12.10.2009 | 17:30
Gætum verið komin lengra
Hugmyndin virðist síast inn en því miður með hraða snigilsins. Stundum hefur mér fundist ég kasta perlum fyrir svín, en kannski þær nái að skína á endanum.
Í hálfan annan áratug hef ég kynnt fyrir þjóðinni þær hugmyndir að Ísland verði í framtíðinni miðstöð alþjóðlegra friðarmála. Að núverandi hernaði verði breytt til þróunarhjálpar og alþjóðlegrar friðargæslu.
Í forsetaframboði árið 2004 fullyrti ég að Bandaríski herinn myndi hverfa innan skamms. Ég reyndist sannspár um þetta því ákvörðunin kom innan 2ja ára!
Ég beindi kosningabaráttu minni að þeirri hugmynd að á Keflavíkurflugvelli skyldi rísa friðarháskóli með þróunarmiðstöð lýðræðis og þjálfunarbúðir og þjónusta við alþjóðlega friðargæslu. Ég nefndi NATO sérstaklega í því sambandi sem áhugaverðan byrjunarreit í þessu ferli og er þetta ein ástæða þess að ég hef ekki verið stuðningsmaður þess að Ísland gangi úr NATÓ. Hef viljað vinna að þessu máli innanfrá í þeim samtökum.
Það er ánægjulegt að vísir að starfseminni sé að fæðast bæði með Keili og þessu Hollenska fyrirtæki, en um leið sorglegt að á Bessastöðum sitji dragbítur sem hefur svikið hvert einasta loforð sem hann gaf mér og öðrum friðarsinnum að vinna þessu máli brautargengi.
Við gætum verið komin svo miklu lengra í þessu. Ég hefði nú þegar viljað sjá þúsundir starfandi á Íslandi í tengslum við alþjóðlega friðargæslu og umbreytingu hernaðar hinna ýmsu þjóðríkja til þróunarhjálpar.
Vonandi tekst þjóðinni betur upp í næstu forsetakosningum og endi ekki með aðra pólitíska mellu á Bessastaði.
Getur skapað 150-200 föst störf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.