Færsluflokkur: Menntun og skóli

Vegið að heiðri Háskólans á Akureyri

Opið bréf sent Rektor Háskólans á Akureyri með afriti til Menntamálaráðherra:

Ég hef ávallt borið mikla virðingu fyrir Háskólanum á Akureyri sem framúrskarandi menntastofnun jafnvel á heimsmælikvarða. Það kom mér því verulega á óvart að verða fyrir aðkasti frá tveimur starfsmönnum skólans við heimsókn til Akureyrar s.l. fimmtudag. 

Alvarlegar ásakanir sem eiga ekki við rök að styðjast

Svo gekk það alveg fram af mér þegar þriðji starfsmaðurinn misnotaði aðstöðu sína sem einn stjórnenda Háskólans á Akureyri til rógburðar með niðurlægjandi orðum um mig og mína örstuttu heimsókn í skólann við slúðurblaðið DV. Eftir honum hafði blaðamaður mjög alvarlegar ásakanir á mig sem eiga ekki við rök að styðjast. 

Ég hafði strax símleiðis samband við umræddan starfsmann, Gunnar Rúnar Gunnarsson sem sagður er forstöðumaður reksturs faseigna Háskólans á Akureyri. Ég vakti athygli hans á því að áburðurinn í DV hefði ekki við rök að styðjast. Svar hans var að þetta hefði verið “fært í stílinn” af blaðamanni. Ég bað hann að draga ummælin sín til baka að öðrum kosti sæi ég ekki aðra leið en hann yrði að svara fyrir þennan áburð á mig fyrir Héraðsdómi. Hann tjáði mér í símtalinu að hann veldi þá leið, að málið fari áfram til dómstóla. 

Brot á almennum hegningarlögum

Rógburður, meiðyrði og lygar af því tagi sem forstöðumaður fasteigna Háskólans á Akureyri er að bera á torg um mig á síðum sorpritsins DV er brot á almennum hegningarlögum og við slíku broti eru sektir eða fangelsi sem skipar þá viðkomandi á bekk sakamanna.

Háskólinn á Akureyri og Menntamálaráðuneytið hljóta að skoða þetta mál og í framhaldinu kanna það hvort ástæða sé til að fela fólki sem fer svo frjálslega með sannleikann eins og hér ber vitni trúnaðarstörf og umsjón með opinberum byggingum og fjármunum. 

Samrýmist það stöðu forráðamanna menntastofnana að bera út slúður?

Það samrýmist varla stöðu forráðamanna helstu menntastofnana landsins að lepja lygasölur í fjölmiðil sem hefur helst unnið sér það til frægðar að eitt fórnarlamb umfjöllunar blaðsins framdi sjálfsmorð sem gekk svo fram af þjóðinni að ritstjórnin hrökklaðist frá og blaðið lagði upp laupana sem dagblað og er nú ómerkilegur slúðurdálkur á netinu. ttps://www.deiglan.is/9484/

Ber Háskólinn á Akureyri skaðabótaábyrgð?

Með þessu bréfi fer gef ég þér sem æðsta stjórnanda Háskólans á Akureyri tækifæri til að draga til baka áburð frá skólanum á mína persónu með opinberri yfirlýsingu. Að öðrum kosti verður þetta mál kært til Lögreglunnar en um er að ræða brot á 234-236.gr. almennra hegningarlaga að viðlagðri refsingu allt að tveggja ára fangelsi. Jafnframt verður höfðað meiðyrðamál fyrir dómstólum og þar sem um er að ræða einn æðsta stjórnanda skólans, verður það skoðað hvort stofnunin Háskólinn á Akureyri ber einnig skaðabótaábyrgð.

Ummælin sem eiga ekki við rök að styðjast:

https://www.dv.is/frettir/2024/3/1/astthor-sakadur-um-agengni-thegar-hann-maetti-obodinn-matsal-ha-voru-bara-grunnskolabornum/ 

“Uppákoma var í matsal Háskólans á Akureyri þegar Ástþór Magnússon mætti til að safna undirskriftum og kynna hugmyndir sínar varðandi framboð sitt til embættis forseta Íslands.”

Ég kannast ekki við að hafa átt þátt í neinni uppákomu í matsal Háskólans á Akureyri. Ég var ekki vitni að orðaskiptum kvikmyndagerðarmanns við konu í matsal því ég snéri baki í þau og hvorki heyrði né tók þátt í samræðum þeirra.

“Aðvífandi kom Gunnar Rúnar Gunnarsson, forstöðumaður reksturs fasteigna í háskólanum. Hann segir að Ástþór hafa verið að ræða við grunnskólabörn úr áttunda bekk, sem voru í starfakynningu.” 

Þetta á ekki við nein rök að styðjast. Ég talaði aldrei við umræddan Gunnar, né sá hann. Ég ræddi heldur ekki við grunnskólabörn á leið minni um skólann s.l. fimmtudag. Í símtali mínu við Gunnar eftir að greinin birtist í DV tjáði hann mér að hann hefði þessa sögu eftir öðrum. Semsagt hrein gróusaga sem dreift er af einum æðsta stjórnanda Háskólans á Akureyri.

„Þeir voru ekkert í háskólanemunum. Þeir fengu athugasemdir niður í sal vegna þess að þeir voru bara í grunnskólabörnum.“ 

Þetta á heldur við engin rök að styðjast. Ég fékk engar athugasemdir í sal og talaði ekki við nein grunnskólabörn. Gekk stuttan hring um þennan sal sem virtist opinn viðburður sem flæddi út í anddyri skólans þar sem einnig voru kynningarborð frá fyrirtækjum og stofnunum. Í þær fáeinu mínútur sem ég gekk hringinn og kíkti á kynningarbása kastaði ég kveðju á starfsmenn fyrirtækja og stofnana sem voru þarna til að kynna sína starfsemi. 

“Vaða inn í miðjar kynningar, inn í samræður, inn í allt“

Ég óð ekki inní neinar kynningar eða samræður. Kastaði aðeins kveðju á starfsfólk sýningarbása sem stóð við sín borð og sem voru ekki í samræðum við einn eða neinn.

Er þetta fyrsta innlegg rekstors í kosningabaráttu um Bessastaði?

Eyjólfur, þú hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að þú sért að íhuga forsetaframboð. Ekki veit ég hvort ofangreind aðför að mér í háskóla stofnuninni sem þú stýrir sé fyrsta innlegg þinna starfsmanna eða stuðningsmanna í kosningabaráttuna. Ég vona að kosningabarátta frá æðsta stjórnanda helstu menntastofnunar landsins verði málefnalegri en þetta.

Ítrekaðar og upplognar mannorðsárásir í 28 ár

Ég hef ítrekað mátt þola slíkar árásir í fjölmiðlum í þau 28 ár sem ég hef reynt að kynna þá hugmynd að embætti forseta Íslands beiti sér í friðarmálum á alþjóða vettvangi. Á sama tíma hafa íslenskir ráðamenn lagst á sveif með hergagnaframleiðendum, talað fyrir auknum hernaði, auknum fjárútlátum í vopn og notað skattfé þjóðarinnar til að greiða undir hergagnaflutninga. Ekki er ólíklegt að þeir tefli fram forsetaframbjóðanda til að standa vörð um hernaðarstefnuna á Bessastöðum. Ekki veit ég hvort þú verður slíkur frambjóðandi elítunnar, en ég vona amk að forsetakjör geti farið fram á málefnalegum grundvelli í stað rógburðs og slúðurs frá æðstu menntastofnunum landsins. 

Verði ummælin ekki dregin til baka með opinberri yfirlýsingu og afsökunarbeiðni til undirritaðs fyrir lok dags mánudaginn 4. mars 2024 verður málið sent áfram til lögmanns og lögreglu.  

Virðingarfyllst,
Ástþór Magnússon

Ofangreint bréf er sent til:
Eyjólfur Guðmundsson Rektor, Háskólinn á Akureyri, rektor@unak.is
Afrit sent Menntamálaráðherra: Ásmundur Einar Daðason asmundurd@althingi.is 

Nánar á www.forsetakosningar.is


Forráðamenn menntastofnunar uppspretta slúðurs

Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri segist liggja undir feldi og íhuga forsetaframboð. Eru starfsmenn eða stuðningsmenn elítunnar ekki aðeins komnir fram úr sér með því að ráðast á aðra forsetaframbjóðendur með slúðursögum og hreinni lygaþvælu eins og nú var gert um örstutta heimsókn mína í skólann s.l. fimmtudag?

Meðmælendum safnað á nokkrum klukkustundum

Ég heimsótti Akureyri í vikunni og kláraði þar á nokkrum klukkustundum að safna tilskyldum fjölda meðmælenda fyrir mitt forsetaframboð. Takk innilega fyrir stuðninginn Akureyri!

Á ferð minni um Akureyrarbæ í fallegu veðri kíkti ég við í Háskólanum á Akureyri að hitta þar einstakling sem hafði haft við mig samband til að skrifa á meðmælendalistann minn. Þegar ég kom þar að var anddyri skólans fullt af fólki, ungnum sem gömlum. Ég gekk einn hring um salinn og heilsaði upp á starfsmenn fyrirtækja og stofnana sem voru með starfskynningar í básum. Kynnti mig og bókina mína Virkjum Bessastaði. Einhverjir komu að mér og vildu taka selfie með mér á símann sinn sem var auðvitað auðsótt mál. 

Eru mannasiðir ekki á námskránni?

Rétt um það leiti sem ég var að yfirgefa samkvæmið gekk upp að mér miðaldra kona sem virðist ekki hafa lært almennilega íslenska mannasiði amk. ekki á háskólastigi. Tjáði mér að viðburðurinn sem ég hafði óvart hitt fyrir á vegi mínum í anddyri skólans væri starfskynning fyrir grunnskólanemendur og hún vildi ekki að ég væri að ganga þarna um. Ég bað hana þá vel að lifa, bauð henni eintak af bókinni minni Virkjum Bessastaði sem hún sagðist hvorki hafa lesið né vilji lesa. Við það búið hélt ég áfram á efri hæð í matsal skólans að hitta minn stuðningsmann.

Aukin atvinnutækifæri fyrir háskólafólk

Í matsalnum hitti ég fyrir fríðan hóp háskólanema sem ég heilsaði og sagði frá ferð minni um Akureyri að kynna forsetaframboðið mitt og bókina Virkjum Bessastaði. Hvernig forsetinn geti beitt áhrifavaldi sínu til friðar- og lýðræðisþróunar um leið og við byggjum upp nýjan atvinnuveg með 21 þúsund störfum og aukum þjóðartekjur um 600 milljarða. Eitthvað sem gæti komið háskólanemum til góða með auknum atvinnutækifærum í framtíðinni.   

Ljósmyndaður aftanfrá

Þegar ég er að ræða við þessa efnilegu háskólanema kallar til mín kvikmyndagerðarmaður sem hafði verið mér samferða í þessari ferð og biður mig að snúa mér við því eigi aðdáenda þarna sem vilji ólm fá myndir með mér. Um var að ræða eldri konu sem hélt mynduglega á myndavélasíma og að mér óafvitandi verið að ljósmynda mig í gríð og erg aftan frá og síðan lent í einhverjum orðaskiptum við kvikmyndagerðarmanninn sem hafði spurt hana hvort það væri ekki sjálfsögð kurteisi að biðja fólk um leyfi til myndatöku. 

Mykjan veganesti í forsetakosningar

Ég tjáði gömlu konunni að þetta væri ekkert mál. Hún mætti alveg mynda mig og einnig taka eins margar myndir með mér og hún vildi auk þess að fá eintak af bókinni Virkjum Bessastaði. En því miður virtist hún einnig tilheyra þeim hóp “menntafólks” í Háskólanum á Akureyri sem hvorki hafði lesið bókina mína um forsetaembættið né vill kynna sér málefnið á nokkurn hátt. Henni virðist duga mötun úr fjóshaug DV til að mynda sér skoðun á því hvort við Íslendingar getum virkjað áhrifamátt forsetaembættisins til að stuðla að friði á jörð. 

Stjórn háskólans lepur lygasögur í DV

Eftir að hafa kvatt Akureyrarbæ sáttur með tilskilinn fjölda meðmælenda fyrir Norðurland í hönd, hringdi strax í morgunsárið blaðaslúpert DV og þóttist vera skúbbfrétt um uppákomu í Háskólanum á Akueyri, sem engin var fótur fyrir. Hafði eftir einhverjum Gunnari Rúnari Gunnarssyni sem hann sagði vera forstöðumann reksturs faseigna Háskólans á Akureyri niðurlægjandi orð um mig og heimsókn mína skólann þar sem saman var kominn fjöldi fólks á öllum aldri allstaðar að úr bæjarfélaginu. 

Ég flétti nafni forstöðumannsins upp í Google og þar trónaði efst á síðunni við nafnið Gunnar Rúnar Gunnarsson: “Margdæmdur fjársvikari heldur uppteknum hætti” og sagt að sakaferill hans nái aftur til ársins 1995. 

Eiga ríkisfjármunir að vera umsjón sakamanna?

Ekki veit ég hvort um sama Gunnar er að ræða en ljóst er að umræddur forstöðumaður reksturs fasteigna Háskólans á Akureyri er kominn út á ansi hálan ís, því rógburður, meiðyrði og lygar af því tagi sem hann ber á torg um mig á síðum sorpritsins DV er brot á almennum hegningarlögum og við slíku broti eru sektir eða fangelsi sem skipar þá viðkomandi á bekk sakamanna.

Háskólinn á Akureyri og Menntamálaráðuneytið hljóta að skoða þetta mál og í framhaldinu kanna það hvort ástæða sé til að fela fólki sem fer svo frjálslega með sannleikann eins og hér ber vitni trúnaðarstörf og umsjón með opinberum byggingum og fjármunum. 

Það samrýmist varla stöðu forráðamanna helstu menntastofnana landsins að lepja lygasölur í fjölmiðil sem hefur helst unnið sér það til frægðar að eitt fórnarlamb umfjöllunar blaðsins framdi sjálfsmorð sem gekk fram af þjóðinni að ritstjórnin hrökklaðist frá og blaðið lagði laupana sem dagblað og er nú ómerkilegur slúðurdálkur á netinu. https://www.deiglan.is/9484/

Láttu ekki stýra þinni skoðun með slúðri, þú getur kynnt þér mitt framboð á www.forsetakosningar.is og mælt með framboðinu hér: https://island.is/umsoknir/maela-med-frambodi/?candidate=1000003

 

Þessvegna er ég þinn maður á Stjórnlagaþing

Ég er trúr minni hugsjón um nýtt og betra Ísland. Enginn kaupir mig. Enginn þaggar niður í mér. Ég hætti ekki fyrr en ég hef unnið mitt verk eða kominn undir græna torfu.

SkopmyndÉg sá spillinguna sem gerjaðist undir yfirborðinu fyrr en nokkur annar. Ég var ómyrkur í máli strax árið 1996 er ég sagði í aðdraganda forsetakosninga að landinu væri "stjórnað af huldumönnum sem væru að arðræna þjóðina". Kallaði stjórnmálaflokk "Spilltasta greni landsins".

Ég sagði fjármálakerfið ónýtt, bankar og kauphallir myndu hrynja eins og spilaborg.

Á mig var ráðist úr öllum áttum. Reynt að gera boðskap minn tortryggilegan í fjölmiðlum. Skopmyndir birtar. Augu mín sem sáu spillinguna gerð tortryggileg. Kettir sagðir hlaupa undir sófa er ég birtist í sjónvarpi. Keisarinn í nýju fötunum reyndi að þagga niður óþægilega gagnrýni.

Nú þarf ég þinn stuðning að komast á Stjórnlagaþing með þá hugmyndafræði sem ég hef unnið með í hálfan annan áratug m.a: Beint lýðræði. Skilvirkari stjórnsýsla og fækkun þingmanna. Þjóðin njóti sjálf arðs auðlinda. Ísland verði málsvari friðar og tjáningarfrelsis. Réttlæti í öndvegi og fátækt útrýmt. 

7176 Ástþór Magnússon Wium - Þinn maður á Stjórnlagaþing
Heimasíða: www.austurvollur.is/thor
LÍKA á www.facebook.com/lydveldi


Lýðræðisþorsti

Það er kominn lýðræðisþorsti í Íslendinga. Beint og milliliðalaust lýðræði verður eðlilegt framhald af þessari þróun. Kíktu á www.austurvollur.is á hugmyndabankann fyrir Stjórnlagaþing.
mbl.is 523 í framboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugmyndabanki fyrir Stjórnlagaþing

Á vefnum www.austurvollur.is hefur verið komið upp hugmyndabanka fyrir stjórnlagaþing þar sem bæði frambjóðendur og kjósendur geta sett inn sínar tillögur/hugmyndir um stjórnarskrárbreytingar.

Einnig hægt að skrifa ummæli um áður fram komnar hugmyndir sem og mæla með eða gegn einstökum hugmyndum. Hugmyndabankann er einnig að finna á Facebook:

Stjórnlagaþing HugmyndaBanki | Promote Your Page Too

Uppskeran er ónýtt flokkadrasl

Bein LýðræðiÍslenska þjóðin uppsker nú eins og hún sáði til í síðustu alþingiskosningum. Engar raunhæfar lausnir munu koma frá því ónýta flokkadrasli sem nú situr Alþingi.

Hugmyndafræði Íslenskra stjórnmálaflokka byggir á úreltri fyrirgreiðslupólitík. Nýliðar á þingi falla fljótt í sömu gryfjuna. Baktjaldamakkið er allsráðandi. Kerfið er ónýtt!

Það er að finna ágætt innlegg á Ytube um þetta:
http://il.youtube.com/watch?v=sTFufceo2as&feature=related

Og hér um þátt fjölmiðla við síðustu kosningar:
http://il.youtube.com/watch?v=vMYpRKkbJUs&feature=related


mbl.is Ófriðarbál á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrunakerling leikstýrir umræðu háskólanna um skýrslu rannsóknarnefndar

Senditík fjórflokksins skipaður varðhundur spillingaraflanna á opinni "ráðstefnu" háskólanna um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.

Háskólasamfélagið virðist ekkert hafa lært þótt það standi nú í miðjum rústum hrunsins undir ámæli fyrir útbreydda þöggun og lofsöng meðal fræðimanna við útrás sem byggðist á fjársvikamyllu og bankaránum.

Ég er einn þeirra einstaklinga sem varaði við því nær stöðugt frá árinu 1996 að stjórnkerfið væri gerspillt og þjóðin yrði sett á hausinn ef ekki væri gripið í taumana. Fyrir vikið hlaut ég hin ýmsu uppnefni meðal þjóðarinnar m.a. "þorpsfífl" í ritstjórnarleiðara Fréttablaðsins. 

Bryndis Hlodversdottir Ingibjorg SolrunMér sýnist hinsvegar að þorpsfíflin sé að finna víða í samfélaginu, m.a. sá ég slík fífl í Háskólanum í Reykjavík í dag. Þar var einni klappstýru fjórflokksins Bryndísi Hlöðversdóttur Allaballa og Samfylkingarkerlingu spilað út í hálfkláraðri byggingu Háskólans í Reykjavík til að passa uppá að viðhvæmar spurningar yrðu ekki bornar upp á ráðstefnu um hrunaskýrsluna.

Þótt "opnað" væri fyrir fyrirspurnir í lok eins fundarins, þá mátti ég alls ekki bera þarna upp spurningu. Strax kveðinn í kútinn af brynvarinni klappstýrunni sem sendi liðið í kaffihlé í stað þess að leyfa spurningu sem átti þó fullt erindi til ræðumanns sem hafði fjallað um vald og lýðræði.

Hvernig ætlar Íslensk þjóð að losna úr vítahring spillingar og byggja hér upp opið og heilbrigt lýðræði með  slíkan hrunadans enn í gangi um allt þjóðfélagið?

Ég minnist þess fyrir síðastliðnar alþingiskosningar þegar ég var að safna undirskriftum við framboð Lýðræðishreyfingarinnar í Háskólanum í Reykjavík að ég ræddi í smástund um beint lýðræði við unga konu sem sagðist nema stjórnmálafræði. Mér kom verulega á óvart að ungviðið vissi nákvæmlega ekkert um beint og milliliðalaust lýðræði og hvernig hún var full aðdáunar á stórgölluðu og spilltu fjórflokkakerfinu.

En á hverju er von þegar grísir fjórflokksins skríða beint af Alþingi til að taka við stjórn háskólanna þar sem unga kynslóðin er mótuð fyrir framtíðina. Bryndís Hlöðversdóttir er fyrrverandi alþingismaður Alþýðubandalagsins og síðar Samfylkingarinnar og fyrrum formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Þar trjónaði hún í aðdraganda hrunsins. Í dag er þessi klappstýra spillingarinnar bæði stjórnarformaður Landsvirkjunar og forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst.

Það liggur við að maður taki undir grín Shakespeare sem ágæta aðferðafræði við endurreisn Íslands: "The first thing we do, let´s kill all the lawyers". En svona í alvöru talað, telur háskólasamfélagið virkilega við hæfi að hrunakerlingar sem Bryndís Hlöðversdóttir leikstýri umræðu um eindurreisnina?


TAFARLAUST INNGRIP RÁÐHERRA KRAFIST!

Kalla menn þennan skrípaleik lýðræði?
ÍTREKUN KÆRU TIL ÚTVARPSRÉTTARNEFNDAR OG OSCE

Hæstvirtur menntamálaráðherra,

Til hamingju með afmælisdaginn og ráðherrastólinn.

Í ljósi þess að boðað hefur verið til kosninga eftir um 80 daga krefst þetta erindi aðgerða og inngrips nýskipaðs ráðherra strax. Engan tíma má missa ef kosningar eiga að fara fram hér með lýðræðislegum hætti.

lhmerki6_783141.jpgLýðræðishreyfingin mun ekki sætta sig við áframhaldandi þöggun ríkisfjölmiðlanna. Leiðrétti nýskipaður ráðherra ekki okkar hlut hvað varðar aðgengi að ríkisfjölmiðlunum, munu samtökin grípa til þeirra aðgerða bæði innanlands og erlendis sem við teljum nauðsynlegar til að verja okkar lýðræðislega rétt til að taka þátt í kosningabaráttunni á jafnréttisgrundvelli.

Ísland mun verða að enn frekara athlægi á alþjóða vettvangi ef það spyrst út að hér sé efnt til kosninga í skugga fjölmiðla sem stjórnað er eins og tíðkast í alræmdustu einræðisríkjum.

Lýðræðishreyfingin krefst að fá í Ríkisútvarpinu og RÚV í útsendingartíma án tafar þær 20-30 klukkustundir sem aðrir hafa fengið hjá ríkisfjölmiðlunum til að kynna þjóðinni boðskap sinn.

Hreyfingin Raddir fólksins og Opinn borgarafundur hafa fengið slíkan aðgang að undanförnu á meðan Lýðræðishreyfingin er hundsuð. Þetta þarf að leiðrétta strax! Við höfum áríðandi boðskap til þjóðarinnar sem þarf að koma til skila nú strax í tíma fyrir kosningar.

Fulltrúar Lýðræðishreyfingarinnar eru tilbúnir að mæta til viðræðna við ráðherra og útvarpsstjóra um nánari útfærslu á útsendingum okkar. Jafnvel að leggja til efnið með dagskrárgerðarstraum til RÚV og vinna efnið í eigin hljóð og myndveri.

Við getum ekki séð að það ætti að verða vandkvæðum bundið að hliðra til í dagskrá Ríkisútvarpsins og RÚV. Einfalt væri að setja til hliðar skemmtiefni sem annarsstaðar er fáanlegt og hleypa lýðræðinu í loftið.

Ofangreint er inngangur bréfsins til nýskipaðs ráðherra og síðan kemur fyrra bréf sem er hér: Kalla menn þennan skrípaleik lýðræði?

Nánar um Lýðræðishreyfinguna hér: www.lydveldi.is


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband