2.12.2009 | 09:07
Furðuleg vinnubrögð blaðamannasamtaka
Vinnubrögð blaðamannasamtaka hafa löngum verið furðuleg og yfirlýsingar þeirra um Íslenska fjölmiðla virðist heimatilbúinn soðningur frá Íslandi sem dansar eftir dyttóttum elítunnar.
Undanfarin ár höfum við fengið yfirlýsingar alþjóðlegra blaðamannasamtaka sem skipuðu Ísland í alþjóðlegt "FYRSTA SÆTI" yfir frjálsa og óháða fjölmiðla. Mér ofbauð svo þessi vitleysa að ég hringdi í þessi samtök og fékk þá það svar frá þeim sem vann skýrsluna, að hann hefði engin svör fengið frá Íslandi við spurningalista sínum svo hann setti bara Ísland í fyrsta sætið!
Á meðan ritstjórar Íslenskra fjölmiðla hafa skrifað leiðara með ádeilum á Rússneskt lýðræði vegna misnotkunar fjölmiðla, hafa á Íslandi farið fram fram forsetakosningar og alþingiskosningar þar sem fjölmiðlar landsins, meira að segja ríkisfjölmiðlar þjóðarinnar hafa verið stórkostlega misnotaðir í aðdraganda kosninga með enn grófari hætti en í Rússlandi. Lýðræðið fótum troðið og duglausum elítum beinlínis troðið þannig inná Bessastaði og Alþingi þar sem þeir/þau halda áfram að traðka á þjóðinni. En þjóðin er svo blinduð af ruglinu úr þessum fjölmiðlum að hún er eins og misnotuð eiginkona og sér ekki vandamálið.
Yfirlýsing norrænna blaðamannasamtaka tekur Morgunblaðið sérstaklega fyrir í yfirlýsingu sinni í dag. En þeir þurfa að skoða víðar. Það er nánast ekki til frjáls og óháður fjölmiðill á Íslandi. Þetta er allt sami drulluköku soðningurinn hvortsem það heitir RÚV, Stöð2, Skrár1, Fréttablaðið, DV eða Morgunblaðið. Allt hefur þetta legið flatt eins og hóra undir mismunandi elítuöngum þessa spillta lands.
Meðfylgjandi mynd sýnir umfjöllun um frambjóðendur í Íslenskum forsetakosningum. Stóra spjaldið er umfjöllun um sitjandi forseta sem margsinnis var troðið uppá þjóðina með aðstoð fjölmiðla í eigu stuðningsmanna. Litla spjaldið sýnir annan frambjóðenda sem fékk á sama tíma nánast enga málefnalega umfjöllun en var tekinn í gegnum "hakkavélar" DV og annarra fjölmiðla sem elítunni þóknaðist að nota í neikvæðum fréttaflutningi til að draga úr trúverðuleika þess framboðs. Þjóðin féll fyrir blekkingunni og strengjabrúðan á Bessastöðum lagðist flöt eins og töfrateppi undir útrásarvíkinga í uppbyggingu þeirra á alþjóðlegri fjársvikastarfsemi.
Áhyggjur af fjölmiðlum hérlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjölmiðlar, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:00 | Facebook
Athugasemdir
Það er amk hægt að segja að þú talir af reynslunni.
Eftir 2 ár getur Davíð farið í forsetaframboð. Hann á eftir að prófa þann stól líka. Þangað til er hans ferill ófullnægjandi. ÓRG gæti vermt ritstjórastól Fréttablaðsins. Minnist þess ekki að hann hafi verið ritstjóri.
Gísli Ingvarsson, 2.12.2009 kl. 09:45
Var ekki Ólafur Ragnar Grímsson ritstjóri Þjóðviljans 1983-1985?
En það eru gersamlega fáranleg vinnubrögð þessara blaðamannasamtaka að beina spjótum sínum að Davíð Oddsyni hvað varðar þessa umræðu. Sá maður er nýkominn til starfa á Morgunblaðinu og löngu eftir að þetta vandamál með Íslenska fjölmiðla leit dagsins ljós. Hann er ekki gerandinn í þessu.
Ástþór Magnússon Wium, 2.12.2009 kl. 09:53
Sæll Ástþór.
Ég hugsaði það sama heimasoðin samsetning til matreiðslu utanlands frá, og einkar sérkennilegt hvað pólítíkin blandast alltaf inn í blaðamennskuna.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 2.12.2009 kl. 23:49
Þetta hlýtur að vera vitlaust þýtt. Þetta getur hafa verið verið ályktun frá blaðurmannafélgagi Norðurlanda
Kristinn Pétursson, 3.12.2009 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.