Mótmælendur gasa andófið og ryðja brautina fyrir fasískar löggur

Merkilegt að lesa viðbrögð svokallaðra "mótmælenda" við andófi gegn fasísk-sovéskum vinnubrögðum þeirra.

Litli minnihlutahópurinn bloggar nú þúsundir athugasemda við því að skegg-klæddur jólasveinn gekk inná gólf á fund grímuklæddra ræðumanna með gylltan staf í hendi og bað um orðið. Bloggararnir eru oft nafnlausir og nota sumir hverjir fjölda notendanafna til að stækka hópinn.

Jólasveinninn getur víst ekki kallað sig "anarkista" því hann aðhyllist virkt lýðræði í opnu og skipulögðu þjóðfélagi þar sem tjáningarfrelsið er í heiðri haft.

Annað má segja um Heiðu B. Heiðars bloggara sem á anarkista fundinum vildi að lögreglan samþykkti að tilnefna frekar samningamenn til að ræða við mótmælendur frekar en að gasa fólkið af mikilli áfergju.

RitskoðunTillaga Heiðu væri kannski marktækari hefði hún sjálf slík sjónarmið að leiðarljósi. Sannleikurinn er hinsvegar sá að Heiða rakkar niður lýðræðið á bloggsíðu sinni "Athyglisbrestur jólasveinn" en lokar síðan blogginu á þann sem hún gasar og meinar honum að svara fyrir sig.

Mótmælendur reyna nú að ryðja brautina fyrir and-lýðræði og kommúnisma á Íslandi.

Feti lögreglan í fótspor þeirra munu kínverskar-netlöggur byrja að loka á óþægilega og gagnrýna umræðu gegn stjórnvöldum á bloggsíðum um leið og lýðræðissinnar verða bornir burt af samkomum og lokaðir inná gúlaginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband