Færsluflokkur: Bloggar
4.2.2010 | 11:53
Nornaveiðar kerlinganna
Það er ekki konum til framdráttar þegar kerlinganornir á fjölmiðlum misnota aðstöðu sína. Hér eru þrjú dæmi um slíkt:
1. Elín Hirst. Þegar ég kom í viðtal á Stöð2 í aðdraganda forsetakosninga árið 1996 var ég í bókstaflegri merkingu hakkaður niður af Elínu Hirst. Í nornaveiðum sínum bar Elín á mig ýmsar grófar aðdróttanir sem áttu ekki við rök að styðjast. Þetta var sent út í opinni dagskrá. Þegar kom að mér að svara fyrir mig lét Elín læsa útsendingunni þannig að aðeins þeir sem höfðu greitt áskrift Stöðvar 2 gætu hlustað á svörin mín.
2. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Margir hafa deilt á hlutdræg vinnubrögð Þóru Kristínar þegar hún starfaði á Morgunblaðinu. Ég kynntist þessu þegar ég mótmælti því að Borgarahreyfingin hafði látið bera mig út af fundum sínum með ofbeldi fyrir þær sakir að leggja til lýðræðisleg vinnubrögð. Flestir fjölmiðlar sem fluttu fréttir af fundinum sögðu einnig frá mótmælum á fundinum. Þóra Kristín hinsvegar sneiddi algerlega hjá mótmælum mínum og lofsöng þess í stað í sinni frétt af sama fundi þá ólýðræðislegu hreyfingu sem sigldi mánuðum saman undir fölsku flaggi í Íslensku þjóðlífi. Frétt Þóru var þannig í litlu samræmi við það sem gerðist á þessum fundi. Á endanum fengu lýðskrumarnir nokkra vanhæfa einstaklinga kosna á þing með dyggri aðstoð Þóru sem lofsöng lýðskrumarana mánuðum saman á vef og síðum Morgunblaðsins, svo og formanns hópsins sem starfaði á RÚV eða sama fyrirtæki og Egill Helgason sem einnig misnotaði sína aðstöðu til blekkja þjóðina og ota lýðskrumurunum inná þing.
3. Agnes Bragadóttir. Fyrst man ég eftir Agnesi þegar ég hringdi á fréttastofu Morgunblaðsins vegna einhvers máls Friðar 2000. Það fór hálfgerður hrollur um mig þegar ég talaði við fréttastjórann á vakt sem í þetta skiptið var Agnes í miklum nornaham. Í apríl s.l. í aðdraganda kosninga mætti ég svo í viðtal í Zetu Morgunblaðsins þar sem Agnes sat á kústskaftinu ásamt Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur og augljóslega ætluðu að efna til "grillveislu" með mig sem svínið. Vinur minn Sverrir Stormsker skrifaði pistil sem lýsir þessu ágætlega, bendi ykkur á að kíkja á hann: "Ástþór í stórfurðulegu viðtali"
Íslenskir fjölmiðlar þurfa endurskoðun og uppstokkun. Þeir þurfa að vera óhlutdrægur spegill samtíðar. Vettvangur mismundandi skoðana og lýðræðislegrar umræðu.
Þegar einstakir fréttamenn, stjórnendur eða eigendur fjölmiðla misnota aðstöðu sína til ota sínum tota eða vina sinna eru þeir að grafa undan þjóðfélaginu sem á endanum mun hrynja eins og við höfum séð gerast á Íslandi. Nýtt Ísland er byggt á sandi nema breyting verði á. Konur Íslands ættu að sameinast um að byggja nýtt og heiðarlegt Ísland og standa vörð um óhlutdræga fjölmiðlun.
Ofbýður ástandið á ritstjórnum landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.1.2010 | 15:17
Hvar er kjötið mitt?
Stuttu fyrir hrun hringdi fulltrúi frá einkabankaþjónustu Landsbankans í mig og bauð mér kjöt til sölu, þ.e.a.s. lifandi nautgripi sem síðar yrðu kjöt til neyslu. Lagði hann til að ég keypti nautakjöt fyrir 4 milljónir og sagði þetta gulltryggða fjárfestingu. Þetta væri svo pottþétt dæmi að hann gæti ekki séð hvernig væri hægt að tapa á þessu. Ég myndi koma út kem stórgróða líklegast fjórfaldan hagnað!
Ég benti manninum á að Bretar hefðu nú þurft að urða mikið magn af nautakjöti eftir sýkingu sem kom upp þar í landi. Þannig að það væri nú alltaf eitthvert risk í þessu. Við ákváðum að hann skyldi senda mér samning uppá eina milljón í kjötfjárfestingu.
Síðan kom samningurinn. Svo flókinn og furðulegur. Ekkert minnst á kjöt í þessum samning. Þannig að ég skrifaði aldrei uppá þetta plagg. Þeir tóku samt milljónina af bankareikningi. En kjötið hef ég aldrei séð? Hvar er þetta kjöt niðurkomið í dag? Gufaði það bara upp með peningunum?
Banna ætti flóknar fjármálaafurðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.1.2010 | 14:36
Hversvegna er Ólafur ekki í gæsluvarðhaldi?
Ólafur heldur Samskipum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.1.2010 | 11:23
Mafíuþefur af þessu
Nú á að breyta hrunaskýrslunni í leyniskýrslu sem þjóðin fær ekki að sjá fyrr en eftir Icesave atkvæðagreiðsluna.
Hverslags landráðamenn eru að störfum í stjórnsýslunni? Hvar eru kosningaloforðin um opna og heiðarlega stjórnsýslu. Loforðin um að allt verði afhjúpað og uppá borðinu?
Steingrímur og Jóhanna hvar "heiðarleikinn" sem umlék ykkur í aðdraganda síðustu kosninga? Ætlið þið virkilega að grafa ykkar gröf með mafískum vinnubrögðum á Alþingi?
Skýrslan frestast enn lengur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2010 | 16:36
Fleiri hundruð þorpsfífl?
Þegar ég benti á nauðsyn þess að hreinsa spillingu út úr stjórnarráðinu í forsetakosningum árið 1996 þegar kvótabraskið var að byrja að grafa undan þjóðfélaginu, var ég kallaður "þorpsfífl" í leiðara stærsta fjölmiðils þjóðarinnar. Eru þorpsfíflin nú orðin fleiri hundruð?
Væri nú ekki nær að nota atkvæði sitt í kosningum og losa sig við spillingaröflin í eitt skipti fyrir öll frekar en að standa úti í kuldanum á Austuvelli galandi eins og vindhani í eyðimörkinni?
Ef þið hefðuð ekki látið RÚV og spillta pólitíkusa blekkja ykkur við síðustu kosningar væri kannski nú kominn vísir að heilbrigðu og beinu lýðræði og þorpsfíflin gætu látið til sín taka á Alþingi frekar en gala ónýta þingmenn og ráðherra frammúr rúmum sínum á laugardag eftir laugardag.
200-300 á útifundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.1.2010 | 12:11
RÚV afsökunarbeiðni til Lýðræðishreyfingarinnar
Gott hjá RÚV að biðjast afsökunar á subbulegri frétt stofnunarinnar um fasteignakaup. Ekki er síður ástæða að biðja undirritaðann, Lýðræðishreyfinguna og Íslensku þjóðina afsökunar á sóðaskapnum í framgöngu ríkisfjölmiðlanna í aðdraganda síðustu alþingiskosninga.
RÚV hafði bein áhrif á úrslit lýðræðislegra kosninga með svipuðum hætti og tíðkast í alræmdum kommúnista og enræðisríkjum. RÚV var misnotað í þágu einstakra framboða m.a. framboðs undir forystu starfsmanns RÚV. Framganga RÚV mánuðina og vikurnar fyrir kosningar átti lítið skylt við frjálsa og óháða fjölmiðlun. Lýðræðið var fótum troðið af stjórnendum RÚV.
Hvar í lýðræðisríki þurfa löggilt framboð að leita til lögreglunnar til að fá inni í "kosningaumfjöllun" ríkisfjölmiðla? Hversvegna þurfti að framleiða hávaða með sírenu og gjallarhorni við fréttastofu RÚV til að fá vefsíðutengil Lýðræðishreyfingarinnar á kosningasíður RÚV?
Hversvegna var Lýðræðishreyfingunnni algerlega úthýst úr Silfri Egils? Þáttarstjórnandinn upplýsti nokkru eftir kosningar um stuðning sinn við Borgarahreyfinguna sem bauð fram til Alþingis undir forystu starfsmanns RÚV. Starfsmanns sem varð uppvís að því að ganga erinda framboðsins um landið á launum frá RÚV og sem tók á móti símtölum um skiptiborð RÚV í farsíma á kosningaferð um Akureyri!
Það þarf að hreinsa út yfirstjórn RÚV. Við þurfum hæfari og heiðarlegri útvarpsstjóra. Fjölmiðlar þjóðarinnar eiga að vera óhlutdrægir í starfsháttum og umfjöllun. RÚV getur ekki starfað áfram sem pólitískt hóruhús.
Ástþór Magnússon
Bað þingmenn og sendiherra afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2010 | 17:45
Erindi til Steingríms J Sigfússonar: Ég vil semja uppá nýtt um Icesave fyrir hönd Íslenska ríkisins
Fjármálaráðuneytið, Arnarhvoli við Lindargötu, Reykjavík.
7. janúar 2010
Ágæti Steingrímur,
Nú er lag að hringja til mín og nýta krafta mína í þágu uppbyggingar á
Íslandi eins og þú ræddir um í kosningasjónvarpi RÚV s.l. vor. Ég
ítreka boð mitt um að aðstoða ykkur og býðst nú til að leita nýrra
samninga um Icesave skuldbindingarnar við Bresk og Hollensk
stjórnvöld.
Ég tel alla möguleika á að ná betri samningum um Icesave, ekki síst um
vaxtabyrðina sem er í raun út af kortinu hvað varðar almenn lánakjör í
Evrópu. Engan tíma má missa, við þurfum að hefja þessa vinnu án tafar
til að glata ekki því einstaka tækifæri sem nú hefur opnast til nýrra
samninga.
Nauðsynlegt er að nýtt fólk komi að þessum samningum fyrir hönd
Íslensku þjóðarinnar til að ná raunhæfum árangri. Ég treysti mér til
að leiða það ferli.
Síminn minn er (númer fjarlægt úr bloggfærslu)
Virðingarfyllst,
Ástþór Magnússon
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.12.2009 | 22:50
Asnar!
Íslenska þjóðin hlýtur að eiga heimsmet í asnaskap. Rekið Pál Magnússon og ráðið mig í staðin uppá prósentur. Ég tek engin föst laun, kem með eigin bíl, og get lifað góðu lífi á prósentum af rekstri RÚV um leið og ég sendi út sömu eða betri dagskrá. Asnarnir á RÚV kunna ekki að reka þetta batterí! Enda á hverju er von þegar starfsmönnum RÚV leyfist að vera á launum hjá stofnuninni í kosningaferðalagi Norður í landi. Minni á það þegar mér var gefið samband við formann Borgarahreyfingarinnar í gegnum skiptiborð RÚV og launadeildin sagði mér að hann væri í vinnunni á launum hjá ríkisfjölmiðlinum. En sjálfur sagðist forkólfur Borgarahreyfingarinnar vera í kosningaferðalagi fyrir norðan! Hvenær fáið þið þessi asnaþjóð nóg af þessu rugli?
Á launum hjá RÚV í framboðsferð
Birt: March 26, 2009
Formaður Borgarahreyfingarinnar Herbert Sveinbjörnsson er á ferð um landið í kosningabaráttu fyrir Borgarahreyfinguna á launum frá Ríkisútvarpinu.
Á launum hjá RÚV í framboðsferð thumbnailFram kom í fréttum í gær að annar forsprakki samtakanna Gunnar Sigurðsson leikstjóri búsettur í Reykjavík leiðir lista Borgarahreyfingarinnar í því kjördæmi sem hefur mest vægi atkvæði á landsvísu.
Íslenska þjóðin hefur verið blekkt með aðstoð Ríkisútvarpsins og RÚV sem hafa útvarpað og sjónvarpað fundum þeirra félaga á meðan öðrum er meinaður aðgangur að ríkisjölmiðlunum.
Strax á fyrsta fundi Ástþórs Magnússonar með Gunnari Sigurðssyni leikstjóra í lok nóvember 2008 mátti ráða að Gunnar og Herbert stefndu á alþingisframboð.
Ekki ólíklegt að það hafi verið ástæðan fyrir því að þeir félagar létu bera Ástþór út af fundi samtakanna í Borgartúni eftir að hann lagði til lýðræðislegar leikreglur, og aftur úr leikhúsinu Iðnó, en Lýðræðishreyfingin hafði þá þegar tilkynnt um væntanlegt framboð til alþingiskosninga.
Herbert skellti símanum á Ástþór þegar hringt var í hann um skiptiborð RÚV og honum sagt að þar væri búið að staðfesta að starfsmenn RÚV héldu að hann væri í vinnunni enda á fullum launum.
Sölukostnaður RÚV nemur hundruð milljónum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.12.2009 | 09:07
Furðuleg vinnubrögð blaðamannasamtaka
Vinnubrögð blaðamannasamtaka hafa löngum verið furðuleg og yfirlýsingar þeirra um Íslenska fjölmiðla virðist heimatilbúinn soðningur frá Íslandi sem dansar eftir dyttóttum elítunnar.
Undanfarin ár höfum við fengið yfirlýsingar alþjóðlegra blaðamannasamtaka sem skipuðu Ísland í alþjóðlegt "FYRSTA SÆTI" yfir frjálsa og óháða fjölmiðla. Mér ofbauð svo þessi vitleysa að ég hringdi í þessi samtök og fékk þá það svar frá þeim sem vann skýrsluna, að hann hefði engin svör fengið frá Íslandi við spurningalista sínum svo hann setti bara Ísland í fyrsta sætið!
Á meðan ritstjórar Íslenskra fjölmiðla hafa skrifað leiðara með ádeilum á Rússneskt lýðræði vegna misnotkunar fjölmiðla, hafa á Íslandi farið fram fram forsetakosningar og alþingiskosningar þar sem fjölmiðlar landsins, meira að segja ríkisfjölmiðlar þjóðarinnar hafa verið stórkostlega misnotaðir í aðdraganda kosninga með enn grófari hætti en í Rússlandi. Lýðræðið fótum troðið og duglausum elítum beinlínis troðið þannig inná Bessastaði og Alþingi þar sem þeir/þau halda áfram að traðka á þjóðinni. En þjóðin er svo blinduð af ruglinu úr þessum fjölmiðlum að hún er eins og misnotuð eiginkona og sér ekki vandamálið.
Yfirlýsing norrænna blaðamannasamtaka tekur Morgunblaðið sérstaklega fyrir í yfirlýsingu sinni í dag. En þeir þurfa að skoða víðar. Það er nánast ekki til frjáls og óháður fjölmiðill á Íslandi. Þetta er allt sami drulluköku soðningurinn hvortsem það heitir RÚV, Stöð2, Skrár1, Fréttablaðið, DV eða Morgunblaðið. Allt hefur þetta legið flatt eins og hóra undir mismunandi elítuöngum þessa spillta lands.
Meðfylgjandi mynd sýnir umfjöllun um frambjóðendur í Íslenskum forsetakosningum. Stóra spjaldið er umfjöllun um sitjandi forseta sem margsinnis var troðið uppá þjóðina með aðstoð fjölmiðla í eigu stuðningsmanna. Litla spjaldið sýnir annan frambjóðenda sem fékk á sama tíma nánast enga málefnalega umfjöllun en var tekinn í gegnum "hakkavélar" DV og annarra fjölmiðla sem elítunni þóknaðist að nota í neikvæðum fréttaflutningi til að draga úr trúverðuleika þess framboðs. Þjóðin féll fyrir blekkingunni og strengjabrúðan á Bessastöðum lagðist flöt eins og töfrateppi undir útrásarvíkinga í uppbyggingu þeirra á alþjóðlegri fjársvikastarfsemi.
Áhyggjur af fjölmiðlum hérlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.12.2009 | 17:30
Sveltandi þjóð í fangelsi með forgangshraða
Grátlegt að horfa uppá Íslenskt réttlæti. Smákrimmar, jafnvel sveltandi húsmæður sendar í fangelsi með forgangshraða um dómskerfið fyrir stela kjöthleif úr verslun útrásarvíkinga á meðan milljarðaþjófagengið Finnur&Ólafur úr Framsóknarflokknum, Bakkabræður og tuttugu aðrir hvítflibbar valsa um með þýfið úr bönkunum og flytja eignir úr lögsögunni þvers og kruss um heimsbyggðina á leifturhraða.
Í fréttum dagsins segir einnig frá sjóræningjum í Sómalíu hafa nú stofnað kauphöll um sína glæpastarfsemi. Allir geti fjárfest í sjóránunum og ekki sé þverfótað í bænum þeirra fyrir lúxusjeppum sem teppi alla umferð. Þeir hafa kannski sótt fyrirmyndina hjá Íslensku kauphöllinni þar sem ein stórfelldasta fjársvikastarfsemi heims var stunduð með velþóknun hins spillta Alþingis.
Hvenær ætlar Íslensk þjóð að kasta af sér flokksfjötrunum og kjósa sér nýja leiðtoga?
Í fangelsi fyrir að stela nautalundum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)