3.4.2009 | 09:08
xP Lýðræðishreyfingin býður Magnús Ólafsson leikara velkominn

Þetta er ólíkt vinnubrögðum Borgarahreyfingarinnar en þar hafa sjálfskipaðir leiðtogar sem enginn hefur kosið um skipað sjálfa sig í efstu sætin fyrir luktum dyrum í flokksræðislegu bakherbergismakki.
Þegar Ástþór Magnússon lagði til lýðræðisleg vinnubrögð var hann í orðsins fyllstu merkingu borinn út af fundum hreyfingarinnar í Borgartúni og leikhúsinu Iðnó. Nú hefur Borgarahreyfingin hafið ófrægingarherferð gegn Magnúsi Ólafssyni leikara sem einnig vildi að menn sameinuðu kraftana til að koma á lýðræðisbreytingum.
Lýðræðishreyfingin býður Magnús Ólafsson leikara velkominn og er honum boðið sæti á lista xP í Kraganum þar sem kjósendum yrði síðan gefinn kostur á að ákveða það hvort þeir vilja Magnús til starfa á Alþingi Íslendinga.

xP Lýðræðishreyfingin hefur einnig fengið fjölda nýrra og efnilegra frambjóðenda til liðs við sig síðasta sólarhring eftir að störf þingmanna og ráðherra voru auglýst laus til umsóknar á job.is. Launakjör eru frá um 600,000 krónum á mánuði auk ýmissa fríðinda og sækja má um starfið á slóðinni: http://job.xp.is
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjölmiðlar, Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Ég segi nú ekki meira en ja hérna hér flest er hægt að bjóða fólki upp á.
Gísli Foster Hjartarson, 3.4.2009 kl. 13:50
Þið eigið vel saman Ástþór, þú, Magnús og Eiríkur.
Friðrik Þór Guðmundsson, 3.4.2009 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.