Ritstjóri DV lúffaði aftur fyrir töframönnum auðvaldsins. Lýgur að lesendum!

Sorpritstjórinn sem lúffaði

DV þegir um gjörninginn og í Sandkorni er reynt að slá ryki í augu almennings

Drottningarviðtal DV við einn huldumanninn bakvið gjaldþrota fyrirtækjapýramídann sem rekur sorpritið féll heldur betur um sjálft sig í dag þegar Morgunblaðið birti umfjöllun um hvernig Jóhannes í Bónus færði tvö hundruð milljóna króna fasteign með bókhalds töfrabrögðum úr landi í öruggt skjól undan kröfuhöfum Baugs.

DV hefur þagað um þennan gjörning enda vill Jóhannes ekkert ræða um þetta mál og auðvitað eins og háttur er með slík drottningarviðtöl fékk hann textann til yfirlestrar áður en sorpritið bar yfirklórið á torg.

DV þagði einnig í morgun um töfrabrögð Jóhannesar. Það var ekki fyrr en tæplega eitt hundrað manns höfðu lýst hneykslan á vefnum eyjan.is að eitthvað heyrðist í DV og þá með Sandkorni undir fyrirsögninni "JÓI Í BÓNUS ER NÁGRANNI TIGER WOODS".

í Sandkorni DV er reynt að slá ryki í augu almennings og sagt að blaðið hafi sagt ítarlega frá þessu í forsíðu umfjöllun í júní 2009. Þetta er hinsvegar helber lýgi ef marka má vef DV því þar ekki minnst einu orði á það hvernig Jóhannes kom þessari fasteign undan kröfuhöfum.

Eina greinin sem finnst á vef DV frá júní 2009 þar sem minnst er á fasteign Jóhannesar í Flórída er undir fyrirsögninni: "EGGERT Á FIMM HÚS Á FLÓRÍDA". DV telur síðan upp fleiri manns, þar á meðal Í SMÁU LETRI INNÍ GREININNI nefndan Jóhannes í Bónus, sem eigi fasteignir á Flórída. Nú eiga margir Íslendingar auðvitað fasteignir á Flórída og annarsstaðar erlendis en fæstir þeirra sitja í 200 milljóna króna villu sem send var úr landi og stungið undan kröfuhöfum með bókhaldstöfrabrögðum.

Þessir menn ættu kannski að fá einhverskonar Eddu verðlaun fyrir töfralistir sínar. Þeir kunna að flytja fleira en faasteignir, þeir fluttu sjálft útgáfufélag DV undan kröfuhöfum, en það félag virðist hreinlega hafa horfið úr bókum Baugs einnig með bókhaldstöfrabrögðum.

Nú er DV rekið af þremur gjaldþrota hlutafélögum sem öllum er haldið uppi með bókhaldsbrellum, uppáskrifað af hinu þekkta alþjóðlega endurskoðendafyrirtæki Deloitte og sukkið er fjármagnað af Sparisjóði Siglufjarðar með innistæðum grandvaralausra Siglfirðinga. Þessi banki er í eigu Afl sparisjóðs sem er svo í eigu Arion banka sem var endurbyggður eftir hundruð milljarða framlög ríkissjóðs til borga innistæðueigendum til baka eftir að Bónus menn og fleiri ryksuguðu bankann. Verður Sparisjóður Siglufjarðar næstur?

Sjá meira hér:

Gjaldþrota DV fjármagnað af Sparisjóð Siglufjarðar

Blaðamannafélag Íslands styður mannorðsmorðingja

DV gjaldþrota


mbl.is Setti hús í bandarískt félag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Ástþór.

Já þetta er sorglegt.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.2.2010 kl. 23:54

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Er geislabaugurinn eitthvað farinn að trosna á Jóa.

Gunnar Heiðarsson, 28.2.2010 kl. 01:42

3 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Mín skoðun er það Reynir ritstjóri eigi heiður skilinn fyrir það að hans blað hefur verið hvað  ötulast við að segja frá spillingarmálum og vafasömum fjármálagjörningum. DV er greinilega "frjálst og óháð" þótt eignarhaldið sé þér ekki að skapi.

Sigurður Ingólfsson, 28.2.2010 kl. 10:19

4 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Sigurður, DV er ALLS EKKI FRJÁLST OG ÓHÁÐ. Það er mýmörg dæmi um hvernig þeir leiða hjá spillingarmálum eigenda sinna en hakka á öðrum.

Mér stendur nákvæmlega á sama hverjir eiga einhverja fjölmiðla á meðan þeir fjölmiðlar starfa á eðlilegum faglegum forsendum.

Þegar einstaka fjölmiðlar, eins í tilfelli DV, eru misnotaðir trekk í trekk til að ganga erinda eigenda sinna þá stendur mér ekki lengur á sama.

DV gerir einnig út á ærumeiðingar og mannorðsmorð sem hafa valdið ómældum sársauka hjá fjölmörgum fjölskyldum. Þar hafa heldur ekki verið stunduð heiðarleg eða fagleg vinnubrögð blaðamanns. Þeir hafa marg endurtekið sama leikinn, taka einhverjar gróusögur eða lygaáburð og birta hann í blaðinu. Ef gerðar eru athugasemdir eru þær annaðhvort ekki birtar, eða birtar inní blaðinu í örlitilli klausu þannig að það sem stendur eftir í huga fólks er rógurinn sem þeir báru á torg.

Fjölmiðill sem stundar svona vinnubrögð á ekki rétt á sér, og ég tek undir með lögmanninum sem skrifaði grein í Fréttablaðið í fyrra og kallaði blaðamenn DV: "Síbrotamenn á sviði ærumeiðinga".

DV menn fá reglulega á sig dóma, nálægt einu sinni í mánuði, en undantekning er ef slíkt gerist með aðra fjölmiðla. Mun fleiri myndu sækja mál gegn DV ef það væri auðveldara, líklegast fengju þeir þá sig VIKULEGA DÓM, en staðreyndin er sú að þeir eru gjaldþrota og ekki borgunarmenn fyrir dæmdum miskabótum.

Ástþór Magnússon Wium, 28.2.2010 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband