Frétt: Handtekin á Íslenskum landamærum. Mannréttindi lögvarin í stjórnarskrá fótum troðin.

paolawithkids.jpgUng kona sem starfar fyrir barnahjálp Friðar 2000 í Argentínu var um helgina handtekin af Schengen landamæravörðum í Madrid á leið sinni til Íslands. Ástþór Magnússon spyr Utanríkisráðherra hvort framkvæmdavaldið sé með Schengen og Evrópusambands samningum að fjarlægja mannréttindi varin í Stjórnarskrá Íslands og vísar í 6 stjórnarskrárbrot sem framin voru á konunni.

Forsagan er að Friður 2000 er að vinna að verkefninu Earthchild.org til hjálpar heimilislausum börnum í Buenos Aires. Yfir fjögur þúsund börn gista nú götur borgarinnar matarlítil og við mikla örbyrgð. Vandamálið hefur nær tvöfaldast síðasta ár.

borngotunniÍslenska búsáhaldabyltingin sótti fyrirmynd sína til Argentínu en landið varð gjaldþrota árið 2001. Hávær gagnrýni heyrist í Argentínu um aðkomu Alþjóða gjaldeyrissjóðinn sem sögð er hafa aukið bilið milli ríkra og fátækra með þeim afleiðingum að tugmilljónir manns eru nú atvinnulausir. Margir búa í hreisum í ört stækkandi skuggahverfum Buenos Aires. Vímuefnaneysla, ört vaxandi heimilisofbeldi og örbyrgð hrekur börnin að heiman á strætin.

Unga konan sem starfar fyrir Frið 2000 í Buenos Aires ætlaði að ferðast til Evrópu að kynna verkefnið m.a. á Íslandi og í leiðinni halda jól með móður sinni og systkynum á Spáni.

Þegar konan framvísaði vegabréfi sínu á Schengen landamærunum í Madrid, sem jafnframt eru landamæri Íslands, var hún beðin að sýna nægan gjaldmiðil til framfærslu. Henni var boðið að sýna landamæraverði stöðu bankareiknings í hraðbanka. Af einhverjum ástæðum kom upp tæknivilla í hraðbankanum. Skipti þá engum togum, konan var svipt frelsi og flutt nauðug í gæsluvarðhald. Tekinn var af henni handfarangur, sími og veski.

Konan upplýsti um móður sína og tvö systkyni búsett á Spáni, en móðirin giftist til Spánar í kjölfar efnahagshruns Argentínu. Þegar skýringarnar voru ekki teknar til greina, óskaði konan að hafa samband við Ástþór. Henni var synjað að tala við nokkurn utan fangageymslunnar fyrr en að lokinni yfirheyrslu. Síðan var henni stillt upp framan við lögreglumann og svokallaðan lögmann sem lögreglan sjálf útvegaði. Skrifuð var skýrsla í engu samræmi við aðdraganda málsins eða málflutning konunnar.

Í fjórar klukkustundir reyndi Ástþór síðan að ná símasambandi við landamæraeftirlitið. Lögreglan gaf upp tvö símanúmer en hvorugu var svarað. Haft var samband við varðstjóra landamæraeftirlits í Keflavík sem sagðist ekkert geta gert. Þeir hefðu enga möguleika, símanúmer eða annað til að eiga samskipti við landamæraverði Íslands í Madrid.

Þá var fenginn lögfræðingur til að mæta á flugvöllinn með reiðufé og skjöl sem sönnuðu að konan hefði framfærslu meðan á dvöl hennar stæði. Landamæraeftirlitið tók engin rök gild. Búið væri að ákveða að konan skyldi nauðug send til baka á næstu vél. Einnig var synjað beiðni um sólarhrings frest á meðan leitað væri aðstoðar dómara svo og Íslenska ræðismannsins í Madrid sem staddur var á Ítalíu þennan dag en lýsti sig reiðubúinn að aðstoða strax og hann lenti um hádegi næsta dag. Lögfræðingurinn Pedro Munoz segir meðhöndlun konunnar á flugvellinum ekki standast lög.

Starfsmaður Iberia flugfélagsins sagðist heldur ekkert geta gert. Gæti ekki talað við landamæraverðina frekar en aðrir. Vissu lítið hvernig staðið væri að aðgerðunum en heyrt að lögreglan væri nú með nýjar skipanir vegna efnahagskreppunnar. Tugir manns væru nú stöðvaðir daglega og sendir nauðugir til baka. Stundum nánast eins og tilviljanakennt á síðustu mínútum fyrir flug væri fólkinu sleppt.

Þriggja manna teymi Íslendinga mætti á Madrid flugvöll áður en vélin fór í loftið, og krafðist viðtals við landamæraeftirlitið. Því var einnig synjað með þeim boðum að enginn fengi viðtal við landamæraverði. Aftur bent á sömu símanúmer og ekki svarað. Nokkrum mínútum fyrir brottför flutti síðan lögreglan ungu konuna ásamt sjö öðrum frelsissviptum einstaklingum um borð í vélina.

madrid22nov.jpgÁstþór Magnússon átti í gær fund með ræðismanni Íslands í Madrid og hefur í kjölfarið sent Össurri Skarphéðinssyni bréf og spyr hvort Íslensk stjórnvöld með aðild sinni að Schengen hafi afsalað eða fórnað stjórnarskrárbundnum mannréttindum. Hvort innganga í Evrópusambandið muni leiða til afsals stjórnarskrárbundinna réttinda. Hvort málsmeðferð konunnar samræmist Íslensku þjóðfélagsmynstri og gestrisni. Hvort meðhöndlun ferðamanna sem réttindarlausar skepnur og virðingarleysi fyrir fjölskyldutengslum þeirra samrýmist hagsmunum Íslenskrar ferðaþjónustu.

Bréfið til Utanríkisráðherra má lesa á vefnum www.austurvollur.is. Þar er einnig að finna ljósmynd af ungu konunni með systkynum sínum.

Ástþór Magnússon Wium 7176 til Stjórnlagaþings
www.facebook.com/lydveldi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ástþór Magnússon. Ísland er of lítð fyrir þig ...Skilningur almennings nær ekki svo langt að geta hugsað einn dag framm í tímann, hvað þá lengra... En gangi þér vel í kosningum til stjórnlagaþings, við þurfum á manni eins og þér að halda hérna á Islandi.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 24.11.2010 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband