15.11.2010 | 22:31
Davíð, eini maðurinn með smá vitglóru í hausnum?
Er að koma í ljós að fyrrverandi seðlabankastjóri var eini maðurinn með smá vitglóru í hausnum í aðdraganda hrunsins? Í frétt á framsóknarvefnum pressan.is er haft uppúr bók Björgvins G. Sigurðssonar eftir Davíð Oddsyni:
"Nú hafa útrásarvíkingarnir skuldsett landið þannig að landráðum líkist, sagði Davíð og gaf Ólafi Ragnari Grímssyni vænt olnbogaskot í leiðinni uppklappaðir af forsetanum og fleiri fínum mönnum, bætti hann við. Skerum á landfestar og skuldirnar við útlönd, sagði hann. Skiljum víkingana og þeirra brask eftir. Þá losnar þjóðin við erlendu skuldirnar og við getum haldið áfram betur sett en nokkru sinni fyrr....Hann lauk máli sínu á því að leggja það til að efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra yrði margfölduð og að nú riði á að hafa hendur í hári landráðamannanna. "
Asnaráðherrarnir í Samfylkingunni virtust hneikslast á þessum orðum Davíðs. En hvar eru landráðamennirnir núna? Undir verndarvæng Alþingis fá þeir afhent gjaldþrota fyrirtæki sín aftur fyrir brot af raunverulegum verðmætum.
Alþingi er ofhlaðið landráðamönnum sem eru að sökkva þjóðarskútunni.
Framboð 7176 til Stjórnlagaþings: www.austurvollur.is/thor
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.11.2010 | 11:10
Gjafir til RÚV - Reiðir frambjóðendur í undirkriftarsöfnun
Eplapoki, ein vesæl appelsína og peningaplokk RÚV er meðal þess sem rætt verður á www.borgarafundur.is í kvöld mánudaginn 15 nóvember kl. 20:00.
Fjörugar umræður fara nú fram á netinu meðal frambjóðenda til Stjórnlagaþings um lélega frammistöðu RÚV og auglýsingatilboð sem flestum frambjóðenda finnst smekklaust peningaplokk. Hneikslaðir frambjóðendur hafa sett á stað undirskriftarsöfnun og ætla að afhenda útvarpsstjóra yfirlýsingu þriðjudag.
Fleiri hundruð frambjóðendur eru nú að kynnast dæmalausum vinnubrögðum RÚV í fyrsta sinn. Ég hef hinsvegar kynnst þessu áður. Vakti m.a. athygli á vandamálinu þegar ég mætti með fullan eplapoka og eina appelsínu í beina útsendingu eftir síðustu alþingiskosningar.
Ávaxtaveislan í sjónvarpssal sýndi með myndrænum hætti mismunun RÚV gagnvart tveimur nýjum framboðum. Borgarahreyfingin fékk stuðning Egils Helgasonar og annarra starfsmanna ríkisfjölmiðlanna, Lýðræðishreyfingin var útilokuð frá Silfri Egils, sniðgengin og afskræmd af hálfu starfsmanna Ríkisútvarpsins. Hávaðasöm mótmæli og heimsókn til Lögreglustjórans í Reykjavík þurfti t.d. til að fá vefslóð Lýðræðishreyfingarinnar inná kosningavef RÚV.
http://www.youtube.com/watch?v=ORwkC8kqGLM&feature=player_embedded
Kosningar til Stjórnlagaþings eru fyrsta tilraun hér á landi til persónukjörs. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill taka upp beinna lýðræði og persónukjör. Það er því sorglegt að horfa uppá stjórnendur RÚV gera í buxurnar í þessum sögulegu kosningum.
En hér er hvernig þú kemst í Silfur Egils. Beint inní miðjan þáttinn en þar er auglýsingahólf:
http://www.youtube.com/watch?v=_Tb3qlebTB8
Hér er hægt að tilkynna þátttöku í borgarafundur.is
http://www.facebook.com/event.php?eid=161621590543430
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2010 | 17:47
Stjórnmál á steinaldarstigi
Ætli afkomendur okkar eigi ekki eftir að horfa til baka á Ísland í dag og furða sig á því hvernig þjóðin gat kosið yfir sig aftur og aftur stjórnmálamenn á steinaldarstigi?
Hvernig við létum steinaldarmenn eins og Finn Ingólfsson ryksuga upp peninga úr hirslum almennings til að mylja undir félagana í spilltasta greni landsins, Framsókn og S-vindl hópnum.
Ég las drottningarviðtal við grátandi Finn í Fréttatímanum. Samkvæmt því viðtali virðist hann bara hafa týnt peningana af trjánum í garðinum hjá sér og segist lítið eiga í Frumherja, fyrirtækinu sem ég hef lagt til að verði eitt þeirra sem við þjóðnýtum til að endurheimta stolna þjóðargullið.
Þannig að ég hringdi í Frumherja og ræddi þar við tvo starfsmenn. Þeir vissu lítið um eignarhaldið á fyrirtækinu sem þeir starfa hjá, höfðu aldrei hitt Finn svo þeir muni en fullyrtu að ekkert gruggugt væri undir þeim. Enginn gat Fundið mér símanúmerið Finns þannig að ég Fann ekki Finn.
Þannig að ég sendi tveimur stjórnendum Frumherja þetta bréf og bíð nú eftir svari:
Tilefnið er viðtalið við Finn Ingólfsson í Fréttatímanum í dag. Í framhaldi af samtali okkar um eignarhaldið á Frumherja bið ég um eftirfarandi upplýsingar vegna blaðagreinar sem ég er að skrifa:
1. Hverjir eru eigendur Frumherja ehf. Ef það er eignarhaldsfélag, hverjir eiga það eignarhaldsfélag?
2. Hvað lögðu núverandi eigendur mikla fjármuni í Frumherja ehf og hver er uppruni þeirra fjármuna sem núverandi eigendur notuðu til að yfirtaka Frumherja ehf?
3. Starfar einhver eigendanna við Frumherja ehf, ef ekki hvað/hvar starfa þeir?
4. Eru eigendur Frumherja ehf jafnframt í öðrum viðskiptum? Hver eru þau viðskipti?
5. Hvernig tengjast eigendur Frumherja ehf Framsóknarflokknum, VÍS og Gift?
6. Hvað er Frumherji Invest ehf?
7. Hversvegna hefur ársreikningum ekki verið skilað fyrir Frumherja ehf og Frumherja Invest ehf?
Með kveðju
Ástþór Magnússon
Tími til kominn að varpa spillingunni á dyr? Komast af steinaldarstiginu?
Kynntu þér framboð 7176 til Stjórnlagaþings: www.austurvollur.is/thor
![]() |
Ættflokkur á steinaldarstigi |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)