Frambjóðandi 9035 Brynjólfur Sveinn Ívarsson skrifar áfram níð um mig á DV bloggið og Facebook nú með þessum ummælum í dag:
"Ástþór Magnússon er landsþekktur rugludallur og að meiri gagnrýni en raun ber vitni hafi ekki komið fram á hann er vottur um heigulskap frambjóðenda."
Eins og fram kom í svargrein minni við níði Brynjólfs í gær aðhyllist hann öfga-hægri stefnu og styrkti á dögunum framboð skoðanabræðra sinna í bandaríkjunum með peningaframlagi í skiptum fyrir að fá Facebook "LIKE"´s frá USA inná framboðsíðu sína til Stjórnlagaþings.
Í grein sinni segist Brynjólfur hafa leiðst útí níðskrifin því honum "fannst umræðan vera svakalega dauf og ákvað að blása smá lífi í hana".
Brynjólfur virðist rugla Stjórnlagaþingi saman við sýndarveruleika en hann segist í video framboðskynningu sinni starfa sem geimsjóræningi í leiknum Eve Online.
Í grein Brynjólfs fyrr á árinu sagði hann ákvæði 76.grein stjórnarskrárinnar um að veita bæri öllum sem þurfi aðstoð á að halda vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar ekki samrýmast hugmyndum frjálshyggjumanna eins og sjálfs sín.
Ég er nýkominn frá Argentínu. Tók þar meðfylgjandi ljósmynd. Þar þurfa margir fátækir að lifa undir slíku kerfi sem Brynjólfur boðar og í bókstaflegri merkingu að éta það sem úti frýs. Þúsundir svangra barna og gamalmenna gista götur Buenos Aires undir berum himni á hverri nóttu.
Mikilvægt er að missa ekki jarðtengingu og nota nú það tækifæri sem Stjórnlagaþing veitir okkur til að skrifa nýja stjórnarskrá sem tryggi jafnan arð allrar þjóðarinnar af auðlindum sínum. Tími öfgamanna, flokkadrátta og sérhagsmunapots í stjórnmálum er lokið.
Framboð 7176 til Stjórnlagaþings: www.austurvollur.is/thor
Viljir þú senda FACEBOOK LIKE´s: www.facebook.com/lydveldi
p.s. Hér er myndband Brynjólfs þar sem hann segist starfa sem geimsjóræningi. Í níðgrein dagsins á DV virðist Brynjólfur hafa gleymt hvað hann skrifaði áður um aðstoð til fátækra og sjúkra. Hér getur Brynjólfur lesið þann boðskap sinn aftur.
16.11.2010 | 23:15
Skæruliði vill kaupa sig inná Stjórnlagaþing með stuðningi bandarískra öfga hægrimanna
Brynjólfur Sveinn Ívarsson, 23ja ára nemi í stjórnmálafræði er útsendari hægri öfgamanna inná Stjórnlagaþing.
Þessvegna reynir hann nú að grafa undan mínu framboði með níðskrifum. Á bloggsíðu DV setur þessi ungi frambjóðandi mig í flokk með 4 öðrum sem ekki meigi kjósa og hefur um mig þessi orð:
"2) Ástþór Magnússon Wium Það er nóg að nefna hann á nafn, við þekkjum hann öll. Það má einfaldlega ekki gera það þeim sem eru kosnir að þurfa að sitja undir fíflalátunum og röflinu í honum svo mánuðum skipti."
Brynjólfur og félagar hræðast mitt framboð til Stjórnlagaþings. Ég vil færa valdið til þjóðarinnar og tryggja velferð til handa öllum en það samrýmist ekki hugmyndafræði Brynjólfs sem vill áframhaldandi rányrkju útrásarvíkinga og fátækir éti það sem úti frýs. Sem formaður Frjálshyggjufélagsins skrifaði Brynjólfur grein um stjórnarskrá Íslands og segir: "Þá samræmist ákvæði sjöunda kaflans um að löggjafarvaldinu beri að gera ráðstefannir til að veita ,,Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika ekki hugmyndum frjálshyggjumanna (76. grein)"
Í grein sinni segir Brynjólfur að tryggja verði setu frjálshyggjumanna á stjórnlagaþingi og þangað ætlar hann til að standa vörð um gamla spillta kerfið.
Til þess sækist Brynjólfur eftir stuðningi bandarískra hægri-öfgamanna og skrifar þetta á Facebook síðu samtakanna: "Sorry to bother you Americans with European affairs. But I am running for the constitutional congress of Iceland with the aim of giving it a really good constitution like the US. Despite the request from Ron Paul not to support his candidacy from abroad with contributions, I couldn't resist ...giving him $5. I'm a stau...nch... supporter of your cause, I'm 23 years old, have traveled 7 times to America. And I only need like 600 likes on Facebook to become the most liked candidate on Facebook. Which has got some of the 523 people running for it into the news. If you want to support your Libertarian brothers in Iceland, please like the page provided in the link. Thank you and wish you all the best and god bless!"
Semsagt Brynjólfur Sveinn Ívarsson ætlar að vinna kosningar til Stjórnlagaþings með því að kaupa Facebook LIKE´s frá USA. Næst vill hann líklegast möndla Íslensku stjórnarskrána til að tryggja öfgafullum flokksbræðrum sínum í bandaríkjunum fullan atkvæðisrétt í kosningum á Íslandi?
Ástþór Magnússon Wium
Framboð 7176 til Stjórnlagaþings: www.austurvollur.is/thor
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
16.11.2010 | 14:17
Jólasveinar í Efstaleiti
Mikil umræða er nú meðal frambjóðenda hver getur afhent sameiginlega yfirlýsingu til RÚV. Samkvæmt nýjum "pólitískum reglum" RÚV tala þeir við enga frambjóðendur fram að kosningum.
RÚV tekur hinsvegar við auglýsingum og peningum frambjóðenda í stað þess inna af hendi lögboðið upplýsingahlutverk ríkisfjölmiðlana.
RÚV ritskoðar síðan auglýsingar frambjóðenda og vill ráða "spurðu svo og sagði svo". Auglýsingar jólasveina virðast t.d. algerlega bannaðar á RÚV.
Ég er með lausn á því vandamáli frambjóðenda hvern á að senda í Efstaleiti með yfirlýsingu.
Í tilefni af því að jólin nálgast, legg ég til að einhver klæðist rauða spjaldinu og mæti sem Jólasveinninn í Efstaleiti til að afhenda yfirlýsinguna. Enda er það mest viðeigandi að jólasveinn afhendi þessum jólasveinum á RÚV þessa yfirlýsingu.
Því miður er ég staddur erlendis og get því ekki mætt hvorki sem jólasveinn né sírenuvörður í þetta sinn til RÚV, en það eru margir aðrir ágæti jólasveinar á jöflaeyjunni. Svo er auðvitað borgarstjórinn með trúðs nefið sem aldrei var í banni RÚV enda svínvann borgarstjórastólinn.
Hér eru sjónvarpsauglýsing send til RÚV:
http://www.youtube.com/watch?v=_Tb3qlebTB8
Hér er ávaxtaveisla á RÚV:
http://www.youtube.com/watch?v=ORwkC8kqGLM&feature=player_embedded
Bloggfærsla: http://lydveldi.blog.is/blog/lydveldi/entry/1116476/
Ástþór Magnússon
Framboð 7176 til Stjórnlagaþings: www.austurvollur.is/thor
![]() |
Borgarstjóri með rautt nef |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)