Árangur af kæru til Útvarpsréttarnefndar

kosningar_2009RÚV hefur breytt tilhögun kosningasjónvarps eftir að Útvarpsréttarnefnd fjallaði um kæru Lýðræðishreyfingarinnar.

Nú fá öll framboð aðgang að leiðtogafundi í sjónvarpssal sem birta opinberlega framboðslista í einu kjördæmi.

Áður en Útvarpsréttarnefnd fundaði um kæru Lýðræðishreyfingarinnar, hafði RÚV ákvörðun Alþingis um skilafrest að engu og setti eigin reglur og styttri en Alþingi um skilafrest framboða til yfirkjörstjórna.

Í síðustu kosningum voru slíkar reglur RÚV þess valdandi að Íslandshreyfingin fékk ekki að sitja fyrsta leiðtogafund í sjónvarpssal fyrir síðustu kosningar sem líklegast hefur orðið þess valdandi að framboðið náði ekki brautargengi í kosningunum.

Gott framtak hjá RÚV að bregðast við kæru Lýðræðishreyfingarinnar, en Egill Helgason virðist ætla að halda áfram sínum subbuskap í ríkisfjölmiðlinum ef marka má þetta skeyti frá honum í dag:

 

From: Egill Helgason [ehelgason@simnet.is]
Fri 3/27/2009 4:31 PM

Sæll Ástþór.

Ekki hringja í hana Halldóru, hún ræður engu um hvað er í þættinum.

Ég mun ekki bjóða þér í þáttinn að sinni. 

mbk Egill

 

On 27.3.2009, at 16:28, Ástþór Magnússon wrote:

Sæll Egill,

Ég talaði við aðstoðarstúlkuna þína og hún sagði þig ekki vilja taka mig í þáttinn á sunnudag vegna þess að “of stutt” sé síðan ég hafi verið í Kastljósinu.

Mér finnast þetta furðuleg rök Egill, Kastljósið var örfáar mínútur, engin umræða um okkar málefni, og Lýðræðishreyfingin virðist hafa að mestu verið sniðgengin af RÚV og sérstaklega af þér. Við skiljum ekki hversvegna. Bæði er um að ræða áhugavert efni fyrir hlustendur þína og ætti einnig að vera eitthvað sem þér sjálfum finnst áhugavert nema einhver annarleg sjónarmið ráði för í þessu sem mér finnst miður ef svo er.

Ég vona að þú sjáir að þér með þetta mál og leyfir okkur að kynna okkar framboð og hugmyndafræði í þínum þætti til jafns við aðra en þú hefur rætt við önnur framboð og sum margsinnis þótt þau hafi komið fram á sjónvarsviðið löngu á eftir Lýðræðishreyfingunni. Þú getur séð nánar um okkar hugmyndafræði áwww.xp.is

Vonast til að heyra frá þér um hæl þótt ekki sé annað en ræða þetta við mig maður á mann.

Kveðja

Lýðræðishreyfingin

Ástþór Magnússon

Sími 6626053


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Ástþór.

Til hamingju með þetta, þú hefur orkað miklu í þessu efni.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.3.2009 kl. 00:29

2 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Sveinn, kæran til Útvarpsréttarnefndar var send þeim með email. Hún kostaði í sjálfu sér ekki stórar fjárhæðir.

Ég hef starfað mikið sem ráðgjafi í sambandi við uppsetningu á netsíðum í Bretlandi og nú síðustu ár við fyrirtæki sem er í bílainnflutningi til Evrópu frá USA.

Ástþór Magnússon Wium, 28.3.2009 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband