Sjóðasukk Borgarahreyfingarinnar

HerbertMálbyssur Borgarahreyfingarinnar m.a. Friðrik Þór fara mikinn í að blekkja almenning á bloggsíðum og segja hreyfinguna starfa án styrkja frá stórfyrirtækjum og án nokkurra annarra hagsmunatengsla.

Því miður er þetta ekki rétt, Borgarahreyfingin er nákvæmlega jafn spillt og gamla flokkakerfið.

Formaður þessarar hreyfingar Herbert Sveinbjörnsson var staðinn að því að vera í framboðsferð úti á landi þegar vinnuveitandinn, Ríkisútvarpið launadeild, hélt að hann vera í vinnunni enda á fullum launum frá þeim.

Ég ræddi við Herbert í síma í gegnum skiptiborð RÚV og þegar hann áttaði sig á að búið var að afhjúpa hvernig hann hafði þarna seilst ofaní vasa almennings og látið þjóðina borga sér laun í framboði, þá skellti hann á símanum og kokkuð var upp fréttatilkynning að Borgarahreyfingin væri hætt leiðtogadýrkun og Herbert hætti hann að koma fram fyrir Borgarahreyfinguna opinberlega.

Annar frambjóðandi Borgarahreyfingarinnar, Þráinn Bertelsson er einnig á ríkisjötunni, á launum frá ríkissjóði í framboði, en Þráinn fær 1,8 milljón í "heiðurslaun" frá Alþingi fyrir þetta ár, árið 2009! Í stað þess að nota tímann til að skrifa menningaverk fyrir þjóðina eins og ætlast er til, er Þráinn í framboðsbrölti fyrir Borgarahreyfinguna á fullum launum frá almenningi.

Mótmælandi fjarlægður af fundiBorgarahreyfingin er byggð á úreltum flokksræðis reglum þar sem mönnum eins og Þránni Bertelssyni, Gunnari Sigurðssyni, Þór Saari og fleirum var stillt í fyrsta sæti án lýðræðis.  Ég viðurkenni fúslega að ég féll fyrir fagurgalanum þeirra í upphafi en þegar ég lagði til lýðræðislegar leikreglur var ég borinn út af fundi þeirra. Frægur leikari í landinu varð fyrir svipaðri reynslu, var vísað á dyr með ófrægingarherferð frá aðstandendum Borgarahreyfingarinnar.

Kommúnískar hugsjónir er erfitt að fela til lengdar og þeim sem kynnast Borgarahreyfingunni verður fljótlega ljóst að þar stangast flest á við eðlileg og lýðræðisleg vinnubrögð. Það væri að fara úr öskunni í eldinn að kjósa lýðskrumara Borgarahreyfingarinnar inná þing í komandi kosningum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband