Hörður svaraði ekki! Vill úr alræði ráðherravalds í alræði kommúnista

EinræðisherraSorglegt, en Hörður Torfason svaraði ekki bréfinu sem ég sendi honum um tjáningarfrelsi á Austurvelli. Ekkert lýðræði á Austurvelli ef Hörður fær að ráða. Enginn má þar tala nema einráðurinn Hörður samþykki. Einvaldurinn svarar hvorki bréfum né símtölu frá fólki sem er honum ekki þóknanlegt.

Einn ágætur kunningi minn segir Hörð hafa sagt í byrjun desember að hann væri nr. 50 á biðlista frummælenda á Austurvelli og haft yrði samband við hann. Enginn hefur hringt þótt troðið sé upp sama fólkinu fund eftir fund. Í dag þegar þessi ágæti og mælski maður hafði samband skellti Hörður Torfason á hann símanum!

Í Speglinum á Rás1 hjá Ríkisútvarpinu fimmtudagskvöld sagðist Hörður stefna á flokksframboð ásamt Einari Má Guðmundssyni rithöfundi og ritstjóra NEI sem þeir kynna sem kommúnískt dagblað á netinu.

Þarna er líklegast komin skýringin á því að enginn má koma í ræðustól svokallaðra "Radda fólksins" á Austurvelli nema kommúnistar og aðrir sem sverja sovét-fasistum hollustu. Þessvegna eru jólasveinar og aðrir lýðræðissinnar sem sjá í gegnum blekkingarvefinn bornir út af fundum þeirra.

Lýðræðissinnar láta auðvitað ekkert bjóða sér svona rugl til lengdar. Að óprúttnir aðilar nýti sér örbyrgð fólksins í landinu til að blekkja það í klær kommúnista. Það eru ekki "Raddir fólksins" að þagga niður í fólki og hefta tjáningarfrelsið. Við viljum ekki slíka kúgun í stað ráðherraræðis. 


mbl.is Mótmælin halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Ekki er ég oft sammála þér ástþór en þessu er ég sammála, ég persónulega tel að hörður sé ríkisstarfsmaður sem er setur þarna til að halda almúganum rólegum

Alexander Kristófer Gústafsson, 17.1.2009 kl. 01:55

2 Smámynd: Nýjar raddir á Austurvelli

Snýst þetta nokkuð um Ástþór? Þöggunin virðist beinast gegn mun fleiri en honum. Þurfum við ekki að öll að leggjast á eitt að standa vörð um tjáningarfrelsið?

Nýjar raddir á Austurvelli

Nýjar raddir á Austurvelli munu nýta sinn lýðræðislega rétt til tjáningarfrelsis og mæta með ræðupall á Austurvöll kl. 15:15.

Umræðan opnar með stuttu ávarpi og síðan verður orðið gefið laust eins lengi og tími leyfir.

Skorað er á fólk úr öllum flokkum og stigum þjóðfélagsins að mæta og ávarpa fundinn.

Nýjar raddir á Austurvelli tengjast hvorki Herði Torfasyni né Vinstri grænum, en fólki úr þeirra röðum er að sjálfsögðu einnig velkomið að tjá sig á þeim ræðupalli lýðræðis og tjáningarfrelsis sem opnar kl. 15:15.

Við viljum þverpólitískt litróf sameinað um beint og milliliðalaust lýðræði, nýtt lýðveldi með tjáningarfrelsið að leiðarljósi.Nánar á www.austurvollur.org

austurvollur5.jpg

Nýjar raddir á Austurvelli, 17.1.2009 kl. 03:27

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Er þetta ekki eitthvað sem þú stendur fyrir Ástþór? Ef ekki væri áhugavert að fá upplýsingar um hver stendur á bak við nýjar raddir á austurvelli?

Birgitta Jónsdóttir, 17.1.2009 kl. 08:18

4 Smámynd: Heidi Strand

Birgitta, þetta er rétt hjá þér. Þetta er gert til þess að skemma fyrir mótmælafundunum sem eru alltaf kl. 15. Annars hefðu þeir auglýst sinn fund á öðrum tíma. Þeir vilja efna til æsingar.

Heidi Strand, 17.1.2009 kl. 11:27

5 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Heidi, ég get með góðri samvisku sagt að ég er saklaus af því að "efna til æsingar". 

En hefur það ekki alltaf verið þannig í gegnum aldirnar, að þegar tjáningafrelsi og höftum er komið á eins og þeir sem kenna sig við "Raddir fólksins" hafa gert, þá hefur fólk brotist undan slíku oki og einræði hvort sem er undan fasisma eða kommúnista.

Fólk hlýtur að velta því fyrir sér hversvegna þeir sem skipuleggja og standa fyrir mótmælafundum og tala gegn spillingu og blekkingum í stjórnkerfinu gera það með því að innleiða sjálfir spillingu í eigin samtökum og í stað lýðræðislegrar umræðu stunda þöggun á raddir í röðum mótmælenda sem eru þeim ekki þóknanlegar.

Ástþór Magnússon Wium, 17.1.2009 kl. 11:39

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Víst stendur þú á bak við þetta kjaftæði Ástþór.

Heiða B. Heiðars, 17.1.2009 kl. 13:46

7 Smámynd: Heidi Strand

Ásþór, ég hef aldrei trúað á jólasveininum. Fríður 2000

Með því að auglýsa fund ofan á annan, kemur í veg fyrir að fólk getur notað tjáningarfrelsið.

Heidi Strand, 17.1.2009 kl. 14:12

8 identicon

haha friðarspillirinn og fasistinn Ástþór heldur áfram að tuða og hrópa úlfur úlfur og enginn hlustar á hann eins og vanalega. Kostulegt..... bwahahahahah

ari (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 15:57

9 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Heidi og Ari, ég ætla ekkert að leggjast niður í það ræsið að fjalla um glósur ykkar. Svona ómálefnalegt rugl eins og frá ykkur dæmir sig sjálft.

Ástþór Magnússon Wium, 18.1.2009 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband