Gamlar og úldnar fréttir í Silfri Egils

Silfur EgilsEgill, það þurfti ekki að bíða í rúmt ár til að segja þjóðinni þetta.

Ef þú hefðir verið óhlutdrægur fyrir síðustu alþingiskosningar og veitt okkur í Lýðræðishreyfingunni eðlilegan aðgang að þínum þætti eins og öðrum framboðum hefðum við rætt þetta við þig fyrir ári síðan.

Ég hef ítrekað síðan hrunið gerðist haustið 2008 bent á að það sem gerðist í bönkunum er Ponzi svikamylla.

Hér eru bloggin mín þar sem ég lýsi því að það sem gerðist í Íslensku bönkunum var Ponzi svindl. Þú sérð að þessar greinar eru aftur til ársins 2008 m.a. bréf sem Morgunblaðið neitaði að birta!

Það var allt á sömu bókina hjá ykkur spilltu fjölmiðlagrísum, hvort sem það hét RÚV, Stöð2, Morgunblaðið, Fréttablaðið, eða DV, þið vilduð ekki að talað væri umbúðalaust um hlutina fyrr en nú að búið er að hengja ykkur með skýrslu rannsóknarnefndarinnar.

Það verður þér Egill til ævarandi skammar hvernig þú misnotaðir aðstöðu þína til að hafa áhrif á síðustu alþingiskosningar, enda situr þessi þjóð, m.a. þökk sé þér, nú uppi með handónýtt Alþingi og ríkisstjórn.

William K. Black: Íslensku bankarnir voru eitt stórt Ponzi svindl

William K. Black: Íslensku bankarnir voru eitt stórt Ponzi svindl

„Það var skólabókadæmi um fjársvik sem lagði bankana," sagði William K. Black, l...  

http://visir.is/article/20100502/VIDSKIPTI06/101740933


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Já, er það ekki undarlegt að þessi RUV-þáttarstjórnandi skuli endalaust, ár eftir ár, komast upp með ískyggilega hlutdræga ´fréttamennsku´ og ískyggilega hlutdrægt val á þáttakendum, einsog 4 EU-sinnum og 4 Icesave-sinnum gegn 1 sem er andvígur og einsog 5 hliðhollum leppstjórn Breta og Hollendinga í Alþingi gegn 1 hliðhollum íslenskum almúga. 

Og svo rukka þeir okkur nauðungarskatt fyrir RUV-ið.  Hann ætti alls ekki að fá að vera lengur einn í stjórn þáttarins og þó löngu fyrr hefði verið.  Hann hefði átt að vera látinn fara jafnóðum og hann kallaði það fólk, sem ekki vill borga Icesave, ÖFGAMENN.  Hverjir eru annars öfgamennirnir?????  Jú, það hljóta að vera þeir sem vilja pína ólögvarinn nauðungarskatt og nauðungar-samning yfir almenning, en ekki þeir sem verjast nauðunginni. 

Elle_, 2.5.2010 kl. 22:11

2 identicon

Auðvitað voru bankarnir og þeir sem stjórnuðu þeim á fullu í dæmigerðri Ponzi-uppbyggingu þar sem peningarnir voru aldrei til heldur byggðust bara á upptöluðu og uppdiktuðu verðmæti sem var aldrei raunverulegt, engar stoðir voru undir ... verðmæti sem hefðu aldrei staðist alvöruskoðun.

Þetta varð mér a.m.k. alveg ljóst um leið og það spurðist út að bankarnir hefðu lánað mönnum til að "fjárfesta" aftur í bankanum sjálfum gegn veðum í bréfunum. Þvílík þvæla.

PONZI - PONZI - PONZI ...

... og ekkert NEMA AUGLJÓST ponzi-svindl sem ALLIR fjármálamenn ættu að þekkja á lyktinni einni saman.

Ég nota aldrei blótsyrði hérna á blogginu en ætla nú að gera eina undantekningu:

HVAÐ Í ANDSKOTANUM VORU EFTIRLITSAÐILAR EIGINLEGA AÐ GERA OG HUGSA Á MEÐAN BANKARNIR VORU RÆNDIR FYRIR ALLRA AUGUM INNANFRÁ???

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband