Ítrekuð brot gegn lýðræðinu

Fásinna að heyra ráðherra VG og Samfylkingar strauja yfir klúðrið með Stjórnlagaþingskosningar. Á mér og mörgum öðrum var ítrekað brotið!

Nú hef ég reynslu af framboðum til forseta, alþingis og stjórnlagaþings. Allar kosningarnar einkenndust af ítrekuðum brotum gegn lýðræðinu. Umfjöllun fjölmiðla var í öllum tilfellum ábótavant og nær því sem gengur í einræðis eða kommunístaríkjum en þar sem lýðræði er í heiðri haft.

Það var ekki fyrr en stór hópur frambjóðenda til Stjórnlagaþings mætti í andyri RÚV að þar fór í gang alltof seint og fáranlega illa skipulagðar og flausturslegar aðgerðir til að kynna frambjóðendur.

Í fyrri kosningum hafa ríkisfjölmiðlarnir fengið á sig kærur en létu sér samt ekki segjast. Buðu t.d. mönnum eins og mér sem hefur verið úthýst úr Silfri Egils að komast inní miðjan þáttinn fyrir peninga!

Alþingiskosningar eru keyrðar af flokkunum með peningum úr ríkiskassanum fyrir þá sjálfa á meðan önnur ný framboð meiga éta það sem úti frýs.Forseta lýðveldisins er plantað á Bessastaði af stærsta fjölmiðlaeiganda landins sem í kjölfarið gerðist stærsti bankaræningi landsins með stuðningi forsetans.

Allur undirbúningur kosninganna til Stjórnlagaþings var með endemum. Alltof hroðvirknislega unnið, alltof hratt og straujað yfir mikilvægustu þættina eins og kynningarmál frambjóðenda. Þannig komust þrír pennar sorpritsins DV inn ásamt gæludýrum Egils Helgasonar.

Ef nú á að láta Alþingi kjósa þetta lið án umboðs frá þjóðinni þá er sú ágæta stofnun að taka þessa þjóð í rassgatið í orðsins fyllstu merkingu.

Í flestum siðmenntuðum lýðræðisríkjum myndi ríkisstjórn segja af sér eftir svona klúður og boða til almennra kosninga!


mbl.is Á engum manni var brotið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Árið 2009, var heldur betur reynsla hvað varðar misvísandi skilaboð kjörstjórna varðandi þingkosningarnar, vægast sagt.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 26.1.2011 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband