Spegill skrípræðis. Furðulegur kosningavefur ríkisfjölmiðils

RÚV Spegill skrípræðisNú sjáum við Íslenska útgáfu af því þegar pólitískar fjölmiðlatíkur reyna að hagræða úrslitum kosninga.

Arnar Páll Hauksson vaktari á fréttastofu Ríkisútvarpsins er slíkur fjölmiðlagosi sem komst í embætti með pólitískri ráðningu og nú pólitískt illgresi innan RÚV. 

Það kom fram í viðtali sem ég átti við nefndan Arnar Pál í skúmaskoti við andyri útvarpshússins við Efstaleiti að þessi pólitíska fréttatík vill ekkert með Lýðræðishreyfinguna hafa og reynir að útiloka okkur frá dagskrá RÚV með öllum tiltækum ráðum.

Úr þessu bræðingi er nú kominn í loftið "sovíet rússneskur" fjölmiðill á Íslandi með kosningavef RÚV þar sem Arnar Páll virðist ráða ríkjum enda er þess gætt að minnast ekki á Lýðræðishreyfinguna og veita engar tengingar yfir á vef hreyfingarinnar.  Hamast er við að flytja "fréttir" af fölsum skoðanakönnunum þar sem aðeins sum framboð eru tekin með í spurningum sem sendar eru út og aðeins unnið úr rúmum helming svaranna. Þannig næst fram áróður RÚV að fjórflokkarnir séu að halda völdum í landinu.

Kíkið á myndina hér með. Þar undir fyrsögninni "Kosningaumfjöllun RÚV" má sjá linka á öll framboð nema www.xp.is Lýðræðishreyfinguna. Meira segja framboði sem hefur dregið sig til baka er hampað þarna og í Silfri Egils undanfarna sunnudaga á meðan Lýðræðishreyfingin fær ekki að kynna sín stefnumál fyrir þjóðinni með sómasamlegum hætti og til jafns við aðra.

Undir fyrirsögninni "Leiðtogaviðtöl Morgunvaktarinnar" er heldur ekkert að finna um Lýðræðishreyfinguna enda hefur okkur ekki verið veittur aðgangur að þessari dagskrá RÚV.

Ég komst í leiðtogaþátt sjónvarpsins í kvöld eftir að hafa barist fyrir því með kjafti og klóm undanfarna daga. Eftir að kæra upphaflegu áætlun RÚV um aðgang til Útvarpsréttarnefndar og ÖSE voru gerðar tilslakanir sem gerðu nýjum framboðum mögulegt að gerast þátttakendur birtu lista í einu kjördæmi.

Þegar listinn var lagður fram tóku starfsmenn RÚV það upp hjá sjálfum sér að hringja í frambjóðendur á listanum án þess að biðja um símanúmerin, og komu til baka með þau skilaboð að sumir könnuðust ekkert við að vera í framboði. Lögfræðing þurfti til að fá RÚV til að upplýsa hverjir hefðu haldið slíku fram. Þá kom í ljós að þeir voru annaðhvort uppi með ósannindi eða höfðu hringt í eitthvert allt annað fólk en var á listanum okkar.  Aðrir frambjóðendur sögðu starfsmenn RÚV hafa reynt að tala þá af því að vera á framboðslistanum.

Þessar uppákomur hjá RÚV verða sífellt skrautlegri, enda þegar pólitískar ofsóknir og nornaveiðar verða fagmennskunni ofar hjá fjölmiðlum verður árangurinn spegill skrípræðis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Gústafsson

Alltaf jafn undrandi á því að þú sért að bjóða þig fram í alls kyns mál, því ég man eftir þér úr Verzló.

Bara rosalega hissa á þér gegnum ofboðslega mörg ár.

Friður  er ,,hugsjón" og virðist þér algjörlega framandi. það er lífsstíll, eitthvað sem er ekki upplifað gegnum neikvæðni þess að fá ekki viðurkenningu, heldur þess að að upplifa samhygð og innra sjálf.

Það þarf helling af sannfæringu frá þér til mín að segja mér að þú hafir breyst, frá því sem þú framkvæmdir er við vorum í Verzló.

Kveðja að vestan.  

Gústaf Gústafsson, 4.4.2009 kl. 00:47

2 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Ég hef ekki boðið mig fram í "alls kyns mál". Þetta er sama hugsjónin, sama málið og ég var með í upphaflegu kosningabaráttunni árið 1996.

Svo er annað að ég er ekki kominn enn á neinn lista sjálfur og ekkert víst að ég verði á neinum lista þótt ég sé að vinna að því að Lýðræðishreyfingin fái menn/konur á þing.

Þú ættir kannski að spá í að fara á listann í þínu kjördæmi. Allavega er feiknalegur stuðningu í grasrótinni, annar hver maður sem við leitum til skrifar undir stuðningslista við framboðið.

Ástþór Magnússon Wium, 4.4.2009 kl. 00:55

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já þetta er alvanalegt Ástþór, því miður, gömul og ný saga sem sannarlega þarf að draga fram svo mest sem verða má.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.4.2009 kl. 01:24

4 Smámynd: Elvar Atli Konráðsson

RÚV virðist gleyma því að það erum við skattgreiðendur sem eigum þessa stofnun, og það er ótrúlegt að útvarpsstjóri sé með hátt í 2 milljónir á mánuð, keyri um á glæsivagni, sem við greiðum   Svo reyna þessir menn að drepa niður lýðræði í landinu, haltu þínu striki Ástþór.

Elvar Atli Konráðsson, 4.4.2009 kl. 09:24

5 Smámynd: Yngvi Högnason

Ertu hættur með myndiðjuna á Suðurlandsbrautinni?

Yngvi Högnason, 4.4.2009 kl. 12:34

6 Smámynd: Offari

Mér fannst Ástþór standa sig vel í leiðtoga þættinum.

Offari, 4.4.2009 kl. 19:26

7 identicon

Já þú ert alltaf jafn ruglaður, en það er okkur nauðsynlegt að hafa svona fíguru til að hlæja af

Hreggviður Jónsson (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 20:20

8 Smámynd: ThoR-E

Þú komst inn á marga ágæta hluti í þættinum á RÚV.

En smá tillaga sem meint er í góðu .. að vertu aðeins afslappaðri. Slepptu því að rífast og skammast í fréttafólkinu.. eða lesa yfir öðrum frambjóðendum. Það fer illa í marga.

Komdu bara þínum málum á framfæri, því þau mál eru mörg góð og virðist vera ágætis fólk á þessum lista, þótt ég viti reyndar ekki skil á þeim öllum.

Bestu kveðjur

ThoR-E, 4.4.2009 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband