Ritskoðun og þöggun fjölmiðla

RitskoðunSífellt fleiri dæmi koma uppá yfirborðið um sérhagsmunagæslu með ritskoðun og þöggun fjölmiðla. Það er ótækt að þeir sem gefa sig út fyrir að vera "frjálsir og óháðir fjölmiðlar" séu í raun handstýrðar málpípur huldumanna sem kippa í spotta eftir eigin hentugleikum til að stjórna hér lýðræðislegri umræðu.

Menn eru byrjaðir að velta því fyrir sér hvort blogvefur Morgunblaðsins sé að syngja sitt síðasta vegna ritskoðunar.  Moggabloggið búið að vera skrifar Baldur McQueen. Þegar ég deildi á einn huldumanninn bakvið fjölmiðlana var reynt að fela mitt blog frá lesendum: Ritskoðun á MBL blogginu. Aðrir skrifa um svipaða reynslu.

FréttarotturDV segir Agnesi Bragadóttur hafa ljóstrað upp ritskoðun á Morgunblaðinu.  Sorpritstjórinn sjálfur Reynir Traustason skýrði frá því í frægu símtali sem útvarpað var af RÚV í desember að DV væri ritskoðað. Reynir á eftir að gera það mál upp við þjóðina með því að skýra frá því hver kippti í þá spotta.

Lára Ómarsdóttir fyrrum fréttamaður gerði úttekt um þróun fjölmiðla á Íslandi þar sem ýmislegt kemur fram um hagsmunagæslu.

Árni Snævarr biður Skífu-Jón að koma heim til að stöðva Baugsvæðingu fjölmiðlanna. Segir varðhund eigenda kominn inn á gólf fréttastofunnar. 

FjölmiðlasvínÁhugavert að Árni Snævarr talar um að Elín Hirst hafi verið sérstakur fulltrúi tveggja forkólfa Sjálfstæðisflokksins á fréttastofu Stöðvar2 og látin fara fyrir vikið.  Páll Magnússon fór einnig frá Stöð2 yfir á RÚV en þá líklegast til að standa þar vaktina fyrir Baugssvínin og passa uppá Elínu á nýja staðnum.

Ég minnist þess að lenda alvarlega saman með kerlingunni Elínu Hirst á meðan hún var að leika varðhundinn á Stöð2, eftir að ég deildi hart á Sjálfstæðisflokkinn og talaði um að vilja fá umboð þjóðarinnar í forsetakosningum að komast í Stjórnarráðshúsið (þar sem forsetinn var með skrifstofu) til að moka út spillingunni áður en þeir myndu setja þjóðina á hausinn. Umrædd Elín úthúðaði mér í opinni dagskrá og leyfði mér svo að svara í lokaðri dagskrá, auðvitað til að stærri hluti þjóðarinnar fengi boðskap minn snarbrenglaðan frá Stöð2.

BaugssvíniðNiðurlag Árna Snævarr er að betra sé að hafa Skífu-Jón en Svína-Jón því sá fyrrnefndi hafi aðeins áhuga á peningum.

Auðvitað eiga eigendur fjölmiðla ekki að blanda sér í ritstjórnarstefnuna ef þeir kynna fjölmiðlana undir þeim formerkjum að þeir séu opnir öllum sjónarmiðum í lýðræðislegri umræðu. 

Ég hef sjálfur fengið að kynnast því hvernig grísir eru kosnir til forseta að sovéskri fyrirmynd með aðstoð fjölmiðlasvína.

Hér eru nokkrar greinar um þessi mál:

Ritskoðun á MBL blogginu

Fjarlægt að kröfu Hreins Loftssonar?

Leppur forsetahjónanna?

Slæm reynsla af fréttastofu RÚV

Lesið hér um ritskoðun RÚV

Hér er vefur um eignarhaldið á DV: www.sorprit.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Svo óhreinkar þú vefritið Nei. hér annarsstaðar. Sá á því að þú hafðir ekki lesið ritsjórnarstefnu vísað er til með link á forsíðu þess heldur staðhæfir án þess að kynna þér hlutina. Þar má meðal annars lesa þetta:

Nei. er kommúnískt í þessum skilningi: að líta á jafnan rétt allra manna sem upphafsreit hins pólitíska nútíma, að líta á peningahagkerfi sem breytu en ekki fasta, að líta á kerfisbundna kúgun sem breytu en ekki fasta, að líta á ríki sem breytu en ekki fasta, að líta á landamæri sem vondan brandara, sem batnar ekki við endurtekningu, að sýnast það sjálfsagt en ekki afleiðingalaust að fólk skiptir meira máli en peningar, að forðast persónudýrkun og hyllingu, að tortryggja allt vald, að virðast stétt, kapítal, vald og hugmyndafræði vera meðal þeirra lykilhugtaka sem gera samtímann sýnilegan, að líta svo á að þar með séum við þátttakendur í baráttu sem hófst löngu fyrir okkar daga, að vera þrususkemmtilegt, því sannleikurinn er sagna bestur.

Helgi Jóhann Hauksson, 4.1.2009 kl. 04:51

2 identicon

Augljósast er að sjá blákalda lygi miðlanna hverja helgi þegar þeir ljúga blákalt um það hversu margir voru á Austurvelli.

Núna í gær voru þúsundir íslendinga samankomnir þarna, flestir fjölmiðlar sögðu það hafa verið fimmtán hundruð til tvö þúsund. Ég taldi sjálfur síðustu helgi á undan, þá voru um það bil þúsund. Nú voru fjórum til fimm sinnum fleiri.

Þannig er auðveldast að sjá hvort sannleikurinn er eitthvað atriði í hverjum miðli.

Meira að segja Sjónvarpsfréttastofa RUV sagði ekki satt, okkar eigin miðill.

Baldvin Björgvinsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 10:44

3 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Helgi Jóhann, kommúnisminn og þeirra áróðursmaskínur hafa birst undir mörgum grímum. Þú þarft að lesa betur í gegnum línurnar, fara víðari völl eins og t.d. grandskoða ræður sem fluttar hafa verið undanfarin ár af sumum þessara manna.

Ástþór Magnússon Wium, 4.1.2009 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband