Þessvegna er ég þinn maður á Stjórnlagaþing

Ég er trúr minni hugsjón um nýtt og betra Ísland. Enginn kaupir mig. Enginn þaggar niður í mér. Ég hætti ekki fyrr en ég hef unnið mitt verk eða kominn undir græna torfu.

SkopmyndÉg sá spillinguna sem gerjaðist undir yfirborðinu fyrr en nokkur annar. Ég var ómyrkur í máli strax árið 1996 er ég sagði í aðdraganda forsetakosninga að landinu væri "stjórnað af huldumönnum sem væru að arðræna þjóðina". Kallaði stjórnmálaflokk "Spilltasta greni landsins".

Ég sagði fjármálakerfið ónýtt, bankar og kauphallir myndu hrynja eins og spilaborg.

Á mig var ráðist úr öllum áttum. Reynt að gera boðskap minn tortryggilegan í fjölmiðlum. Skopmyndir birtar. Augu mín sem sáu spillinguna gerð tortryggileg. Kettir sagðir hlaupa undir sófa er ég birtist í sjónvarpi. Keisarinn í nýju fötunum reyndi að þagga niður óþægilega gagnrýni.

Nú þarf ég þinn stuðning að komast á Stjórnlagaþing með þá hugmyndafræði sem ég hef unnið með í hálfan annan áratug m.a: Beint lýðræði. Skilvirkari stjórnsýsla og fækkun þingmanna. Þjóðin njóti sjálf arðs auðlinda. Ísland verði málsvari friðar og tjáningarfrelsis. Réttlæti í öndvegi og fátækt útrýmt. 

7176 Ástþór Magnússon Wium - Þinn maður á Stjórnlagaþing
Heimasíða: www.austurvollur.is/thor
LÍKA á www.facebook.com/lydveldi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband