20.1.2009 | 18:11
Veruleikafirrt stjórnarandstaða í leikhúsi fáránleikans
"Nei nei við Vinstri græn fórum bara út til þess að taka þátt í þessum mótmælum og tala við fólk svo förum við í okkar vinnu núna" svaraði Álfheiður Ingadóttir þingmaður VG skælbrosandi út að eyrum þegar blaðamaður spurði hvort búið væri að loka Vinstri græna úti úr Alþingishúsinu.
Hvaða vinnu er þessi mótmælandi að tala um? Vinnu við að lífróður undir galeiðu snarbrjálaðrar ríkisstjórnar? Vinnu við að sigla þjóðarskútunni í strand? Vinnu við að gala ofaní tóma tunnu um hvort selja eigi áfengi í matvörubúðum á meðan húsið brennur og þjóðin missir endanlega allt?
Fylgir ekki nægjanlegur hugur máli hjá þingmönnum VG til að segja af sér þingmennsku og ganga úr Alþingishúsinu og sýna þannig í verki að þeir styðja ekki þinghaldið?
Ætlar Steingrímur J og hans lið áfram að kynda undir að börn og unglingar séu handtekin af lögreglu við Alþingishúsið á meðan þeir sitja inní hlýjunni í veruleikafirrtu Alþingi og viðhalda leiksýningunni?
Eins og ég sagði í fyrri grein: "Yfirgefi stjórnarandstaðan þingið yrði það heimsfrétt. Erfitt fyrir ríkisstjórn að sitja áfram á slíku þingi því þing án stjórnarandstöðu myndi á augabragði afhjúpa séríslenska ráðherraræðið sem einhverskonar einræðistilburði í augum heimsins. Stjórnvöld myndu endanlega missa alla tiltrú og hitna svo undir ráðherrastólum að ekki yrði í þeim vært stundinni lengur".
Þessi aðgerð myndi einnig afhjúpa hvort stjórnarandstaðan er eitthvað betri. Hvort þeir sem þarna sitja fyrir Vinstri Græna eða aðra flokka eru þar af hugsjón eða sem áskrifendur að þægilegu launaumslagi.
4.1.2009 | Höfnum spilltum pakkaferðum alþingismanna
Þjóðin var í Alþingisgarðinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Löggæsla, Viðskipti og fjármál | Breytt 21.1.2009 kl. 01:32 | Facebook
Athugasemdir
Það kemur kannski að því að VG gangi út. Trúi ekki að Framsókn tæki þátt í svoleiðis gjörningi.
Villi Asgeirsson, 20.1.2009 kl. 18:41
af hverju ætti stjórnarandstaðan að vilja missa vinnuna, það er mjög skiljanlegt að þeir vilji ekki gera það. Frekar hanga á þingi og rífa kjaft þó að þeir séu valdalitlir.
ari (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 03:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.