Svar til Þjóðkirkjunnar: Þjóðin velji sitt fjall

Tel mig kristinnar trúar þótt ég sé ekki ávallt sammála stofnunum kirkjunnar eða einstökum starfsmönnum hennar.

Margt gott hefur komið frá Íslensku þjóðkirkjunni, annað mjög miður. Önnur trúfélög geta einnig hjálpað okkur að þróa sálina. Ég t.d. sæki stundum kirkju í Óháða söfnuðinum.

Fyrir mér er Guð eins og fjall, mismunandi form og útlit eftir því hvaðan þú horfir á það.

Þótt ég sé í framboði til Stjórnlagaþings tel ég mig engan rétt hafa til þess að kveða upp einhvern Salomons dóm um Þjóðkirkjuna eða stuðning ríkis, þjóðar og einstaklinga við hana.

Ég er í framboði til Stjórnlagaþings því ég vil færa valdið til fólksins í landinu. Ég vil koma hér á beinu og milliliðalausu lýðræði þar sem réttur einstaklingsins er virtur sem hluti af ákvarðanaferli stjórnsýslunnar.

Það hlýtur því að liggja í hlutarins eðli fái ég stuðning þjóðarinnar til Stjórnlagaþings, að þjóðaratkvæðagreiðsla skeri úr um þetta mál eins og mörg önnur.

Meira um framboð 7176: www.austurvollur.is/thor


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grefill

Besta og hreinlegasta svarið sem ég hef séð hingað til.

Grefill, 12.11.2010 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband