Staksteinar Morgunblaðsins um mótmælendur

Ég hreinlega verð að birta þessa bráðsmellnu þjóðfélagsádeilu úr Staksteinum Morgunblaðsins í dag þar sem þeir birta meðfylgjandi mynd með spurningunni "Jólasveinn eða anarkisti?"
 
Hvers á jólasveinninn að gjalda?
 
Áhugaverð uppákoma varð á borgarafundi í Iðnó í fyrrakvöld.
 
Þar var einn frummælenda »NN, anarkisti« eins og hann var kynntur í fundarboði. Hann talaði með grímu fyrir andlitinu.
 
NN talaði m.a. fyrir þann hóp manna, sem efnir gjarnan til mótmæla með hulin andlit.
 
Sá hópur spyr yfirleitt ekki um fyrirfram auglýsta dagskrá, fundarsköp eða mannasiði þegar hann telur sig þurfa að koma boðskap sínum á framfæri. Og finnst það bara í góðu lagi.
 
Á borgarafundinum vildi grímuklæddur maður í jólasveinabúningi koma sjónarmiðum sínum á framfæri.
 
Hann gleymdi að vísu að spyrja út í dagskrána og fór ekki að fundarsköpum. Var líka með einhvern hávaða.
 
Þá brá svo við að honum var hent út af fundinum. Fylgismenn NN, anarkista, gerðu hróp að honum.
 
Voru það orðnir hagsmunir anarkistanna að það væri ekki anarkí á fundinum?
 
Á bloggsíðum skilja stuðningsmenn grímuklæddra mótmælenda og formælendur fjölbreytni í mótmælaaðferðum ekkert í dónaskap og yfirgangi jólasveinsins.
 
Enn og aftur er ómaklega vegið að jólasveininum.
 

mbl.is Fjórtándi fundurinn á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú heldur að staksteinar séu bandamenn þínir í alvöru, þá ertu að misskilja eitthvað.

ari (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 18:23

2 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Frábært Ari, þú ert duglegur með að setja inn athugasemdir. Haltu áfram á þessari góðu braut.

Ástþór Magnússon Wium, 10.1.2009 kl. 18:53

3 Smámynd: Neddi

Þetta er nú ekki alveg rétt hjá staksteinum því anarkistarnir gerðu ekki hróp að þér heldur vildu þeir að þú fengir að bera upp erindi þitt.

Neddi, 10.1.2009 kl. 19:46

4 identicon

Takk Ástarpúngurinn minn fyrir að gleðjast yfir litlum netdreng sem skoðar síðu þína, ég veit að þú getur verið stoltur af þér, slík er viðurkenningin. Ég óska þér alls hins besta í viðleitni þinni að fá athygli og viðurkenningu í samfélaginu en finnst hún þó frekar kjánaleg

ari (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 21:16

5 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Ari nafnlausi

10. jan. 2009 18:37 | Höfundur er ekki skráður á blog.is
ari_ee@hotmail.com | IP-tala: 85.220.120.45

Þú spammar hér hverja færsluna á fætur annarri allt með ómálefnalegu rugli án þess að lesa eitt eða neitt í þeim greinum sem þú ert að spamma við. Þetta er að ég held tuttugasta athugasemdin þín í dag og þær eru úr jafn illa upplýstum haus að því virðist. Það er augljóst af því sem þú skrifar. Ég er ekki viss um að ég standi í að svara þér meira. 

Ástþór Magnússon Wium, 11.1.2009 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband