Ástþór varð þungamiðja umfjöllunarinnar í fréttum.

Kommúníska vefritið NEI skrifaði fyrirsögnina sem ég nota á þessa grein í umfjöllun sinni um fund mótmælenda í Iðnó fimmtudagskvöld.

Vonandi gat ég kennt þeim eitthvað gagnlegt með uppákomunni, eins og t.d. að það þarf ekki að kasta eggjum, málningu eða múrsteinum í lögreglumenn til að ná athygli fjölmiðlanna á mótmælum. Tilætluðum, kröftugri og betri árangri er náð án líkamlegs ofbeldis og skemmdarverka.

Naktir mótmælendurTil að "stela senunni" og búa til "frétt dagsins" þarf frumlega hugmynd við mótmælin svo viðstaddir missi andlitið og standi í þögn með gapandi kjaftinn eins og gerðist þegar ég gekk inn á gólf í Iðnó með gylltan staf mömmu minnar sálugu, bankaði í gólfið og spurði "Fær jólasveinninn að tala hér".

Ég arkaði inná gólf fundarins eftir að þeir sem þarna voru samankomnir og stóðu fyrir uppákomunni höfðu ítrekað í fleiri vikur sameinast um að útiloka mig frá lýðræðislegri umræðu og leikritum sínum  sem þeir hafa troðið upp með í Háskólabíó og á Austurvelli að fyrirmynd sovét-fasista í stað lýðræðis.

Ég ætla að gera orð Harðar Torfasonar í umfjöllun NEI af fundinum í Iðnó að mínum:  Hörður Torfason var fyrsti ræðumaður kvöldsins. Hann sagðist mótmæla þegar troðið væri á réttindum sínum og annarra. „Ég hef leyfi til þess sem betur fer. Ég lifi í þannig landi.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

fólk vill ekki pólítíkusa á fund, svo hefurðu ekki náð að skapa þér næga virðingu í samfélaginu með því að móðga nánast alla sem þú tjáir þig um. Er það virkilega allt of flókið að skilja af hverju þú ert ekki velkomin hér og þar. Gæti það tengst eitthvað hegðun þinni. Þú ert ekki Messías þó svo að ÞÚ haldir það. ;)

ari (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 18:37

2 Smámynd: Heidi Strand

Skora á þig að mótmæla á Ríkistjórnarfund  í rauðu sparifötunum þinum.
Þá verður allir 13 samankomnir.

Heidi Strand, 10.1.2009 kl. 18:45

3 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Frábært, þetta er eins segull á kommana sem þyrpast hingað inn að lesa. Nákvæmlega eins og ég lýsi í greininni!

Ástþór Magnússon Wium, 10.1.2009 kl. 18:51

4 Smámynd: Heidi Strand

Ég er ekki kommi og hef aldrei verið, og ég las ekki færslunni hér að ofan. Ég fór inn til að koma með  hugmynd á framfæri til jólasveinsins.

Heidi Strand, 10.1.2009 kl. 19:13

5 identicon

Þú náðir því sem þú vildir ná og til hamingju með það.

Annað: Ég tel það óþarfa að uppnefna fólk "komma". Þjóðin hefur verið leikin grátt af græðgisöflum og þau finnast í flokkunum báðum sem eru í ríkisstjórn. Ég mæli með því að þú komir sjónarmiðum á framfæri án þess að dæma aðra það þjappar fólki saman í girðingar sem er óþarfi. Við drukknum öll ef við sem þjóð stöndum ekki saman gegn þessum spillingaröflum.

Anna María (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 19:13

6 Smámynd: Jónas Jónasson

Kommar eru eins og hommar inni í skáp að því leitinu til að þeir eiga það til að vilja frekar sigla undir fölsku flaggi.

Jónas Jónasson, 10.1.2009 kl. 19:40

7 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Heidi, ég hef ekki kallað þig komma er það? Ég hef kallað þá komma sem stóðu fyrir að bera mig út af fundinum. Það var gert eftir handbendingu Gunnars leikstjóra. Ég hef einnig kallað NEI komma enda auglýsa þeir sig sjálfir sem slíkir. Þá hef ég kallað Einar Már rithöfund komma enda eru hans vinnubrögð í samræmi við það.

Ástþór Magnússon Wium, 10.1.2009 kl. 19:40

8 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Ágæti Ástþór,

Ég er ekki viss um hver tilgangur þinn var með uppákomunni í Iðnó og litlu nær eftir lestur þessa pistils.

Ef tilgangurinn var að fá fjölmiðla til að koma á framfæri vitrænni umræðu um þann vanda sem að almenningi staðar á Íslandi í dag, þá er ljóst að honum er engan veginn náð.

Ef, hins vegar, tilgangurinn var sá einn að fá umræðu um Ástþór Magnússon í fjölmiðlum þá færð þú prik fyrir að ná þeim tilgangi.

Fyrri tilgangurinn er lofsverður og mikilvægur á þessum tímum. Seinni tilgangurinn er hégómlegur og í raun til ógagns þeim fyrri.

Það dylst engum að þér liggur iðulega mikið á hjarta, en óhefðbundnar tjáningaraðferðir þínar, þótt þær séu gjarnan eftirtektarverðar, virðast ekki vel til þess fallnar að  koma af stað vitrænni umræðu.

Gangi þér þó vel að finna þinn farveg.

Kveðja,

Sigurður Ingi Jónsson, 10.1.2009 kl. 20:22

9 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Sigurður Ingi, ljóst er að þú hefur ekki lesið linkana undir greininni, né hlustað á útvarpsviðtalið. Þetta kemur allt fram þar hver tilgangurinn var.

Ástþór Magnússon Wium, 10.1.2009 kl. 20:32

10 identicon

Ákveðið fyrirkomulag var á þessum fundi, það var þannig að fólk rétti upp hönd og beið þess að kæmi að þeim. Það gerðir þú ekki, Ástþór, og varst með læti og reyndir óspart að koma athyglinni að þér. Það var vanvirðing við alla sem voru þarna með hönd upp rétta til að bera fram spurningu. Þess vegna varstu rekinn út.

Salvör Þ (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 01:50

11 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Salvör, hefur þú ekki lesið greinarnar sem linkað er á og aðdragandann að þessu máli?

Þú ert semsagt að segja mér að valdhafar eigi ekki að hlusta á mótmælendur.  Það er ekki hægt að skilja athugasemd þína öðruvísi en þú viljir að þeir sem ráðskast með valdið geri það með ólýðræðislegum hætti og hlusti ekki á þeim sem andmæla slíkum vinnubrögðum.

Það er semsagt vanvirðing að þínu mati gagnvart stjórnvöldum að mótmæla t.d. á Austurvelli eða ganga inní bankana til mótmæla eftir að aðrar leiðir hafa verið reyndar? Þú ert að segja að það sem rætt var á þessum fundi í Iðnó og verið að réttlæta fyrir lögreglu og öðrum, sé í raun dónaskapur. 

Ef ég skil þig rétt þá mæta mótmælendur á enga fundi, þá líklegast heldur ekki palla Alþingis, mótmælendur eiga bara að sitja heima og sætta sig við yfirganginn.

Er þetta þín skoðun?

Ástþór Magnússon Wium, 11.1.2009 kl. 01:59

12 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Salvör "nafnlausa", gleymdi að setja inn netfangið þitt svo fólk viti hver þú ert:

11. jan. 2009 01:50 | Höfundur er ekki skráður á blog.is
salkagullbra@gmail.com | IP-tala: 157.157.101.212 

Ástþór Magnússon Wium, 11.1.2009 kl. 02:01

13 identicon

Þetta er engan veginn mín skoðun, það sem ég var að segja var það að þú virðist vilja meina að þinni persónu hafi verið sýnd óvirðing á þessum fundi, en málið er að þú sýndir þeim sem voru að bíða eftir að fá að koma með spurningar óvirðingu, og þú virtir ekki lýðræðið sem ríkti á þessum fundi með því. Þetta snýst ekki beint um fundarstjórana, og hvað þeim fannst, eða hvort þeir vildu hafa þig þarna, heldur um það að allar spurningar frá öllum aðilum, hvort sem þeir eru í búningi eða ekki, fái að koma fram í þeirri röð sem þær berast. Ég talaði aldrei um vanvirðingu gagnvart stjórnvöldum, enda ber ég litla sem enga virðingu fyrir sitjandi ríkisstjórn, heldur vanvirðingu gagnvart almenningi.

Og afsakaðu, ég fattaði ekki að það að koma fram undir nafni mínu "Salvör", væri nafnleysi í þínum augum. 

Salvör (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 03:14

14 identicon

Aðrir menn og málefnalegri hafa reyndar löngu sýnt fram á að til eru ýmsar leiðir til að mótmæla aðrar en að kasta eggjum. Reyndar hafa þeir fundarmanna sem stunda beinar aðgerðir, staðið fyrir flestum tegundum friðsamlegra og frumlegra mótmælaaðgerða, bæði passívra og aktívra. Almennt hefur tilgangur þeirra þó verið sá að vekja athygli á valdníðslu stofnana og stórfyrirtækja gagnvart almenningi eða minnihlutahópum en ekki til að vekja athygli á persónulegum deilum tveggja hrokagikkja um það hvernig fundastjórn skuli háttað á fundi sem annar þeirra boðar til og tekur ábyrgð á.

Hvað varðar hugmyndina um það hvort spurningar fái að heyrast í þeirri röð sem þær berast, þá voru a.m.k. 7 manns sem áttu orðið á undan þér og ég sé nú alveg hvernig það samræmist þínum eigin hugmyndum um lýðræði að vaða fram fyrir þá alla.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 14:29

15 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Eva, þetta snýst ekkert um persónulegar deilur tveggja manna. Ég þekki þennan Gunnar nákvæmlega ekkert. Þannig að það eru engar deilur okkar á milli sem ég veit um.

Þetta snýst um tjáningarfrelsið. Að virða tjáningarfrelsið. Ég vil biðja þig að hafa í huga að ég var búinn að fara hina leiðina, leiðina um fundarsköp. Hún gekk ekki, ég var borinn út af fyrsta fundinum eftir að leggja til lýðræðislega leið varðandi fyrirspurnir og val á ræðumönnum.

Ég var heldur ekkert að ætlast til að tala næstur í Iðnó. Þú verður auðvitað að átta þig á að aðgerðin í Iðnó voru mótmæli við því sem á undan var gengið. Góður fundarstjóri hefði einfaldlega sagt, sestu niður ágæti jólasveinn, þú færð orðið eftir þeim 7 sem komnir eru á mælendaskrá.

Slíkt hefðu verið lýðræðisleg vinnubrögð.

Það var alveg ljóst Eva ef ég hefði mætt, setið í salnum eins og ég reyndi áður, hefði ég aldrei fengið að bera upp eina eða neina spurningu þarna. Það var orðið ljóst áður.

Það þarf að gerast hugarfarsbreyting til lýðræðis hjá þessum samtökum. T.d. eru orð Harðar Torfasonar í Silfri Egils í dag í engu samræmi við þá ÞÖGGUN sem ég hef mátt þola frá þessum aðilum:

"Ég (Hörður) fer með míkrafón niður á austurvöll segi tjáið ykkur. --- Það þarf að virkja alla“ -- „þeir sem eru sífellt að setja girðingar, því fleiri girðingar sem þú setur í kringum þig, því meira ertu að einangra sjálfan þig“ --- „öll þessi skylirði þú mátt ekki vera með, þú mátt ekki vera með. Um leið og við byrjum að fara eftir þessu þá getum við bara pakkað og farið heim“ --- „fjölmiðlar meiga sinna þessu betur, það er þöggun gríðarleg þöggun í gangi“

Orð Harðar Torfasonar eru ekki í samræmi við þau vinnubrögð sem ég hef séð undanfarnar vikur:

1. Hörður hefur synjað mér og fleirum um aðgang til að segja nokkur orð á Austurvelli

2. Þöggun Harðar hefur gengið það langt að hann neitaði að flytja 2 setningar í lok fundar á Austurvelli og segja frá kaffifundi og opnum ræðupalli lýðræðissinna í desember, en flytur síðan slíkar tilkynningar fyrir aðra sem honum eru þóknanlegir.

3. Ég hef verið borinn út af fundum Opins borgarafundar í tvígang, og þriðja skiptið meinað aðgang af dyravörðum eftir að fundurinn „kaus mig inn“. Mér skilst að Hörður hafi verið við fundarstjórn á sviðinu þegar þeir meinuðu mér endurkomu í Iðnó.

Ástþór Magnússon Wium, 11.1.2009 kl. 19:54

16 identicon

Ástþór, hversvegna heldurðu ekki þína eigin fundi? Ekki hefur það hvarflað að mér að ég þurfi á Herði Torfasyni eða Gunnari Sigurðssyni að halda til að fá að segja skoðanir mínar. Maður bara finnur sér sinn eigin vettvang og ef maður á annað borð hefur eitthvað athyglisvert fram að færa mun fólk mæta. Sumir til að hlusta, aðrir til að gagnrýna en fólk með bein í nefinu fer ekki í stríð við þá sem vilja ekki hlusta heldur finnur sér aðra og áhugaverðari viðmælendur.

Ég skil ekki alveg hversvegna þú ert svona stoltur af því að Ástþór Magnússon hafi orðið þungamiðja umfjöllunar um þennan fund. Umræðuefnið var mismunandi mótmælaaðferðir og samskipti lögreglu og mótmælenda. Heldurðu virkilega að það sé meiri þörf á umræðu um þig í jólasveinabúningi?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 21:47

17 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Eva, það kemur mér á óvart að þú fattir þetta ekki.

1. Auðvitað get ég haldið aðra fundi og mótmæli, en þá er byrjað að tvístra mótmælendum í hópa. Þú hefur heyrt þetta orðtiltæki ekki satt: "Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér"

Tvístraðar aðgerðir mótmælenda eru ekki eins vænlegar til árangurs og sterk samhæfð hreyfing.

2. Umfjöllun um fundinn. Eva þetta ættir þú nú af öllu fólki að skilja, púnktinn í þessu. Þið eruð að mæta í alskyns mótmælaaðgerðir sem miðast að því að ná athygli fjölmiðla. Ef það væri ekki tilgangurinn gætir þú alveg eins mótmælt í lokrekkjunni heima hjá þér. Ástæða þess að ég náði athygli með þessum mótmælum var að þau komu á óvart. Það var lykillinn í þessum mótmælum og er líklegast oftast lykillinn að góðum mótmælum.

Kannski þið hefðuð átt að hafa mig á þessum fundi til að kynna mína reynslu af mótmælum í gegnum árin. Ég hef dundað við þetta í nær tvo áratugi.

Ástþór Magnússon Wium, 11.1.2009 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband