Skæruliði vill kaupa sig inná Stjórnlagaþing með stuðningi bandarískra öfga hægrimanna

Brynjólfur Sveinn Ívarsson, 23ja ára nemi í stjórnmálafræði er útsendari hægri öfgamanna inná Stjórnlagaþing.

Þessvegna reynir hann nú að grafa undan mínu framboði með níðskrifum. Á bloggsíðu DV setur þessi ungi frambjóðandi mig í flokk með 4 öðrum sem ekki meigi kjósa og hefur um mig þessi orð:

"2) Ástþór Magnússon Wium – Það er nóg að nefna hann á nafn, við þekkjum hann öll. Það má einfaldlega ekki gera það þeim sem eru kosnir að þurfa að sitja undir fíflalátunum og röflinu í honum svo mánuðum skipti." 

fjolskylduhjalpin-bidrod_1038202.jpgBrynjólfur og félagar hræðast mitt framboð til Stjórnlagaþings. Ég vil færa valdið til þjóðarinnar og tryggja velferð til handa öllum en það samrýmist ekki hugmyndafræði Brynjólfs sem vill áframhaldandi rányrkju útrásarvíkinga og fátækir éti það sem úti frýs. Sem formaður Frjálshyggjufélagsins skrifaði Brynjólfur grein um stjórnarskrá Íslands og segir: "Þá samræmist ákvæði sjöunda kaflans um að löggjafarvaldinu beri að gera ráðstefannir til að veita ,,Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika” ekki hugmyndum frjálshyggjumanna (76. grein)"

Í grein sinni segir Brynjólfur að tryggja verði setu frjálshyggjumanna á stjórnlagaþingi og þangað ætlar hann til að standa vörð um gamla spillta kerfið.

ofgamadurinnbrynjolfursveinnTil þess sækist Brynjólfur eftir stuðningi bandarískra hægri-öfgamanna og skrifar þetta á Facebook síðu samtakanna"Sorry to bother you Americans with European affairs. But I am running for the constitutional congress of Iceland with the aim of giving it a really good constitution like the US. Despite the request from Ron Paul not to support his candidacy from abroad with contributions, I couldn't resist ...giving him $5. I'm a stau...nch... supporter of your cause, I'm 23 years old, have traveled 7 times to America. And I only need like 600 likes on Facebook to become the most liked candidate on Facebook. Which has got some of the 523 people running for it into the news. If you want to support your Libertarian brothers in Iceland, please like the page provided in the link. Thank you and wish you all the best and god bless!"

Semsagt Brynjólfur Sveinn Ívarsson ætlar að vinna kosningar til Stjórnlagaþings með því að kaupa Facebook LIKE´s frá USA.  Næst vill hann líklegast möndla Íslensku stjórnarskrána til að tryggja öfgafullum flokksbræðrum sínum í bandaríkjunum fullan atkvæðisrétt í kosningum á Íslandi? 

Ástþór Magnússon Wium
Framboð 7176 til Stjórnlagaþings: www.austurvollur.is/thor


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er skrípaleikur hjá karlinum, og ekki honum til sóma að skrifa svona um þig, Ástþór.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 23:24

2 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Það er slæmt að sjá að unga kynslóðin skuli ætla að halda áfram með þá bakstungupólitík sem hér hefur tíðkast.

Hörður Sigurðsson Diego, 16.11.2010 kl. 23:29

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta má ekki vera dýrt spaug drengurinn er ga ga.

Sigurður Haraldsson, 16.11.2010 kl. 23:35

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það lítur út fyrir að strákurinn hafi eitthvað misskilið kosninguna til stjórnlagaþings. Hún fer fram í kjörklefum, ekki á facebook!

Það er annars frekar aumt þegar menn reyna að koma sjálfum sér á framfæri með níði um aðra. Heiðarlegra er að telja fram eigin kosti og fyrir hvað maður ætlar að standa.

Það eru litlar líkur á að menn með slíka framkomu sem þessi drengur hefur, muni ná kjöri. Ef svo verður, er betra heima setið en af stað farið.

Gunnar Heiðarsson, 17.11.2010 kl. 13:56

5 Smámynd: Gunnar Waage

já þetta er ljótur leikur hjá stráknum. Hann gerði mér þó einn greiða og hef ég nú gert upp hug minn.

Þú færð mitt atkvæði.

Gunnar Waage, 17.11.2010 kl. 15:31

6 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Sæll Gunnar, takk innilega fyrir stuðninginn. Ég mun ekki bregðast trausti þínu verði ég kjörinn á Stjórnlagaþing.

Ástþór Magnússon Wium, 17.11.2010 kl. 16:39

7 Smámynd: Björn Emilsson

Er þetta ekki sami náunginn sem lét ljós sitt skín í Silfri Egils sl sunnudag. Mátti rétt halda vatni af hrifningu af Besta Flokknum og Jóni Gnarr. Hann sagðist hafa horft á viðtalið við Jón í Kastljósi 3svar. Hvar og hversvegna er Egill Helgason að draga svona viðrinni í þáttinn og í hvaða tilgangi.

Björn Emilsson, 17.11.2010 kl. 18:07

8 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Þar sem það er vitað að siðblindir menn munu alltaf sækjast eftir völdum þá er eins gott að hafa einhvern ventil til að stöðvað slíka brjálæðinga. Ástþór þú munt berjast fyrir því að valdið verði áfram í höndum fólksins en ekki hjá einhverjum einkahagsmuna samtökum. Það var talað um að beint lýðræði væri galinn hugmynd á ljósvakanum sem  var og er gjörsamlega óhæfur til að fjalla um kostningarnar þar sem þeir sváfu á verðinum meðan allt fór til fjandans og þeir sofa en!!!. Eins og staðan er í dag þá veitir nú ekki af því að hafa aðhald á þessum brjálæðingum á þingi þessvegna mun ég veita þér mitt atkvæði.

Elís Már Kjartansson, 17.11.2010 kl. 20:11

9 Smámynd: Adeline

Úff hann þarf að læra sitt þessi ungi strákur en hann kemst nú ekki langt á hrokanum....

Adeline, 17.11.2010 kl. 20:22

10 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Takk Elías fyrir stuðninginn. Ég mun ekki bregðast ykkur nái ég kjöri á Stjórnlagaþing.

Ástþór Magnússon Wium, 17.11.2010 kl. 21:12

11 Smámynd: Heiðar Sigurðarson

Þú færð líka atkvæði frá mér. Vona að þú hljótir kosningu.

Heiðar Sigurðarson, 17.11.2010 kl. 21:48

12 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Frábært, takk fyrir það Heiðar!

Ástþór Magnússon Wium, 17.11.2010 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband