Bráðfyndin hugleiðing um Harðar Torfa "Raddir fólksins"

Magnús Þór bloggaði þetta bráðfyndna myndskeið af YouTube og þjóðfélagsádeilu um Raddir fólksins.

Hvort á ég að gráta eða hlægja yfir æðibunugangi Harðar Torfasona og yfirlýsingu í fréttum þar sem hann segir að mótmæli annarra en hans eigin séu ólögleg! Ólögleg??? Maðurinn sem stendur fyrir því að mótmælendur ryðjast inní stofnanir, varna ráðherrum inngöngu á Alþingi og sem lýsir því yfir á RÚV að hann ætli að trufla fund Alþingis n.k. þriðjudag, segir aðra sem vilja leggja orð í belg lögbrjóta.

Hörður bíður ekki einu sinni eftir því að hafa tekið yfir Alþingi með nýjum kommaflokki sínum, Hörður hefur tekið sér alræðisvaldið strax í dag!

Það hljóta fleiri en ég að sjá hverslag aðför þetta er að tjáningarfrelsinu. Viljum við slíkan sovét-fasisma eins og vinnubrögð Harðar í stað þess skríplega ráðherraræðis sem nú tröllríður hér húsum?

Ég verð einnig að hryggja Hörð Torfason með því að hann fer með rangt mál að ég sé ræðumaður á Austurvelli í dag. Ég bíð enn eftir svarinu frá Herði við bréfi mínu, vonandi fæ ég að taka um hljóðnema "Radda fólksins" á næstunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Ég fór allt í einu að hugsa um veiki ísbjörninn í æðavarpinu síðastliðin sumar.

Heidi Strand, 17.1.2009 kl. 14:20

2 identicon

Fáránlegt að reyna að stela öðrum mótmælum með því að hafa þau á sama tíma, það skapar bara úlfúð. Þessar "Nýju Raddir" gætu sýnt þá kurteisi að vera með mótmælafundinn sinn bara á sunnudögum. Annað er tilraun til sovét-fasisma og kommúnista-yfirgangs.

ari (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 15:43

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Þetta er alveg skelfilegt ástand og sýnir bara að Hörður og félagar kunna ekki gott að meta.  Skorum á þetta lið að leyfa Ástþóri að tala og öðrum þeim sem hafa eitthvað til málanna að leggja. 

Björn Heiðdal, 17.1.2009 kl. 16:13

4 Smámynd: Rannveig H

Þú og Eiríkur Stefánsson megið skammast til að halda ykkar mótmæli sjálfir og að vera ekki endalaust að troða öðrum um tær.

Rannveig H, 17.1.2009 kl. 17:28

5 Smámynd: Ransu

Rétt að bæta við að seinna í myndinni Life of Brian hittast Judean peoples front og The peoples front of Judea  og fara að slást, man ekki hvort þeir drepa ekki hver annan líka. Þannig missa öll mótmæli þeirra marks og spillta stjórnin er þannig í góðum málum.

Spurning hvort Raddir fólksins og Nýjar raddir séu ekki Judean peoples front og The peoples front of Judea og spillta stjórnin nýtur góðs af því að mótmalendur lendi í hár saman.

Ransu, 17.1.2009 kl. 21:01

6 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Ransu, þú hefur lög að mæla. Ef Hörður Torfason hættir ekki ofbeldinu með sínum fasísku og einræðislegu vinnubrögðum þá auðvitað missa mótmælin algerlega marks.

Þegar sífellt fleiri koma fram í dagsljósið sem fá ekki að tala á þessum fundum tvístrast þessir hópar enn meira og þetta verður ónýtt.

Ég skora á Hörð Torfason að beita sér fyrir því að ná samkomulagi við alla þá aðila sem hafa sýnt því áhuga á að koma fram mótmælum svo hópnum sé ekki tvístrað með þessum hætti.

Að minnsta kosti hvað mig varðar er eina krafan að tekin séu upp lýðræðisleg vinnubrögð og allir hafi jafnan aðgang að ræðupúltum sem kynnt eru sem "raddir fólksins".  

Ástþór Magnússon Wium, 18.1.2009 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband