Færsluflokkur: Bloggar

Íslensk stjórnvöld kæri til stríðsglæpadómstóls

Á meðan við leyfum með aðgerðaleysi okkar morðóðum glæpahundum eins og stjórnvöldum Bandaríkjanna að kúga aðrar þjóðir m.a. í Mið Austurlöndum erum við að styðja við heimsmynd ófriðar sem á endanum mun leiða okkur sjálf inní þriðju heimsstyrjöldina.

Stríðsrekstur Bandaríkjanna í Mið Austurlöndum er ein mesta ógnin við framtíð okkar. Þeir kynda undir alþjóðlegri andspyrnu (Bin Laden og fleiri) sem bæði Íslendingum og öðrum vestrænum þjóðum stendur ógn af. 

Sérfræðingar telja það aðeins tímaspursmál hvenær slíkar andspyrnuhreyfingar komast yfir kjarnorkuvopn og yfirgnæfandi líkur að þær muni þá nota slík vopn gegn Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra.

Þessvegna er það nauðsynlegt Íslenskum hagsmunum að segja sig úr öllu hernaðarlega tengdu samstarfi við Bandaríkin, taka upp algerlega hlutlausa stöðu og nota alþjóðlega réttarkerfið til að draga glæpahundana í Washington til ábyrgðar. 

Friður 2000 skorar á Íslenska ráðamenn að leggja fram myndband Wikileaks.org, sem unnið var með aðstoð Íslendinga, ásamt formlegri beiðni stjórnvalda hér um rannsókn til alþjóðlega stríðsglæpadómsdólsins (www.icc-cpi.int) á ólögmætum hernaði Bandaríkjanna í Íraq, enda ógni þetta ástand öryggi alls mannkyns.  

Íslensk stjórnvöld eiga að hundsa þá tilburði Bandaríkjamanna að þeir séu undanþegnir ábyrgð á gjörðum sínum hvað varðar stríðsglæpadómstólinn. Slíka menn á að dæma að þeim fjarstöddum og handtaka síðan hvar sem þeir ferðast utan Bandaríkjanna.

Afhjúpað hvernig saklaust fólk var murkað niður úr herþyrlu án nokkurs tilefnis:

Myndbandið á vef Wikileaks

Sjáið hér lygaþvæluna sem Bandríkjamenn gáfu út um atburðinn, lugu því m.a. að þeir hafi sjálfir sætt skotárás frá þessu fólki. Ofangreint myndband afhjúpar lygarnar:
Tilkynning Bandaríkjahers um atvikið á sínum tíma


mbl.is Bandaríski herinn tjáir sig um myndbandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undanskot eigna DV - Kæra til Efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra

Fréttavefurinn DV.is hefur í dag tilkynnt um að útgáfa blaðsins DV og vefsins dv.is hafi verið fært úr Birtingur ehf og að kauperðið sé trúnaðarmál.

Þeim sem þekkja til þessa máls má vera ljóst að hér er um gróft undanskot eigna að ræða.

Birtingur ehf er gjaldþrota eignarlaust félag eins og fram kom í kæru undirritaðs til Ríkislögreglustjóra þann 15 febrúar s.l. Þar kom einnig fram að útgáfa DV hefur margsinnis áður verið færð með svipuðum hætti úr félögum sem síðan hafa verið sett í þrot og kröfuhafar skildir eftir með sárt ennið.

Undirritaður hefur verið með í undirbúningi stefnu á hendur útgefendum DV vegna margvíslegra ærumeiðinga sem blaðið og vefurinn dv.is hafa birt um undirritaðann á undanförnum misserum. Um er að ræða á annan tug ærumeiðinga, m.a. gersamlega tilhæfulausan áburð um að undirritaður hafi falsað nöfn frambjóðenda á framboðslista í tengslum við síðustu alþingiskosningar. Þetta athæfi DV var kært til Lögreglustjórans í Reykjavík þann 23 apríl s.l. og 14 nóvember s.l. og þess óskað að þessi grófa ærumeiðing og alvarlegi áburður um skjalafals yrði rannsakað af lögreglunni. Í tilkynningu um svokallaða „nýja eigendur“ DV kemur fram að Lilja Skaftadóttir fyrrum frambjóðandi Borgarahreyfingarinnar og stjórnarmaður flokksins í ofangreindum kosningum sé stærsti hluthafinn. Þetta gefur enn frekari ástæðu til þess að lögreglan rannsaki hvað lág að baki ofangreindri umfjöllun DV sem augljóslega var til þess gerð að hafa áhrif á kosningarnar með ólögmætum hætti og grafa undan framboði Lýðræðishreyfingarinnar.

Undirrituðum er kunnugt um að aðrir sem hafa dæmdar miskabætur vegna ærumeiðinga DV hafa verið í vandræðum með að innheimta bæturnar frá útgefanda DV. Nú er ljóst að verið er að endurtaka kennitöluflakkið enn eina ferðina til þess eins að komast hjá því að taka ábyrgð á útgáfunni enda hefur DV fengið á sig slíka dóma nánast í hverjum mánuði undanfarin ár. Sumir lögfræðingar eru farnir að vísa til aðstandenda DV sem „Síbrotamenn á sviði ærumeiðinga“.

Þess er krafist að Lögreglan grípi tafarlaust til aðgerða til að koma í veg fyrir enn eitt undanskotið á eignum DV. Útilokað er að sætta sig við að fjölmiðill hafi lífsviðurværi af ærumeiðingum og skjóti sér síðan undan ábyrgð með reglubundnu kennitöluflakki.

Virðingarfyllst,
Ástþór Magnússon

Ofangreint erindi sent til:

Ríkislögreglustjórinn – Efnahagsbrotadeild
Skúlagata 21, 101 Reykjavík. Símbréf: 4442501
28. mars 2010.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hreinn Loftsson að missa lögmannsréttindin?

Sú saga gengur um á sumum fjölmiðlanna að vegna yfirvofandi gjaldþrots DV leiti Hrein Loftsson nú dyrum og dyngjum að kaupendum á DV því annars sé líklegt að hann fari í persónulegt gjaldþrot og missi lögmannsréttindin.

Minni á greinar sem ég skrifaði nýlega um gjaldþrota DV, kæru til Ríkislögreglustjóra vegna fjármálamisferlis DV og hvernig þetta sukk er fjármagnað með innistæðum almennings af Sparisjóði Siglufjarðar:

 


Steingrímur, ekki skjóta okkur í fótinn!

Þjóðin hefur talað. Þú hefur misst trúveðugleikann og umboð þjóðarinnar.

Það væru glannaleg afglöp ef þú heldur áfram. Það mun kosta okkur milljarða ef þið Jóhanna víkið ekki til hliðar.

Ekki rústa þeim möguleikum þjóðarinnar að henda lélegri stöðu og samningsdrögum út af borðinu og byrja uppá nýtt.

Nú þarf að skipta um fólk í brúnni. Færa samningaviðræður á byrjunarreit. Það verður aðeins gert eftir nýja alþingiskosningar undir sterkri ríkisstjórn með endurnýjað umboð þjóðarinnar.


mbl.is „Vorum nálægt samkomulagi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múgsefjun í kjörklefa vandamálið

Áhugaverð ummæli ummæli eru höfð eftir utanríkisráðherra Noregs um ástandið á Íslandi.

Það er áhyggjuefni hvernig eðlileg framganga lýðræðis er hindruð á Íslandi með múgsefjun, flokkadýrkun og misnotkun fjölmiðla. 

„Íslendingar hafa í hverjum kosningunum á fætur öðrum frá árinu 1991 kosið stjórnmálastefnu sem hefur leitt til þess að landið er nú í þessari stöðu. Ég viðurkenni, að Íslendingar sáu þetta ekki allir fyrir en í lýðræði ber fólkið sjálft ábyrgð á þeirri stjórnmálastefnu sem það kýs. Ég vil ekki að norskir skattgreiðendur verði látnir borga þennan brúsa..." segir Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs.

Beint og milliliðalaust lýðræði myndi á svipstundu hreinsa út spillingu á Alþingi og grafa undan ægisvaldi fjórflokkanna. Fólkið í landinu færi þá sjálft með völdin og fýlugjarnir stjórnmálamenn gætu setið heima án þess að það hefði veruleg áhrif á vegsæld þjóðarinnar.

Ég minni á stefnuskrá Lýðræðishreyfingarinnar sem bauð þér frelsi undan oki fjórflokkanna:

Þitt atkvæði á þing!

 

Lýðræðishreyfingin veitir þér frelsi:


  • Þú færð atkvæðisrétt á Alþingi: Þú getur tekið þátt í öllum meiriháttar ákvörðunum Alþingis í gegnum rafrænt Almannaþing óskir þú þess. Láttu ekki blekkja þig til að afsala fullveldi þínu næstu fjögur árin til flokkseigendafélaga og mútuþægra stjórnmálamanna.
  • Sækjum þýfið sem útrásarvíkingarnir stálu af þjóðinni: Við viljum nota öll tiltæk lög m.a. hryðjuverkalög eins og bretar gerðu gegn Landsbankanum, til að gera útrásarvíkingana óstarfhæfa hvar sem er í heiminum og fá þá framselda hingað til lands. Þetta viljum við gera strax því þá byrja ormagryfjurnar þeirra að opnast fyrir alvöru. Við viljum síðan sækja þá fleiri hundruð milljarða sem þeir stálu af þjóðinni. 
  • Markaðssetjum Ísland sem land tækifæranna: Við viljum setja upp markaðsskrifstofu með 200 manna vandlega völdu fólki úr atvinnuleysisskránni til að markaðssetja Ísland um allan heim og laða hingað til lands víðtæka erlenda starfsemi sem skapar störf og gjaldeyristekjur.
  • Jöklabréfin sem fjárfestingasjóður: Við viljum umbreyta jöklabréfunum í innlendan fjárfestingasjóð atvinnulífsins til að minnka þrýstingin á krónuna og fá erlendu fjárfestana með í uppbyggingingarstarfið.
  • Hagræðing án skattahækkana: Við viljum hagræða í stjórnsýslunni til sparnaðar um leið og atvinna og tekjur eru auknar með nýrri atvinnustarfsemi. Við viljum ekki skattleggja venjuleg heimili sem nú þegar berjast í bökkum.
  • Endurbyggjum bankakerfið með erlendri þátttöku: Við viljum fá hingað til lands færustu hagfræðinga heims eins og George Soros til aðstoðar við endurskipulagningu hagkerfisins og tengja fjármálastofnanir okkar við erlenda fjármálamakraði. Þannig komum við í veg fyrir annað bankahrun.
 
mbl.is Ekki frekari lán til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur og Jóhanna - Afsögn strax!

Það er landráð ef þið sitjið áfram eftir þjóðaratkvæði dagsins. Slíkt myndi valda þjóðinni stórkostlegum skaða, grafa undan trúverðugleika og þvælast fyrir nýjum og betri samningi.

Fyrirrennarar ykkar þau Geir og Ingibjörg Sólrún voru eins og olía á þann eld sem brenndi upp hundruði milljarða í misheppnuðum "björgunarleiðangri". Það væri skelfilegt ef slík ráðherramistök yrðu nú endurtekin.

Nú þarf að skipta um í brúnni eins og þú segir oft Steingrímur. Ný andlit, nýtt fólk, nýjar hugmyndir. Hvorki aðilar í ríkisstjórn né stjórnarandstöðu eiga að koma nálægt nýju Icesave samningaferli.

Ef eitthvað af viti á að koma út úr þessum samningum þarf að byrja algerlega uppá nýtt með hreint borð. Nýjar Alþingiskosningar og síðan sterka ríkisstjórn með afdrifarlaust umboð frá þjóðinni. Ekkert minna dugar!

Sjá einnig:

Lítisvirða þjóðina


mbl.is Nær allir segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítisvirða þjóðina

Ég skora á hvern heilvita Íslending að hafna Icesave og styrkja þannig samningstöðu okkar.

Jóhanna og Steingrímur Ráðherraparið Jóhanna og Steingrímur hafa með einstaklega klunnalegum hætti snúið Icesave atkvæðagreiðslunni uppí kosningar um ríkisstjórnina.

Þau sýna þjóð sinni eindæma fyrirlitningu með yfirlýsingum um að þjóðaratkvæðagreiðsla, sem þau sjálf settu lög um á Alþingi, sé marklaus og þau ætli að sitja heima á kjördag.

Yfirlýsingar þeirra eru ekki við hæfi af vestrænum leiðtogum sem kjörnir voru fyrir fáeinum mánuðum undir eigin yfirlýsingum um aukið og beinna lýðræði.

Með yfirlýsingum sínum um að atkvæðagreiðslan sé markleysa og þau ætli þessvegna að sitja heima, eru þau Jóhanna og Steingrímur að lýsa því yfir við þjóðina að þau séu ekki starfi sínu vaxin.

Þau eru að hafa þjóðina að fíflum með því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu sem þau sjálf mæta ekki til. Þau lítisvirða stjórnarskrá lýðveldisins og gera skrípaleik úr þeim sjálfsagða rétt fólksins í landinu að leita til forseta síns um að skjóta málum til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Óbreyttur þingmaður sagði í nýlegu útvarpsviðtali að 5% þjóðarinnar væru fávitar. Jóhanna og Steingrímur virðast taka undir þetta með framkomu sinni. Þótt parið segi það ekki berum orðum virðast þau telja að meirihluti þjóðarinnar séu fávitar.

Ljóst er að Jóhanna og Steingrímur hafa nú búið þannig um hnútana að ríkisstjórnin er fallin hafni þjóðin Icesave málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Útilokað er að þau sitji áfram við þær aðstæður og það myndi stórskaða hagsmuni þjóðarinnar. Trúverðugleikinn yrði nákvæmlega enginn.

Hafni þjóðin Icesave þarf að koma til nýtt fólk til að leiða samningaferlið. Senda skýr skilaboð undir nýju umboði frá þjóðinni að Íslendingar hafni lögum og samningsdrögum þessarar ríkisstjórnar og nú þurfi að semja algerlega uppá nýtt.

Þjóðinni væri einnig misboðið sé reynt að sjóða saman nýja ríkisstjórn úr stjórnarandstöðunni hvortsem slíkt yrði með eða án annars stjórnarflokkanna. Vona að flokkarnir ali ekki hugmyndir um slíka nauðgun á lýðræðinu.

Til að komast hjá stjórnarkreppu er ekkert annað í stöðunni en nýjar Alþingiskosningar sem eðlilegast væri að slá saman með sveitastjórnarkosningum þann 29. maí n.k.

Ég skora á hvern heilvita Íslending að hafna Icesave og styrkja þannig samningstöðu okkar.
mbl.is Jóhanna ætlar ekki á kjörstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigga liggur kylliflöt fyrir Jón Ásgeir og vill enga krítík!

Sigga Lund útvarpskona"Framreiðum léttmeti og gamanefni" segir einn starfsmanna Jóns Ásgeir Jóhannessonar hjá 365 miðlum, sem hefur umsjón með því sem þau segja vera "vinsælasti morgunþáttur landsins".

Sigga Lund Hermannsdóttir er einn umsjónarmanna Zúúber á FM957. "Það eru allir orðnir hundleiðir á krepputali" sagði Sigga í viðtali við visir.is en þessari ágætu konu dreymir um að "fara í kynfræðinginn" samkvæmt öðru viðtali í DV. "Sigga er óhrædd að segja skoðanir sína, þvert á þá Gassa og Svala" segir í sama viðtali.

Mér þætti gaman að vita um skoðanir Siggu. Eitt er víst að hún vill ekki heyra minnst á neina krítík á yfirmann sinn Jón Ásgeir Jóhannesson. Fyrir honum liggur Sigga kynfræðingur kylliflöt.

Ég hef einstaka sinnum sent starfsfólki fjölmiðla, þeim sem starfa á fréttastofum og í dagskrárgerð, netpóst þegar mér hefur fundist eitthvað eiga erindi til þeirra. Ég viðurkenni alveg að ég slæ ekki öllu uppí grín eins og Sigga, ég geri ekki grín að því hvernig Jón Ásgeir "eigandi" Siggu mergsaug sjóði landsmanna og kom landinu á hausinn. Mér finnst það heldur ekkert fyndið hvernig hann heldur úti fjölmiðlum eins og DV um gjaldþrota fyrirtækja pýramída kórónað með Hreinum lepp.

Jón Ásgeir TöframaðurEn Sigga blessunin lifir í öðrum heimi en við flest hin sem þurfum að súpa seyðið af fjárglæfrum eigenda hennar sem fluttu fjölmiðlana úr gjaldþrota Baugi eins og hendi væri veifað með ótrúlega snjöllum fjármálatöfrabrögðum. Sigga hrærist á milli fjölmiðla eigendanna og reynir þar að slá á léttari strengi til að fá landsmenn til að gleyma syndum feðranna. Helst þannig að það gleymist að lögsækja þessa menn og sækja þýfið sem þeir stálu af þjóðinni.

Sigga hafði samband í dag eftir að ég sendi ádeilu á hana um fjölmiðlana sem hún starfar fyrir:
"Geturðu tekið mig út af þessum mail lista...
Vil ekki frá frekari sendingar frá þér.!" 


Sigga og hennar samstarfsmenn eru nú ekki vanir að spyrja mig þegar þeir bera gróusögur um mig á torg í útsendingum sínum og sorpritum. Þeim er víst eitthvað illa við að ég hafi skoðanir á fjárglæfrum eigenda þeirra.

Nú skora ég bara á lesendur að senda siggu línu: sigga.lund@365.is

p.s. Mér skilst að enginn Haugsmiðlanna hafi fjallað um hvernig Jóhannes Jónsson kokkaði bókhaldið nú eftir hrun til að senda eignarhald á 200 milljón króna lúxus villu úr landi í erlendan sjóð sem engir kröfuhafar geta gengið að.  Ætli Sigga hafi skoðun á þessu?
Ritstjóri DV lúffaði aftur fyrir töframönnum auðvaldsins. Lýgur að lesendum!


Laumuhluthafar úr spilltasta greni landsins

owen-arthur-switzerland-bank_761259.jpgÞegar ég vakti athygli á því fyrir rúmum tíu árum að Framsóknarflokkurinn væri spilltasta greni landsins var ég nánast ofsóttur fyrir og kallaður öllum illum nöfnum.

Hvernig Finnur Ingólfsson fyrrverandi ráðherra og Ólafur Ólafsson í Samskip (búktalari Framsóknarflokksins) stálu Búnaðarbankanum af þjóðinni með lygasögu um erlendan banka sem kjölfestufjárfesti og síðan breyttu í eina stærstu Ponzí svikamyllu í mannkynssögunni, nálgast líklegast heimsmetið í fjársvikum.

Finnur Ingólfsson komst til áhrifa í Framsóknarflokknum með smölun inná lítinn félagsfund hjá flokknum. Lýðræði er með þeim hætti innan Framsóknarflokksins að atkvæðin sem komu honum til valda voru fáeinir tugir. Finnur misnotaði síðan áhrif sín í stjórnmálum til að breyta lögum og reglum og greiða fyrir því að geta sölsað undir sig góð fyrirtæki í ríkiseigu.

Þjóðin hefur tapað fleiri hundruð milljörðum á óheiðarleika Finns Ingólfssonar og helstu samstarfsmanna hans Ólafs Ólafssonar og Þórólfs Gíslasonar. Þessir menn notuðu Framsóknarflokkinn með ósvífnum hætti til að ryksuga meðal annars fjárhislur Búnaðarbankans og eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga.

ÞjófurNú er talað um að afskrifa nær fjóra milljarða vegna einkafélags Finns Ingólfssonar. Hann er stikkfrí frá allri ábyrgð á að skila þýfinu því Finnur naut sérkjara Framsóknarmanna, hafði "license to steal" frá ríkisstjórn Íslands og þurfti ekki einu sinni að ábekjast víxilinn þegar hann gekk með peningana úr bankanum.

Hver verður framhaldið? Mun það komast upp eftir einhver mánuði eða ár þegar Framsóknarklærnar ná aftur hreðjartökum á þjóðfélaginu, að bankaræningjarnir Finnur og Ólafur lifa góðu lífi sem laumuhluthafar Arion banka í gegnum erlenda vogunarsjóði?

Hversvegna þessum mönnum er ekki stungið í fangelsi og illa fengnar eignir þeirra gerðar upptækar er mér algerlega óskiljanlegt.  Á meðan þjóðin velur sömu spillingaröflin til að stjórna landinu gerist náttúrlega lítið af viti.

Milljarða skuld Finns líklega afskrifuð


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt verulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ritstjóri DV lúffaði aftur fyrir töframönnum auðvaldsins. Lýgur að lesendum!

Sorpritstjórinn sem lúffaði

DV þegir um gjörninginn og í Sandkorni er reynt að slá ryki í augu almennings

Drottningarviðtal DV við einn huldumanninn bakvið gjaldþrota fyrirtækjapýramídann sem rekur sorpritið féll heldur betur um sjálft sig í dag þegar Morgunblaðið birti umfjöllun um hvernig Jóhannes í Bónus færði tvö hundruð milljóna króna fasteign með bókhalds töfrabrögðum úr landi í öruggt skjól undan kröfuhöfum Baugs.

DV hefur þagað um þennan gjörning enda vill Jóhannes ekkert ræða um þetta mál og auðvitað eins og háttur er með slík drottningarviðtöl fékk hann textann til yfirlestrar áður en sorpritið bar yfirklórið á torg.

DV þagði einnig í morgun um töfrabrögð Jóhannesar. Það var ekki fyrr en tæplega eitt hundrað manns höfðu lýst hneykslan á vefnum eyjan.is að eitthvað heyrðist í DV og þá með Sandkorni undir fyrirsögninni "JÓI Í BÓNUS ER NÁGRANNI TIGER WOODS".

í Sandkorni DV er reynt að slá ryki í augu almennings og sagt að blaðið hafi sagt ítarlega frá þessu í forsíðu umfjöllun í júní 2009. Þetta er hinsvegar helber lýgi ef marka má vef DV því þar ekki minnst einu orði á það hvernig Jóhannes kom þessari fasteign undan kröfuhöfum.

Eina greinin sem finnst á vef DV frá júní 2009 þar sem minnst er á fasteign Jóhannesar í Flórída er undir fyrirsögninni: "EGGERT Á FIMM HÚS Á FLÓRÍDA". DV telur síðan upp fleiri manns, þar á meðal Í SMÁU LETRI INNÍ GREININNI nefndan Jóhannes í Bónus, sem eigi fasteignir á Flórída. Nú eiga margir Íslendingar auðvitað fasteignir á Flórída og annarsstaðar erlendis en fæstir þeirra sitja í 200 milljóna króna villu sem send var úr landi og stungið undan kröfuhöfum með bókhaldstöfrabrögðum.

Þessir menn ættu kannski að fá einhverskonar Eddu verðlaun fyrir töfralistir sínar. Þeir kunna að flytja fleira en faasteignir, þeir fluttu sjálft útgáfufélag DV undan kröfuhöfum, en það félag virðist hreinlega hafa horfið úr bókum Baugs einnig með bókhaldstöfrabrögðum.

Nú er DV rekið af þremur gjaldþrota hlutafélögum sem öllum er haldið uppi með bókhaldsbrellum, uppáskrifað af hinu þekkta alþjóðlega endurskoðendafyrirtæki Deloitte og sukkið er fjármagnað af Sparisjóði Siglufjarðar með innistæðum grandvaralausra Siglfirðinga. Þessi banki er í eigu Afl sparisjóðs sem er svo í eigu Arion banka sem var endurbyggður eftir hundruð milljarða framlög ríkissjóðs til borga innistæðueigendum til baka eftir að Bónus menn og fleiri ryksuguðu bankann. Verður Sparisjóður Siglufjarðar næstur?

Sjá meira hér:

Gjaldþrota DV fjármagnað af Sparisjóð Siglufjarðar

Blaðamannafélag Íslands styður mannorðsmorðingja

DV gjaldþrota


mbl.is Setti hús í bandarískt félag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband