Hvar er kjötið mitt?

cowStuttu fyrir hrun hringdi fulltrúi frá einkabankaþjónustu Landsbankans í mig og bauð mér kjöt til sölu, þ.e.a.s. lifandi nautgripi sem síðar yrðu kjöt til neyslu.  Lagði hann til að ég keypti nautakjöt fyrir 4 milljónir og sagði þetta gulltryggða fjárfestingu. Þetta væri svo pottþétt dæmi að hann gæti ekki séð hvernig væri hægt að tapa á þessu.  Ég myndi koma út kem stórgróða líklegast fjórfaldan hagnað!

Ég benti manninum á að Bretar hefðu nú þurft að urða mikið magn af nautakjöti eftir sýkingu sem kom upp þar í landi.  Þannig að það væri nú alltaf eitthvert risk í þessu. Við ákváðum að hann skyldi senda mér samning uppá eina milljón í kjötfjárfestingu.

Síðan kom samningurinn. Svo flókinn og furðulegur. Ekkert minnst á kjöt í þessum samning. Þannig að ég skrifaði aldrei uppá þetta plagg. Þeir tóku samt milljónina af bankareikningi. En kjötið hef ég aldrei séð? Hvar er þetta kjöt niðurkomið í dag? Gufaði það bara upp með peningunum?


mbl.is Banna ætti flóknar fjármálaafurðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ertu að bjóða okkur í grillveislu?

Offari, 29.1.2010 kl. 16:17

2 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Ætli það yrði ekki frekar loftkennd steik sem yrði á borðum. Nema yfirvöld fari að stinga þessum grjónum inn og sækja þýfið úr bönkunum. Kannski þeir geti fundið kjötið mitt og þá skal svo sannarlega efnt til veislu að fornum sið.

Ástþór Magnússon Wium, 29.1.2010 kl. 18:09

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tek  þessu sem augljósri líkingu og þar hittir hún gersamlega í mark. Akkúrat svona störfuðu þessir menn óáreittir á nokkur ár og nú er varla ketbolla í landinu.

Þessir menn eru svo ráðnir í tiltektina og til að vera dómarar og böðlar í málum hhinna sviknu, en standa sjálfir ofar lögum og dómi.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.1.2010 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband