Færsluflokkur: Dægurmál
8.4.2009 | 08:25
Lýðskrum Borgarahreyfingarinnar
Það er með ólíkindum hverslags lýðskrum veltur uppúr frambjóðendum Borgarahreyfingarinnar. Ekki nóg með að Þór Saari hafi kastað innistæðulausum kosningakarmellum í hungraða þjóð úr sjónvarpssal í síðustu viku, í gær birtist á bloggsíðu hjá talsmanni neytenda pistill eftir Þráinn Bertelssen að Borgarahreyfingin vilji "gott og manneskjulegt þjóðfélag þar sem flestur líður vel og engum er úthýst".
Hafa hin raunveruleg markmið og framganga forráðamanna Borgarahreyfingarinnar farið algerlega framhjá Þránni, þessum frambjóðanda sem settur var í fyrsta sæti á lista í bakherbergi Borgarahreyfingarinnar án þess að kjósendur ráði nokkru þar um. Eða er Þráinn raunverulega svona grænn að hann sér ekki hysmið frá kjarnanum?
Borgarahreyfingin er sprottin úr hugarskoti einstaklinga sem hafa borið út af fundum sínum menn sem styðja lýðræðislegar umbætur til að hér geti risið gott og manneskjulegt þjóðfélag. Að bera menn út af fundum og tala síðan um manneskjulegt þjóðfélag er auðvitað ekkert annað en lýðskrum af versta tagi. Það er ótrúlegt að Þráinn Bertelsson láti hafa sig að því ginningarfífli sem raun ber vitni. En hugsanlega samrýmist þetta kommúnískum hugsjónum hans sjálfs.
Í tvígang báru aðstandendur Borgarahreyfingarinnar mig út af fundum sínum fyrir þær sakir að ég benti á hve hallaði mikið á eina hliðina við val á ræðumönnum og lagði til lýðræðislegri leið. Í þriðja sinn vörnuðu þeir mér inngöngu á fund sinn og höfðu kosningu fundarmanna að engu og blekktu fundargestina með leiksýningu. Í ljós kom að fundir þeirra voru ekkert annað en skipulagðar leiksýningar undir stjórn Gunnars Sigurðssonar leikstjóra.
Í fréttum í síðustu kom síðan fram að Borgarahreyfingin hefur úthýst Magnús Ólafsson leikara og sent út ófrægingarpóst um hann.
Borgararahreyfingin eru samtök öfga vinstri manna sem starfa eftir aðferðafræði sem sótt er í smiðju gömlu sovétríkjanna en þar stunduðu kommúnistar svipaðar leiksýningar og Gunnar Sigurðsson leikstjóri gerir nú undir hatti sem hann kallar "Borgarahreyfingin" til að blekkja Íslenskan almenning í krumlur Íslenskra fasista og kommúnista.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.4.2009 | 00:18
Guðrún María komin aftur í Lýðræðishreyfinguna
Mér er það sérstök ánægja og heiður að bjóða Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur velkomna aftur heim í Lýðræðishreyfinguna.
Guðrún María var einn af stofnendum Lýðræðishreyfingarinnar fyrir rúmum áratug, en hefur síðustu ár gegnt ýmsum trúnaðarstöðum fyrir Frjálslynda flokkinn m.a. sem formaður Landssambands kvenna. Guðrún María er nú komin aftur í Lýðræðishreyfinguna og verður í framboði fyrir xP í komandi alþingiskosningum.
Guðrún María gekk til liðs við Frjálslynda flokkinn nokkru eftir að ákveðið var fyrir tæpum áratug að bíða betri tíma með alþingisframboð á vegum Lýðræðishreyfingarinnar. Nú er sá tími kominn að beint og milliliðalaust lýðræði á erindi til þjóðarinnar í alþingiskosningum. Lýðræðishreyfingin er nú á lokasprettinum að koma saman framboðslistum í öllum kjördæmum landsins.
Hver vegur að heiman er vegurinn heim og það er okkur sönn ánægja að Guðrún María er kominn aftur heim í Lýðræðishreyfinguna. Guðrún María á eftir að vinna af heilindum fyrir okkar þjóð á Alþingi Íslendinga.
Guðrún María er bóndadóttir úr sveit á Suðurlandi með ættir vestan af Fjörðum. Ekkja og á eitt barn. Guðrún hefur um árabil barist fyrir leiðréttingu í réttindamálum sjúklinga vegna læknamistaka. Hún hefur starfað við skrifstofu og sölustörf hjá SS í 10 ár og nú síðustu misseri sem aðstoðamaður alþingismanns.
Nánari upplýsingar á www.xp.is og á Lýðvarpinu FM100.5
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.4.2009 | 16:23
Yfirstjórn RÚV kærð til lögreglunnar fyrir kosningaspjöll
RÚV laug um svar Lýðræðishreyfingarinnar:
Í kvöldfréttum í gær afskræmdi fréttastofa RÚV með vísvitandi og meiðandi hætti boðskap Lýðræðishreyfingarinnar þegar flutt var frétt undir fyrirsögninni: Skattahækkanir líklegar.
Í fréttaskýringu var sagt: Allt útlit er fyrir að skattar verði hækkaðir að loknum kosningum. Forsvarsmenn allra stjórnmálahreyfinga nema Framsóknarflokks sögðu slíkt líklegt í leiðtogaumræðum hér í Sjónvarpinu í gærkveldi og síðan eru birtir úrdrættir úr svörum allra fulltrúa stjórnmálahreyfinga á fundinum nema Lýðræðishreyfingarinnar.
Lýðræðishreyfingin gaf ekki það svar við þessari spurningu að hækka beri skatta enda erum við með allt aðrar hugmyndir og boðskap um hvernig leysa eigi úr efnahagsvanda þjóðarinnar. En lýðskrumarar RÚV hafa nú vísvitandi blekkt þjóðina og unnið alvarleg kosningaspjöll með því að leggja orð í munn Lýðræðishreyfingarinnar sem gengur þvert á stefnu okkar.
RÚV staðið að margvíslegum kosningaspjöllum.
Starfsmaður RÚV á launum í eigin framboði:
RÚV hefur orðið uppvíst að margvíslegum öðrum kosningaspjöllum gegn Lýðræðishreyfingunni. Reynt var að koma í veg fyrir að fulltrúi Lýðræðishreyfingarinnar sæti leiðtogafund í sjónvarpssal. Þá er Lýðræðishreyfingin sniðgengin á kosningavef RÚV, í Silfri Egils, í fréttum og af útvarpsþáttum RÚV.
Þöggun RÚV um Lýðræðishreyfinguna hefur gengið svo langt að jafnvel dagskrárgerðarfólk hefur orðið uppvíst að því undanfarna daga að vita ekki rétt nafn á framboði P listans og því varla hægt að ætlast til að þjóðin viti um framboðið undir slíkri fjölmiðlun. Á meðan hefur öðrum framboðum verið hampað af Ríkisútvarpinu m.a. framboði starfsmanns RÚV Herberts Sveinbjörnssonar formanns Borgarahreyfingarinnar en hann varð uppvís að því í síðasta mánuði að vera í kosningaferðalagi á meðan starfsfólkið á RÚV m.a. í launadeildin hélt að hann væri í vinnunni enda á launum frá Ríkisútvarpinu.
Lýðræðishreyfingin krefst þess að alþingiskosningum verði frestað þar til búið er að skipta út yfirstjórn Ríkisútvarpsins RÚV og þar komin hlutlæg vinnubrögð í samræmi við lög og reglur um Ríkisútvarpið og um kosningar. að öðrum kosti muni Lýðræðishreyfingin leita aðstoðar kosningaeftirlits ÖSE um að kosningarnar verði lýstar ómarktækar og að kosningaeftirlitið setji fram þá kröfu að þær verði ógildar.
Kæruna má lesa í heild sinni á vefnum xp.is
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.4.2009 | 00:21
Spegill skrípræðis. Furðulegur kosningavefur ríkisfjölmiðils
Nú sjáum við Íslenska útgáfu af því þegar pólitískar fjölmiðlatíkur reyna að hagræða úrslitum kosninga.
Arnar Páll Hauksson vaktari á fréttastofu Ríkisútvarpsins er slíkur fjölmiðlagosi sem komst í embætti með pólitískri ráðningu og nú pólitískt illgresi innan RÚV.
Það kom fram í viðtali sem ég átti við nefndan Arnar Pál í skúmaskoti við andyri útvarpshússins við Efstaleiti að þessi pólitíska fréttatík vill ekkert með Lýðræðishreyfinguna hafa og reynir að útiloka okkur frá dagskrá RÚV með öllum tiltækum ráðum.
Úr þessu bræðingi er nú kominn í loftið "sovíet rússneskur" fjölmiðill á Íslandi með kosningavef RÚV þar sem Arnar Páll virðist ráða ríkjum enda er þess gætt að minnast ekki á Lýðræðishreyfinguna og veita engar tengingar yfir á vef hreyfingarinnar. Hamast er við að flytja "fréttir" af fölsum skoðanakönnunum þar sem aðeins sum framboð eru tekin með í spurningum sem sendar eru út og aðeins unnið úr rúmum helming svaranna. Þannig næst fram áróður RÚV að fjórflokkarnir séu að halda völdum í landinu.
Kíkið á myndina hér með. Þar undir fyrsögninni "Kosningaumfjöllun RÚV" má sjá linka á öll framboð nema www.xp.is Lýðræðishreyfinguna. Meira segja framboði sem hefur dregið sig til baka er hampað þarna og í Silfri Egils undanfarna sunnudaga á meðan Lýðræðishreyfingin fær ekki að kynna sín stefnumál fyrir þjóðinni með sómasamlegum hætti og til jafns við aðra.
Undir fyrirsögninni "Leiðtogaviðtöl Morgunvaktarinnar" er heldur ekkert að finna um Lýðræðishreyfinguna enda hefur okkur ekki verið veittur aðgangur að þessari dagskrá RÚV.
Ég komst í leiðtogaþátt sjónvarpsins í kvöld eftir að hafa barist fyrir því með kjafti og klóm undanfarna daga. Eftir að kæra upphaflegu áætlun RÚV um aðgang til Útvarpsréttarnefndar og ÖSE voru gerðar tilslakanir sem gerðu nýjum framboðum mögulegt að gerast þátttakendur birtu lista í einu kjördæmi.
Þegar listinn var lagður fram tóku starfsmenn RÚV það upp hjá sjálfum sér að hringja í frambjóðendur á listanum án þess að biðja um símanúmerin, og komu til baka með þau skilaboð að sumir könnuðust ekkert við að vera í framboði. Lögfræðing þurfti til að fá RÚV til að upplýsa hverjir hefðu haldið slíku fram. Þá kom í ljós að þeir voru annaðhvort uppi með ósannindi eða höfðu hringt í eitthvert allt annað fólk en var á listanum okkar. Aðrir frambjóðendur sögðu starfsmenn RÚV hafa reynt að tala þá af því að vera á framboðslistanum.
Þessar uppákomur hjá RÚV verða sífellt skrautlegri, enda þegar pólitískar ofsóknir og nornaveiðar verða fagmennskunni ofar hjá fjölmiðlum verður árangurinn spegill skrípræðis.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.4.2009 | 23:25
Stöður þingmanna og ráðherra auglýstar lausar til umsóknar
Eftir að hafa árangurslaust reynt að ná sambandi við fólk í atvinnuleit í gegnum atvinnumiðlun Vinnumálastofnunar voru störf á vegum Lýðræðishreyfingarinnar auglýstar á vefnum job.is.
Ekki einn einasti umsækjandi mætti í atvinnuviðtal frá vinnumiðlun Vinnumálastofnunar þegar þar var leitað eftir fólki til ýmissa starfa á nýjum fjölmiðli Lýðvarpinu FM100.5 og frettavakt.is. Annaðhvort eru tölur um 18000 manns á atvinnuleysisskrá stórýktar eða skrifræði hefur kaffært Vinnumálastofnun með þeim hætti að starfsfólkið snýst um sjálft sig án þess að senda atvinnulausum upplýsingar um lausar stöður með skilmerkum hætti.
Nokkur sæti eru enn laus á framboðslistum XP persónukjöri Lýðræðishreyfingarinnar í kjördæmum landsins. Nýtt rafrænt Alþingi sem kynnt er á vefnum xp.is mun hjálpa nýliðum að takast á við verkefnin á Alþingi eftir kosningar í nánum tengslum við þjóðina.
XP er eina framboðið sem býður fram óraðaða lista, persónukjör og beint lýðræði í komandi kosningum. XP er að fá slíkan meðbyr og stuðning í grasrótinni að nánast annar hver maður sem beðinn er um það skrifar undir meðmælalista og búið er að safna öllu meðmælendum í báðum kjördæmum í Reykjavík og verið að klára landsbyggðina. Í skoðanakönnun á vefnum xp.is vilja 70.9% aðspurðra beint og milliliðalaust lýðræði.
Sækja má um stöður þingmanna á slóðinni: http://job.xp.is
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2009 | 21:14
Þitt atkvæði á þing!
Kjóstu þína eigin persónu á þing!
Flestir láta ekki pabba gamla ráða vali á maka. Slíkt er jafn úrelt fyrirbæri og fulltrúalýðræðið. Hvers vegna eiga aðrir að fara með þitt atkvæði á Alþingi þegar komin er tækni fyrir milliliðalaust lýðræði.
Beint og milliliðalaust lýðræði
Þingmenn XP Lýðræðishreyfingarinnar munu starfa í takt við rafrænt Almannaþing. Þar getur þú forgangsraðað málum og greitt atkvæði í einstökum málum. Þingmenn XP verða þitt verkfæri á Alþingi og þú hefur persónuleg áhrif á Alþingi STRAX! Framtíðarsýn XP er að koma á beinu lýðræði þar sem næsti hraðbanki er þinn kjörklefi.
Einstaklingsframboð í stað úrelt flokkakerfis
Við súpum nú seyðið af spilltum flokkadráttum og ráðherraræði. XP er kosningabandalag 126 einstaklingsframboða. XP ætlar að moka út spillingunni með beinu og milliliðalausu lýðræði.
Stefnuskrá xP Lýðræðishreyfingarinnar
Hvernig við förum úr núverandi kerfi í beint lýðræði
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.3.2009 | 20:17
Árangur af kæru til Útvarpsréttarnefndar
RÚV hefur breytt tilhögun kosningasjónvarps eftir að Útvarpsréttarnefnd fjallaði um kæru Lýðræðishreyfingarinnar.
Nú fá öll framboð aðgang að leiðtogafundi í sjónvarpssal sem birta opinberlega framboðslista í einu kjördæmi.
Áður en Útvarpsréttarnefnd fundaði um kæru Lýðræðishreyfingarinnar, hafði RÚV ákvörðun Alþingis um skilafrest að engu og setti eigin reglur og styttri en Alþingi um skilafrest framboða til yfirkjörstjórna.
Í síðustu kosningum voru slíkar reglur RÚV þess valdandi að Íslandshreyfingin fékk ekki að sitja fyrsta leiðtogafund í sjónvarpssal fyrir síðustu kosningar sem líklegast hefur orðið þess valdandi að framboðið náði ekki brautargengi í kosningunum.
Gott framtak hjá RÚV að bregðast við kæru Lýðræðishreyfingarinnar, en Egill Helgason virðist ætla að halda áfram sínum subbuskap í ríkisfjölmiðlinum ef marka má þetta skeyti frá honum í dag:
From: Egill Helgason [ehelgason@simnet.is]
Fri 3/27/2009 4:31 PM
Sæll Ástþór.
Ekki hringja í hana Halldóru, hún ræður engu um hvað er í þættinum.
Ég mun ekki bjóða þér í þáttinn að sinni.
mbk Egill
On 27.3.2009, at 16:28, Ástþór Magnússon wrote:
Sæll Egill,
Ég talaði við aðstoðarstúlkuna þína og hún sagði þig ekki vilja taka mig í þáttinn á sunnudag vegna þess að of stutt sé síðan ég hafi verið í Kastljósinu.
Mér finnast þetta furðuleg rök Egill, Kastljósið var örfáar mínútur, engin umræða um okkar málefni, og Lýðræðishreyfingin virðist hafa að mestu verið sniðgengin af RÚV og sérstaklega af þér. Við skiljum ekki hversvegna. Bæði er um að ræða áhugavert efni fyrir hlustendur þína og ætti einnig að vera eitthvað sem þér sjálfum finnst áhugavert nema einhver annarleg sjónarmið ráði för í þessu sem mér finnst miður ef svo er.
Ég vona að þú sjáir að þér með þetta mál og leyfir okkur að kynna okkar framboð og hugmyndafræði í þínum þætti til jafns við aðra en þú hefur rætt við önnur framboð og sum margsinnis þótt þau hafi komið fram á sjónvarsviðið löngu á eftir Lýðræðishreyfingunni. Þú getur séð nánar um okkar hugmyndafræði áwww.xp.is
Vonast til að heyra frá þér um hæl þótt ekki sé annað en ræða þetta við mig maður á mann.
Kveðja
Lýðræðishreyfingin
Ástþór Magnússon
Sími 6626053
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.3.2009 | 13:19
Á launum hjá RÚV í framboðsferð
Formaður Borgarahreyfingarinnar Herbert Sveinbjörnsson er á ferð um landið í kosningabaráttu sinni á launum frá Ríkisútvarpinu.
Fram kom í fréttum í gær að annar forsprakki samtakanna Gunnar Sigurðsson leikstjóri leiðir nú lista Borgarahreyfingarinnar í því kjördæmi sem hefur mest vægi atkvæði á landsvísu.
Ljóst er að Íslenska þjóðin hefur verið blekkt með aðstoð Ríkisútvarpsins og RÚV. Strax á fyrsta fundi Ástþórs Magnússonar frá Lýðræðishreyfingunni með Gunnari Sigurðssyni leikstjóra í lok nóvember 2008 mátti ráða að Gunnar og Herbert stefndu á alþingisframboð.
Ekki ólíklegt að það hafi verið ástæðan fyrir því að þeir félagar létu bera Ástþór út af fundi samtakanna í Borgartúni og aftur úr leikhúsinu Iðnó, en Lýðræðishreyfingin hafði þá þegar tilkynnt um væntanlegt framboð til alþingiskosninga.
Herbert skellti á mig símanum þegar ég hringdi í hann um skiptiborð RÚV og honum sagt að þar væri búið að staðfesta að starfsmenn RÚV héldu að hann væri í vinnunni enda á fullum launum.
Hlusta á umfjöllun á Lýðvarpinu og símtöl hér
Fylgist með á www.frettavakt.is
Persónukjör Lýðræðishreyfingarinnar: www.austurvollur.is
Stefnuskrá Lýðræðishreyfingarinnar: www.lydveldi.is
Sakar RÚV um að beita bellibrögðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.3.2009 | 08:22
Þjóðin blekkt með bellibrögðum RÚV
Útvarpsréttarnefnd fundar í dag um kæru Lýðræðishreyfingarinnar vegna brota Ríkisútvarpsins RÚV á útvarpslögum og lögum um Ríkisútvarpið
Nú er ljóst að starfsmenn Ríkisútvarpsins beittu brögðum til að koma nýju framboði á framfæri en formaður Borgarahreyfingarinnar (sem eru í raun sömu samtök og "Opinn borgarafundur") starfar hjá Ríkisútvarpinu. Fram kom í fréttum í gær að annar forsprakki samtakanna Gunnar Sigurðsson leikstjóri leiðir nú lista Borgarahreyfingarinnar í því kjördæmi sem hefur mest vægi atkvæði á landsvísu.
Ljóst er að Íslenska þjóðin hefur verið blekkt með aðstoð Ríkisútvarpsins og RÚV. Strax á fyrsta fundi Ástþórs Magnússonar frá Lýðræðishreyfingunni með Gunnari Sigurðssyni leikstjóra í lok nóvember 2008 mátti ráða að Gunnar stefndi á alþingisframboð.
Ekki ólíklegt að það hafi verið ástæðan fyrir því að hann lét bera Ástþór út af fundi samtakanna í Borgartúni og aftur úr leikhúsinu Iðnó, en Lýðræðishreyfingin hafði tilkynnt um væntanlegt framboð til alþingiskosninga.
Verði ekki gerð veruleg bragabót til að kynna Lýðræðishreyfinguna næstu daga í Ríkisútvarpinu og RÚV til að koma boðskap hennar á framfæri við þjóðina til jafns við ofangreind samtök Opin borgarafund og Borgarahreyfinguna, er ljóst að kosningar verða ekki með lýðræðislegum hætti og eiga því meira í ætt við kosningar í einræðis- og kommúnískum ríkjum þar sem aðgangi að fjölmiðlum er miðstýrt til að útiloka að ný framboð nái fram að ganga. Við erum nú að upplifa slíka misnotkun fjölmiðla hér á Íslandi nema Útvarpsréttarnefnd grípi í taumana næstu klukkustundirnar til að rétta hlut Lýðræðishreyfingarinnar í aðdraganda þessa kosninga.
Verði ekki bætt úr þessu hlýtur að vakna sú spurning hvort yfir höfuð sé hægt að taka þátt í slíku skrípalýðræði sem Ríkisútvarpið og stjórnvöld bjóða þjóðina. Hvort ekki þurfi frekar að beita kröftunum í að Öryggis og Samvinnustofnun Evrópu aðstoði við að fá alþingiskosningarnar lýstar ólögmætar. Slíkur er alvarleiki málsins að mati lögmanna Lýðræðishreyfingarinnar.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.3.2009 | 17:00
Uppgjöf Íslandshreyfingarinnar
Ómar Ragnarsson formaður Íslandshreyfingarinnar var gestur í Fréttavaktinni á FM100.5. Ómar segir Samfylkinguna og Vinstri Græna búna að gleypa Íslandshreyfinguna en án þess að taka hin góðu málefni Íslandshreyfingarinnar á dagskrá.
Enginn úr Íslandshreyfingunni er í framboði á neinum lista í komandi Alþingiskosningum og allt loftið virðist úr Ómari og félögum.
Nánar:
Persónukjör Lýðræðishreyfingarinnar á austurvollur.is
Dægurmál | Breytt 27.3.2009 kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)