Færsluflokkur: Bloggar
12.11.2010 | 15:31
Svar til Þjóðkirkjunnar: Þjóðin velji sitt fjall
Tel mig kristinnar trúar þótt ég sé ekki ávallt sammála stofnunum kirkjunnar eða einstökum starfsmönnum hennar.
Margt gott hefur komið frá Íslensku þjóðkirkjunni, annað mjög miður. Önnur trúfélög geta einnig hjálpað okkur að þróa sálina. Ég t.d. sæki stundum kirkju í Óháða söfnuðinum.
Fyrir mér er Guð eins og fjall, mismunandi form og útlit eftir því hvaðan þú horfir á það.
Þótt ég sé í framboði til Stjórnlagaþings tel ég mig engan rétt hafa til þess að kveða upp einhvern Salomons dóm um Þjóðkirkjuna eða stuðning ríkis, þjóðar og einstaklinga við hana.
Ég er í framboði til Stjórnlagaþings því ég vil færa valdið til fólksins í landinu. Ég vil koma hér á beinu og milliliðalausu lýðræði þar sem réttur einstaklingsins er virtur sem hluti af ákvarðanaferli stjórnsýslunnar.
Það hlýtur því að liggja í hlutarins eðli fái ég stuðning þjóðarinnar til Stjórnlagaþings, að þjóðaratkvæðagreiðsla skeri úr um þetta mál eins og mörg önnur.
Meira um framboð 7176: www.austurvollur.is/thor
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.11.2010 | 19:35
RÚV umfjöllun til sölu - Sjá video með 40 milljónum á borðið!
Mér 7176 og öðrum frambjóðendum til Stjórnlagaþings barst tilboð frá RÚV í dag. Hér getið þið séð svar mitt ásamt auglýsingu í Silfur Egils og 40 milljónir í tvöþúsundköllum tilbúið í slaginn:
Sæll Gunnar Ingi Hansson auglýsingadeild RÚV
Vísa í tilboð þitt hér að neðan. Reyndi mikið að komast í Silfur Egils fyrir síðustu alþingiskosningar, þannig að frábært tilboð hjá þér að bjóða mér að vera í kringum þáttinn!
Já takk ég tek þessu tilboði ykkar hjá RÚV.
Hjálagt er auglýsing sem ég óska að birtist á undan Silfri Egils og í auglýsingahlé þáttarins.
Ágæti frambjóðandi,
Nú styttist í kosningar og eru sumir frambjóðendur strax byrjaðir að kynna sér möguleika í auglýsingum.
Við á RÚV höfum fengið fyrirspurnir varðandi auglýsingaverð og ákváðum við að senda á alla frambjóðendur hvað við bjóðum.
Við höfum ákveðin afsláttakjör sem gengur jafnt yfir alla frambjóðendur. Þetta er svo kallaðu kosninga afsláttur.
Þessi 25% kosninga afsláttur gengur til allra frambjóðenda Stjórnlagaþings og gengur sá afsláttur bæði í útvarp og sjónvarp.
Við bjóðum uppá ansi sterkar auglýsinga leiðir í kringum umræðu þætti, fréttir og annað efni sem virkir kjósendur horfa og hlusta á.
Allir frambjóðendur ganga að sama borði hér á RÚV.
Sem dæmi er skjáauglýsing í kringum Silfur Egils að kosta 11.940,- (án vsk)
Svo eru samlesnar auglýsingar í útvarpi einnig mjög sterkar þær birtingar eru í kringum frétta tíma útvarpsins.
Fyrir þá frambjóðendur sem er alvara með að komast inn, þá munu auglýsingar án efa spila stórt hlutverk í vali í þessum kosningum.
Það eru margir frambjóðendur og hver og einn má kjósa um 25 einstaklinga það er pláss fyrir nokkra á hverjum kjörseðli og því um að gera að vera ofarlega í huga kjósandans.
Ef ég get hjálpað ykkur að setja upp auglýsingaplan endilega verið í sambandi.
Virðingarfyllst,
Ríkisútvarpið AuglýsingadeildGunnar Ingi HanssonBeinn sími: 515-3263
Sími : 515-3263Fax : 515-3255 GSM : 822-2434 Netfang: gih@ruv.iswww.ruv.is
35 klukkustundum hlaðið á Youtube á mínútu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2010 | 11:21
RÚV býður mér að kaupa aðgang að Silfri Egils.
Fékk sendan netpóst frá Ríkisútvarpinu með fyrirsögninni "Ætlar þú á Stjórnlagaþing?" og þar sagt að þeir frambjóðendur sem er alvara að komast inn verði að kaupa auglýsingar.
Frambjóðendum sem ekki vilja borga RÚV beinharða peninga er hafnað af ríkisfjölmiðlunum.
Sérstök athygli er vakin á því að frambjóðendur geti keypt sig inn í Silfur Egils en Egill þessi hefur legið undir ámæli fyrir að mæla með einstökum frambjóðendum til Stjórnlagaþings. Nú getum við hin sem erum Agli ekki þóknanleg keypt okkur aðgang að meðmælum RÚV.
Minnist þess fyrir síðustu Alþingiskosningar þegar RÚV hafnaði algerlega að Lýðræðishreyfingin fengi nokkur aðgang að Silfri Egils á meðan þeir ítrekað hömpuðu öðru nýju alþingisframboði. Eftir kosningar sagðist Egill hafa kosið þann flokk inná þing. Hinar góðu hugmyndir Lýðræðishreyfingarinnar um uppstokkun stjórnsýslunnar með beinu lýðræði fengu ekki hljómgrunn hjá RÚV sem virðist sífellt færast lengra frá þjóðarsálinni.
Meira að segja sorpritið DV stendur sig betur í umfjöllun og aðgengi fyrir frambjóðendur að kynna sig á nýju vefsvæði um Stjórnlagaþing en RÚV sem rekur pólitíska áróðursvél Egils Helgasonar fyrir almannafé.
Framboð 7176 til Stjórnlagaþings á www.austurvollur.is/thor
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.11.2010 | 02:30
Pólitískur pistlahöfundur vill ókeypis birtingar og ríkisstyrk
"Aftur til hræðsluþjóðfélagsins" öskrar pólitískur pistlahöfundur yfir því að RÚV hafi ákveðið að hætta að borga henni laun af almannafé.
Hversvegna á RÚV að velja einn pólitískan pistlahöfund úr hópi fleiri hundruð bloggara, upphefja þá málpípu framyfir aðrar í morgunútvarpi ríkisfjölmiðils og fóðra með ótöldum hundraðþúsundköllum af almannafé?
Ríkisfjölmiðill á að vera hlutlaus fjölmiðill. Þar eiga allir eiga greiðan aðgang með sínar skoðanir. Miklu nær væri að allir bloggarar sem þess óskuðu gætu flutt pistla á RÚV í þeirri röð sem þeir berast rétt eins og aðsendar greinar til annarra fjölmiðla.
Umræddur bloggari fer mikinn á Eyjunni um málið, segist vera gersamlega ópólitísk um leið og hún vísar í "hræðsluþjóðfélag Davíðs" og segir suma miðla vera með "eiturtungur".
Ég vil óska RÚV til hamingju með uppsögn pólitíska bloggarans og vona að fleiri slíkar uppsagnir fylgi í kjölfarið. Þá skapast kannski grundvöllur í dagskrá RÚV til að taka á móti pistlum frá öðrum bloggurum og undirrituðum sem verða að sjálfsögðu hljóðritaðir og sendir RÚV án endurgjalds.
Framboð 7176 til Stjórnlagaþings á www.austurvollur.is/thor
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2010 | 21:05
Hversvegna svona sukk með peninga?
Icesave truflar fjármögnun Búðarhálsvirkjunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2010 | 12:52
Feit stjórnsýsla - Hefur ráðherra tapað glórunni?
Hvernig virkar niðurskurður í heilbrigðisgeiranum? Fá allir sem segja þarf upp vegna niðurskurðar biðlaun í 16 mánuði eins og aðstoðarskólastjóri á landsbyggðinni?
Hversvegna er ríkisreksturinn ekki rekinn á sambærilegum forsendum og einkarekstur? Hversvegna eru feitir starfslokasamningar enn uppá borðum? Höfum við ekkert lært af hruninu?
Við horfum uppá vaxandi fátækt og matarbiðraðir. Á sama tíma er opinberum bitlingum dreift þvers og kruss um þjóðfélagið.
Þingmaður fær aukalaun og nú á tvöföldum launum fyrir að hafa í fyrra lífi skrifað kvikmyndahandrit.
Sendiráðsfólk sem fær laun og sitt uppihald erlendis greitt úr vasa fátækra Íslendinga gat ekki útskýrt fyrir mér í gær hvernig það eyðir tíma sínum. Svarið var að helst sé það í "menningu" og "menningarútflutningi".
Hvað er menningarútflutningur? Á það heima inní sendiráði? Eru ekki til haghvæmari leiðir?
Utanríkisráðherra eyðir milljörðum í stríðsleiki með NATO undir einhverju sem hann kallar Varnarmálastofnun. Hefur þessi bráð vel gefni maður tapað glórunni?
Bullið sem er í gangi er með ólíkindum. Fyrirtæki sem rekin eru með þessum hætti eru löngu komin á hausinn sbr bankarnir.
Við þurfum uppstokkun stjórnsýslu og alþingis. Nánar á: www.austurvollur.is/thor
Fær biðlaun í 16 mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2010 | 12:20
Auglýsingabrella?
Er þetti ekki bara auglýsingabrella starfsmanna RÚV til að bókin um dýralækninn verði metsölubókin í ár?
Í aðdraganda síðustu alþingiskosninga fór einn starfsmaður RÚV um landið í kosningaleiðangur (með símann stilltan í gegnum skiptiborð RÚV) í kjölfar þess að RÚV hampaði flokk hans í reglubundnum beinum útsendingum á RÚV og ríkisútvarpinu, í fréttatímum, Kastljósi og Silfri Egils. Umræddur Egill upplýsi síðan eftir kosningar að flokkinn kaus hann enda hans gæludýr.
Lýsandi dæmi um forskrúfaðan fjölmiðil í höndunum á pólitískum starfsmönnum sem misnota aðstöðu sína til að hafa áhrif á kosningar. Einn prófessor í friðarmálum sem hingað kom í Kastljósviðtal um forsetaembættið líkti RÚV við ritskoðaða fjölmiðla í gömlu einræðisríki.
Það þarf ekki að hreinsa restina af pólitísku skúrkunum úr lúsugu hári RÚV?
Farmboð 7176 til Stjórnlagaþings. www.austurvollur.is/thor
Bókaskrif leiddu til uppsagnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2010 | 11:54
Frambjóðandi 7176 - Beint lýðræði með skilvirkari stjórnsýslu
Alltof mikil fita er í stjórnsýslunni. Um leið og við komum á beinu lýðræði, fækkun þingmanna og rafrænu kosningakerfi getum við komið á ódýrari og skilvirkari stjórnsýslu.
Þetta og fleiri góðar hugmyndir vill frambjóðandi 7176 með inná Stjórnlagaþing. Nánar á: www.austurvollur.is/thor
Tveir búnir að kjósa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2010 | 11:46
Hversvegna tvö skíðasvæði?
Skíðaráð mótmælir hugmyndum um lokun skíðasvæða en rökstyður ekki hversvegna við þurfum tvö skíðasvæði á höfuðborgarsvæðinu.
Á Skuggaborg.is var lagt til að loka Bláfjöllum og nýta betur skíðasvæðið Skálafelli. http://skuggaborg.is/priorities/625-framleida-snjo-i-skalafelli-leggja-nidur-blafjoll
Þegar við erum að horfa uppá lokun sjúkradeilda í sparnaðarskyni og stækkandi matarbiðraðir hljótum við að þurfa að skoða skíðadaga sem kosta tugi milljóna á dag með yfirveguðum hætti.
Við getum einnig skorið niður í fjárlögum um fleiri milljarða, m.a. í utanríkisþjónustunni. Einnig má stokka upp stjórnsýsluna, gera hana skilvirkari og ódýrari í rekstri. Sjá hugmyndir á www.austurvollur.is/thor
Mótmæla hugmyndum um lokun skíðasvæða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.11.2010 | 16:44
Stálu Landsbankamenn kjötinu? Þeir svara ekki!
Eru þetta alltsaman ótíndir glæpamenn í nýja og gamla Landsbankanum?
Starfsmenn Landsbankans sviku peninga út úr mínu fyrirtæki árið 2008 undir því yfirskyni að selja okkur kjöt.
Ég hef reynt að spyrjast fyrir um það í bankanum hvar kjötið sé niðurkomið en þeir svara mér ekki.
Hér eru afrit af skeytum sem þeir svara ekki:
from Thor Magnusson <thor@islandus.com> to asmundur.stefansson@landsbankinn.is date Fri, Apr 23, 2010 at 6:11 PM subject Hvar er kjötið?
Heill og sæll Ásmundur,
From: Thor Magnusson <thor@islandus.com>
Date: 2010/2/18
Subject: Hvar er kjötið?
To: hilmartk@landsbanki.is
Cc: Hannes.J.Hafstein@landsbankinn.is
Við áttum samskipti á síðasta ári um kjöt sem Marteinn Kristjánsson
hjá Einabankaþjónustu Landsbankans reyndi að selja mér. Peningarnir
voru teknir af reikningi Álftaborga ehf. Ég var búinn að segja þér að
ég skrifaði aldrei undir samninginn sem kom, enda var textinn í þeim
samningi flókinn og ég gat ekki séð samræmi við símtalið frá Martein
þar sem hann bauð "kjöt".
Nú óska að fá upplýsingar um:
1. Ætlið þið að endurgreiða peningana sem voru teknir af reikningi
Álftaborga ehf vegna þessa máls?
2. Hvar er kjötið niðurkomið? Ekki hefur það gufað upp með peningunum?
Einhversstaðar hlýtur sjálft kjötið að vera niðurkomið?
Hverjir báru ábyrgð á þessum viðskiptum? Komi ekki endurgreiðsla á
þessu þarf að kæra þessi fjársvik til lögreglunnar og krefjast þess að
þetta mál verði rannsakað og þá sérstaklega hvað hefur orðið um bæði
peningana og kjötið. Í því sambandi vantar mig nöfn þeirra starfsmanna
sem tóku þátt í þessum viðskiptum, ég hef nafn Marteins Kristjánssonar
en vantar nöfnin á hans yfirmönnum, stjórn bankans og bankaráðs frá
þessum tíma. Getur þú vinsamlegast sent mér það um hæl ef þú ekki
endurgreiðir fjárhæðina.
Kveðja
Ástþór Magnússon
Raunvirði eigna Landsbanka eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)