Spilling innan lögreglunnar

bank_robbery_for_dummies.jpgEmbætti Lögreglustjórans í Reykjavík er gegnumsýrt spillingu að mati viðmælanda míns, eins reyndasta lögmanns þjóðarinnar í glæpamálum. 

Lögreglan virðist nú ganga erinda glæpamanna sem aldrei fyrr. Eltist við jólasveina sem skrifa illa um útrásarvíkinga og stráklinga sem reyndu að ræna Arionbanka með smágrjót að vopni. 

Hinsvegar ganga alræmdir milljarða bankaræningjar lausir.  Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Bjarnfreður Ólafsson, Gunnar Páll Pálsson og Bjarni Diego reyndu að ræna 450 milljörðum frá sama banka og stráklingarnir í morgun. Hversvegna er þeim stórglæpamönnum ekki stungið inn?

Fyrr í vikunni var ég handtekinn og færður í fangageymsluna við Hverfisgötu til yfirheyrslu vegna vefsíðunnar sorprit.com.  Fjallaði um þetta í útvarpsþætti sem þú getur heyrt í tónlistarspilaranum efst til vinstri hér á bloggsíðunni.

Í morgun hef ég sent eftirfarandi bréf til aðstoðarlögreglustjórans í Reykjavík:

Sæll Hörður,

Takk fyrir að senda mér yfirlit kærumála minna vegna DV hjá Lögreglustjóranum í Reykjavík. 

Niðurstaða málanna sætir furðu, og nauðsynlegt að fá nánari skýringar á því við einstök mál.

Gætir þú vinsamlegast upplýst hversvegna mál gegn tímaritinu Mannlíf var "Fellt niður"?

Hversvegna 8 mismunandi mál á DV enduðu með "Rannsókn hætt"?

Hvað það þýðir að máli gegn DV hafi verið "Lokið í eldra kerfi"?

Hversvegna var fjórum málum gegn DV og malefnin.com "Vísað frá"?

Hvað þýðir "Til afgreiðslu" í máli 007-2009-072008 gegn DV. Er lögreglan að sækja einhvern út af því máli og fara með í Hverfisstein eins og mig s.l. mánudag?

Í ljósi þess að lögreglan hefur fyrr í þessari viku notað þau úrræði að fylgjast með ferðum mínum og handtaka mig síðan við verslun í höfuðborginni og færa nauðugan til skýrslutöku vegna kæru frá útgefanda DV um meintar ærumeiðingar, vekur ofangreind málsmeðferð á mínum kærum furðu. Var einhver handtekinn og færður til yfirheyrslu í þeim málum?

Það sem gerir þetta alltsaman enn furðulegra, er að eftir að hafa lesið vefsíðuna sorprit.com nú í vikunni, hver sem þann texta hefur nú skrifað, finn ég ekkert skrifað á þessari vefsíðu sem ég get heimfært undir slíkar alvarlegar ærumeiðingar og upplognar sakir eins og er að finna í umfjöllun DV og malefnin.com um mína persónu og sem ég kærði til lögreglunnar í ofangreindum málum.

Vonast til að fá umbeðnar upplýsingar um hæl

Með kveðju
Ástþór Magnússon

Sjá meira hér:


mbl.is Reyndu að ræna banka í Hraunbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll við eigum í höggi við mafíu það er á hreinu! Svo var einhver sigga að svara mínu bloggi og sagði að hún myndi vera alveg viss um að einhver bloggaði í þessa veru um þessa tilraun til ráns! Ekki er ég hissa á því að við bloggum hér á miðlinum sem Davíð Oddson er að stjórna eins fáránlega og það hljómar, um þennan atburð í þessu formi.

Sigurður Haraldsson, 5.1.2011 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband