Hefur einhver reynt að ræða við Rússa um friðsamlegar lausnir?

Aðgerðir leiðtoga Íslands og Evrópu hafa undanfarin ár einkennst af stríðsyfirlýsingum gegn Rússlandi og niðurlægjandi orðum um forseta landsins. Á sama tíma þegar maður ræðir við Rússneskan almenning virðast flestir þeirra ánægðir með störf síns leiðtoga og flykkja sér á bakvið hann gegn því sem almenningur í Rússlandi sér sem árásir vesturlanda á sitt frelsi til viðskipta, ferðalaga og menningu.

Ekki er nóg með að búið er að banna Rússum og Íslendingum að stunda viðskipti sín á milli, Rússar eru einnig útilokaðir frá íþróttaviðburðum og menningu Evrópu. T.d. úthýstir frá Eurovision á meðan önnur þjóð sem er að stunda þjóðarmorð í Palestínu er velkomin. 

Nú er áróðursmaskína hergagnsaframleiðenda komin í yfirgír. Þeim er alveg sama hvort raðirnar hjá læknavaktinna lengjast niður á götu, peningana skal setja í drápstól til að heyja heitt stríð við Rússland. 

Hætt er við að slíkt stríð leiði til mikilla hörmunga fyrir okkur sjálf og önnur lönd Evrópu. Ísland er klárlega skotmark í heitu stríði stórveldanna, og sigur okkar er alls ekki öruggur og jafnvel ólíklegur gegn bandalagi Rússlands, Kína, Indlands og Íran. Þeir eru hreinlega með yfirburðarstöðu gegn Nató klúbbnum sem einnig getur meira að segja liðast í sundur eftir næstu forsetakosningar í bandaríkjunum.

Leiðtogar okkar eru komnir langt út af sporinu og eru að ýta okkur í þriðju heimsstyrjöldina á óngarhraða. Segjum nú STOPP, hingað og ekki lengra, Virkjum Bessastastaði til friðar.

Minni á borgarafund minn á Greifanum Akureyri í kvöld mánudaginn 26 febrúar kl. 20:30 þar sem við ræðum þessi mál.

 


mbl.is Eystrasaltsríkin búa sig undir innrás Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband