14 ára friðarbarátta

Friður 2000Friður 2000 er 14 ára í dag. Þann 4 mars 1995 var Friður 2000 stofnað í Háskólabíó. Á annað þúsund einstaklingar og félagasamtök stóðu að stofnun félagsins. Þrátt fyrir margvíslegt mótlæti gegn samtökunum sem hafa boðað nýja hugmyndafræði í friðarmálum, sem því miður hafa enn ekki átt upp á pallborðið hjá "stjórnmálaskörungum" þessa lands, þá hefur ýmsu verið áorkað:

1995 – Flogið með hjálpargögn og jólapakka með kveðjum frá Íslenskum börnum fórnarlamba Chernobyl og stríðhrjáðra barna í Sarajevo. Hugmyndin verður öðrum hvatning og bílalestir með hjálpargögn og slíka jólapakka berast næstu árin til Chernobyl og á stríðshrjáð svæði með bílalestum frá ýmsum stöðum.

1996 – Bókinni "Virkjum Bessastaði” dreift á öll heimili landsins. Skorað á frambjóðendur að taka upp friðarmálin. Þegar enginn þeirra bregst við áskoruninni lýsir Ástþór sjálfur yfir framboði og notar síðan beinar sjónvarpsútsendingar til að fá Ólaf Ragnar Grímsson til að gefa kjósendum loforð um að beita embættinu í friðarmálum verði hann kjörinn. Forsetinn sveik kosningaloforðið í 12 ár. Í aðdraganda kosninga tók Ástþór við Gandhi mannúðarverðlaunum og afhenti Clinton bandaríkjaforseta eintak af Virkjum Bessastaði.

1997 – Ástþór skorar á heimsbyggðina frá Baghdad að mótmæla fyrirhugaðri árás á Írak. Ástþóri tókst að koma skilaboðunum í gegnum CNN, ABC, CBS og nær alla heimspressuna í 5 daga samfleitt og margsinnis sem aðalfrétt og forsíðufrétt í erlendum stórblöðum! 1998 er Ástþór sæmdur Heilögum Krossi Grísku Réttrúnaðarkirkunnar að útnefningu UNESCO eftir að Clinton hætti við innrásina í kjölfar mikilla mótmæla.

2002 – Ráðamenn vilja að Icelandair flytji vopn og hermenn fyrir Bush í Írakstríð. Ástþór sendir út viðvörun um hættulegt óðagot sem geti dregið Íslensk flugfélög inní hryðjuverkastríð. Þá fangelsaður en sýknaður af Hæstarétti. Hætt við að nota Icelandair flugvélar til vopnaflutninga.

2006 – Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri stofnar Friðarstofnun Reykjavíkur. (Ástþór kynnti slíka hugmynd fyrir borgarstjóra árið 1995)

2007 – Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar undirritar samning um stofnun alþjóðlegs háskóla á Keflavíkurflugvelli er starfi að friðarmálum, kenni alþjóða- og öryggismál. (Ástþór kynnti hugmyndir að friðarháskóla á Íslandi árið 1997 eftir að fá stuðning við hugmyndina hjá fjölda fræðimanna erlendis, síðan í forsetaframboði 2004 og 2006 sendi bæjarstjóranum tillögu að slíkri starfsemi á Keflavíkurflugvelli).

2007 - Yogo Ono kom frá New York með friðarsúlu til Viðey (Ástþór kynnti Ísland sem land friðar á fjölda fyrirlestra í New York, Tokyo og víðar m.a. hjá Sameinuðu Þjóðunum í New York og í hjá friðarháskóla S.Þ. Costa Rica yfir 9 ára tímabil 1995-2004).

2008 – Stjórnvöld samþykkja beiðni Palestínumanna um friðarfund á Íslandi og Forseti Íslands handsalar samkomulagið á Bessastöðum. Ástþór kynnti þessar hugmyndir í Palestínu og Ísrael árið 2001 og aftur fyrir nánum samstarfsmönnum Yasser Arafat árið 2004.

Nánar á www.forsetakosningar.is - www.peace2000.org - www.althing.org


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Til hamingju með daginn, Ástþór minn.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.3.2009 kl. 13:09

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Allt þetta starf þitt og heimurinn enn í báli og brandi.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.3.2009 kl. 15:01

3 Smámynd: Offari

Rétt er það það er sorglegt hvað árangurinn er lítill. Hugmyndin góð en alltof fáir virðast taka eftir þörfini. Núna er einmitt tækifærið til að koma boðskapnum til leiðar. Fyrst þurfum við að leysa þann hnút sem okkar þjóð fékk á sig. Ef okkur tekst að leysa hnútin friðsamlega verðum við öðrum þjóðum til fyrirmyndar og getum sýnt heiminn að hægt sé að leysa vandamál án vopna. Til hamingju Ástþór ekki gefast upp því tími friðarins mun að endanum koma. Vonandi færð þú að sjá hann.

Offari, 7.3.2009 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband