauperðið sé trúnaðarmál.

Þeim sem þekkja til þessa máls má vera ljóst að hér er um gróft undanskot eigna að ræða.

Birtingur ehf er gjaldþrota eignarlaust félag eins og fram kom í kæru undirritaðs til Ríkislögreglustjóra þann 15 febrúar s.l. Þar kom einnig fram að útgáfa DV hefur margsinnis áður verið færð með svipuðum hætti úr félögum sem síðan hafa verið sett í þrot og kröfuhafar skildir eftir með sárt ennið.

Undirritaður hefur verið með í undirbúningi stefnu á hendur útgefendum DV vegna margvíslegra ærumeiðinga sem blaðið og vefurinn dv.is hafa birt um undirritaðann á undanförnum misserum. Um er að ræða á annan tug ærumeiðinga, m.a. gersamlega tilhæfulausan áburð um að undirritaður hafi falsað nöfn frambjóðenda á framboðslista í tengslum við síðustu alþingiskosningar. Þetta athæfi DV var kært til Lögreglustjórans í Reykjavík þann 23 apríl s.l. og 14 nóvember s.l. og þess óskað að þessi grófa ærumeiðing og alvarlegi áburður um skjalafals yrði rannsakað af lögreglunni. Í tilkynningu um svokallaða „nýja eigendur“ DV kemur fram að Lilja Skaftadóttir fyrrum frambjóðandi Borgarahreyfingarinnar og stjórnarmaður flokksins í ofangreindum kosningum sé stærsti hluthafinn. Þetta gefur enn frekari ástæðu til þess að lögreglan rannsaki hvað lág að baki ofangreindri umfjöllun DV sem augljóslega var til þess gerð að hafa áhrif á kosningarnar með ólögmætum hætti og grafa undan framboði Lýðræðishreyfingarinnar.

Undirrituðum er kunnugt um að aðrir sem hafa dæmdar miskabætur vegna ærumeiðinga DV hafa verið í vandræðum með að innheimta bæturnar frá útgefanda DV. Nú er ljóst að verið er að endurtaka kennitöluflakkið enn eina ferðina til þess eins að komast hjá því að taka ábyrgð á útgáfunni enda hefur DV fengið á sig slíka dóma nánast í hverjum mánuði undanfarin ár. Sumir lögfræðingar eru farnir að vísa til aðstandenda DV sem „Síbrotamenn á sviði ærumeiðinga“.

Þess er krafist að Lögreglan grípi tafarlaust til aðgerða til að koma í veg fyrir enn eitt undanskotið á eignum DV. Útilokað er að sætta sig við að fjölmiðill hafi lífsviðurværi af ærumeiðingum og skjóti sér síðan undan ábyrgð með reglubundnu kennitöluflakki.

Virðingarfyllst,
Ástþór Magnússon

Ofangreint erindi sent til:

Ríkislögreglustjórinn – Efnahagsbrotadeild
Skúlagata 21, 101 Reykjavík. Símbréf: 4442501
28. mars 2010.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hreinn Loftsson að missa lögmannsréttindin?

Sú saga gengur um á sumum fjölmiðlanna að vegna yfirvofandi gjaldþrots DV leiti Hrein Loftsson nú dyrum og dyngjum að kaupendum á DV því annars sé líklegt að hann fari í persónulegt gjaldþrot og missi lögmannsréttindin.

Minni á greinar sem ég skrifaði nýlega um gjaldþrota DV, kæru til Ríkislögreglustjóra vegna fjármálamisferlis DV og hvernig þetta sukk er fjármagnað með innistæðum almennings af Sparisjóði Siglufjarðar:

 


Steingrímur, ekki skjóta okkur í fótinn!

Þjóðin hefur talað. Þú hefur misst trúveðugleikann og umboð þjóðarinnar.

Það væru glannaleg afglöp ef þú heldur áfram. Það mun kosta okkur milljarða ef þið Jóhanna víkið ekki til hliðar.

Ekki rústa þeim möguleikum þjóðarinnar að henda lélegri stöðu og samningsdrögum út af borðinu og byrja uppá nýtt.

Nú þarf að skipta um fólk í brúnni. Færa samningaviðræður á byrjunarreit. Það verður aðeins gert eftir nýja alþingiskosningar undir sterkri ríkisstjórn með endurnýjað umboð þjóðarinnar.


mbl.is „Vorum nálægt samkomulagi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múgsefjun í kjörklefa vandamálið

Áhugaverð ummæli ummæli eru höfð eftir utanríkisráðherra Noregs um ástandið á Íslandi.

Það er áhyggjuefni hvernig eðlileg framganga lýðræðis er hindruð á Íslandi með múgsefjun, flokkadýrkun og misnotkun fjölmiðla. 

„Íslendingar hafa í hverjum kosningunum á fætur öðrum frá árinu 1991 kosið stjórnmálastefnu sem hefur leitt til þess að landið er nú í þessari stöðu. Ég viðurkenni, að Íslendingar sáu þetta ekki allir fyrir en í lýðræði ber fólkið sjálft ábyrgð á þeirri stjórnmálastefnu sem það kýs. Ég vil ekki að norskir skattgreiðendur verði látnir borga þennan brúsa..." segir Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs.

Beint og milliliðalaust lýðræði myndi á svipstundu hreinsa út spillingu á Alþingi og grafa undan ægisvaldi fjórflokkanna. Fólkið í landinu færi þá sjálft með völdin og fýlugjarnir stjórnmálamenn gætu setið heima án þess að það hefði veruleg áhrif á vegsæld þjóðarinnar.

Ég minni á stefnuskrá Lýðræðishreyfingarinnar sem bauð þér frelsi undan oki fjórflokkanna:

Þitt atkvæði á þing!

 

Lýðræðishreyfingin veitir þér frelsi:


  • Þú færð atkvæðisrétt á Alþingi: Þú getur tekið þátt í öllum meiriháttar ákvörðunum Alþingis í gegnum rafrænt Almannaþing óskir þú þess. Láttu ekki blekkja þig til að afsala fullveldi þínu næstu fjögur árin til flokkseigendafélaga og mútuþægra stjórnmálamanna.
  • Sækjum þýfið sem útrásarvíkingarnir stálu af þjóðinni: Við viljum nota öll tiltæk lög m.a. hryðjuverkalög eins og bretar gerðu gegn Landsbankanum, til að gera útrásarvíkingana óstarfhæfa hvar sem er í heiminum og fá þá framselda hingað til lands. Þetta viljum við gera strax því þá byrja ormagryfjurnar þeirra að opnast fyrir alvöru. Við viljum síðan sækja þá fleiri hundruð milljarða sem þeir stálu af þjóðinni. 
  • Markaðssetjum Ísland sem land tækifæranna: Við viljum setja upp markaðsskrifstofu með 200 manna vandlega völdu fólki úr atvinnuleysisskránni til að markaðssetja Ísland um allan heim og laða hingað til lands víðtæka erlenda starfsemi sem skapar störf og gjaldeyristekjur.
  • Jöklabréfin sem fjárfestingasjóður: Við viljum umbreyta jöklabréfunum í innlendan fjárfestingasjóð atvinnulífsins til að minnka þrýstingin á krónuna og fá erlendu fjárfestana með í uppbyggingingarstarfið.
  • Hagræðing án skattahækkana: Við viljum hagræða í stjórnsýslunni til sparnaðar um leið og atvinna og tekjur eru auknar með nýrri atvinnustarfsemi. Við viljum ekki skattleggja venjuleg heimili sem nú þegar berjast í bökkum.
  • Endurbyggjum bankakerfið með erlendri þátttöku: Við viljum fá hingað til lands færustu hagfræðinga heims eins og George Soros til aðstoðar við endurskipulagningu hagkerfisins og tengja fjármálastofnanir okkar við erlenda fjármálamakraði. Þannig komum við í veg fyrir annað bankahrun.
 
mbl.is Ekki frekari lán til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband