Margrét, ekki meir, ekki meir!

margretsosaMargrét Sverrisdóttir ætlar víst að bjóða sig fram í þriðja sinn, þrátt fyrir hraksmánarlega útkomu í fyrri skiptin.  Er ekki hægt að stöðva þessa vitleysu?  Ég hef talið mig lýðræðissinna, en þetta er ekkert grín.  Kosningar eru fokdýrar og skattborgararnir borga brúsann, þeir sömu og hafa þegar hafnað Margréti tvisvar (innskot: eða jafnvel þrisvar fjórum sinnum)!  En Margrét hefur víst gert út á það heima og erlendis að vera ,,frambjóðandi" (sbr. Al Gore), af því að erlendis eru menn í þeirri stöðu yfirleitt málsmetandi.

Ofangreind færsla er endurrit af eigin bloggfærslu Margrétar Sverrisdóttur, með breytingu á nafni frambjóðanda. Upphaflegu færslu Margrétar má lesa hér:
http://margretsverris.blog.is/blog/margretsverris/entry/405818/

Heitir þetta ekki að kasta steinum úr glerhýsi?


mbl.is Margrét Sverris íhugar framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Sigurðsson

Sammála Margrét ekki meir.

Ómar Sigurðsson, 25.11.2009 kl. 00:26

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Snilld Ástþór.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.11.2009 kl. 00:33

3 Smámynd: Sigurjón

Sæll Ástþór.

,,The pot calling the kettle black", væri enska útgáfan af þessu...

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 25.11.2009 kl. 07:20

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er með þeim fyndnustu pistlum sem ég hef séð um hríð.

Hver býr í stærsta glerhúsinu? Er fyrsti stafurinn í nafninu Á?

Ertu með þessu að segja að þú hafir ekki með nokkru móti mátt bjóða þig fram? Voru kosningarnar sem þú tókst þátt í alltof dýrar ?

Ég man eftir öðrum en þér í svipinn sem orð þín hitta fyrir.

Aðeins örfáum atkvæðum munaði á sínu tíma að Margrét Sverrisdóttir færi inn í Reykjavík 2003 og hún var ýmist inni eða úti alla nóttina.

Það var aðeins vegna ranglátrar kjördæmaskipunar að svo fór.

Varst þú kannski inni eða úti alla nóttina þegar þú bauðst þig fram til forseta?

Ef Reykjavík hefði fengið að vera eitt kjördæmi í síðustu kosningum, eins og eðlilegt væri, hefði Margrét líka farið á þing.

Er ekki talsverður munur þessu eða því að vera nokkurn veginn eins fjarri því að ná kjöri eins og þú varst, Ástþór minn góður?

Að svo mæltu vil ég segja það sem skoðun mína að ef forseti Íslands á á annað borð að vera þjóðkjörinn í hvert sinn þá er það ekki nema sjálfsagt að hver sá, sem stenst um það kröfur, bjóði sig fram.

Ómar Ragnarsson, 25.11.2009 kl. 15:08

5 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Ómar, þessi pistill var settur inn sem grín. Ég hélt nú að þú sjálfur grínistinn myndir átta þig á því.

En auðvitað er mesta grínið það að tala um kostnað við kosningar í sambandi við einstaka frambjóðendur. Þar eru auðvitað fráleitur málflutningur af hálfu Margrétar.

Ástþór Magnússon Wium, 25.11.2009 kl. 15:30

6 Smámynd: Sigurjón

Sælir Ómar og Ástþór.

Mér finnst ekki samanburðarhæfar kosningar til Alþingis og til Forseta Íslands.  Í síðara tilvikinu er aðeins einn kosinn úr hópnum, en í því fyrra 63.  Að vísu nær alltaf miklu fleiri í framboði, en sá sem er í 5-7% flokki getur átt von á því að komast inn á þing, meðan sá sem er með 5-7% atkvæða í forsetakosningum getur gleymt því að verða forseti.

Lokaniðurstaðan: Ekki sambærilegt...

Kveðja frá Asíu, Sigurjón

Sigurjón, 25.11.2009 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband