Jólasveinar í Efstaleiti

Mikil umræða er nú meðal frambjóðenda hver getur afhent sameiginlega yfirlýsingu til RÚV. Samkvæmt nýjum "pólitískum reglum" RÚV tala þeir við enga frambjóðendur fram að kosningum.

RÚV tekur hinsvegar við auglýsingum og peningum frambjóðenda í stað þess inna af hendi lögboðið upplýsingahlutverk ríkisfjölmiðlana.

RÚV ritskoðar síðan auglýsingar frambjóðenda og vill ráða "spurðu svo og sagði svo". Auglýsingar jólasveina virðast t.d. algerlega bannaðar á RÚV.

Ég er með lausn á því vandamáli frambjóðenda hvern á að senda í Efstaleiti með yfirlýsingu.

Í tilefni af því að jólin nálgast, legg ég til að einhver klæðist rauða spjaldinu og mæti sem Jólasveinninn í Efstaleiti til að afhenda yfirlýsinguna. Enda er það mest viðeigandi að jólasveinn afhendi þessum jólasveinum á RÚV þessa yfirlýsingu.

Borgarstjórin með rauða nefiðÞví miður er ég staddur erlendis og get því ekki mætt hvorki sem jólasveinn né sírenuvörður í þetta sinn til RÚV, en það eru margir aðrir ágæti jólasveinar á jöflaeyjunni. Svo er auðvitað borgarstjórinn með trúðs nefið sem aldrei var í banni RÚV enda svínvann borgarstjórastólinn.

Hér eru sjónvarpsauglýsing send til RÚV:
http://www.youtube.com/watch?v=_Tb3qlebTB8

Hér er ávaxtaveisla á RÚV:
http://www.youtube.com/watch?v=ORwkC8kqGLM&feature=player_embedded

Bloggfærsla: http://lydveldi.blog.is/blog/lydveldi/entry/1116476/

Ástþór Magnússon
Framboð 7176 til Stjórnlagaþings: www.austurvollur.is/thor


mbl.is Borgarstjóri með rautt nef
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband