Rafrænt Stjórnlagaþing er lausnin. Treysti ekki sorpritstjórum og gæludýrum!

"...að búa til lög eftirá til að gera kosningarnar löglegar eins og sumir tala fyrir er hins vegar skelfilega kommúnískt bragð, tekið beint úr bókinni Animal Farm þar sem svínin breyttu lögunum eftir að þau brutu þau." Tek undir þessi orð eins ágæts bloggara.

Það eru fleiri atriði en þau sem Hæstiréttur tekur á sem var ábótavant við kosningarnar. Undirbúningur einkenndist af fljótfærni og vanhugsun. Unnið alltof hratt og hroðvirknislega. Vantaði grundvallarstoð lýðræðisins í kosningarnar, kynningar á frambjóðendum og málefnum þeirra. Niðurstaðan var í samræmi við það, m.a. þrír pistlahöfundar mesta sorprits þjóðarinnar (DV) og fjöldi hinna hafa verið gæludýr Egils Helgasonar og reglubundnir gestir í kjaftaþætti hans Silfri Egils. Hvenær á að hætta að troða pólitískum skoðunum Egils ofaní þessa þjóð?

Það er nánast lán í óláni að kosningin var dæmd ógild. Að minnska kosti treysti ekki sorpritstjórum og gæludýrum RÚV neitt sérstaklega vel til að skrifa nýja stjórnarskrá.

Hversvegna ekki efna til rafræns Stjórnlagaþings þar sem öll þjóðin getur komið að því að skrifa nýja stjórnarskrá? Tæknin til að gera þetta er fyrir hendi. Ég býð fram aðstoð mína við að koma upp slíku rafrænu þingkerfi.


mbl.is Ögmundur fundar með stjórnlagaþingsfulltrúum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég tek undir þetta með Ástþóri end var ég að blogga um þetta umdaginn. Svona síðu má svo nota sem stjórntæki síðar í t.d. þjóðarkosningum of. Kannski ættum við það byrja að hanna síðu sem heitir ''Þjóðin ræður.''

Valdimar Samúelsson, 30.1.2011 kl. 15:56

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það má útfæra þetta á ýmsan hátt en aðal atriðið er öryggis systemið þ.e. kennitala ásamt password.

http://skolli.blog.is/blog/skolli/entry/1137798/

Valdimar Samúelsson, 30.1.2011 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband