Bretar spyrja um afsögn Forseta Íslands

Í ummælum um grein í breska blaðinu Guardian í dag, er spurt hvenær Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segi af sér í ljósi þess að Rannsóknarnefnd Alþingis hefur afhjúpað forsetann sem klappstýru glæpagengis útrásarvíkinga og einn helsta gerandann í því að umbreyta aldagömlu lýðræði Íslendinga í skrípræði.

Nýju fötin keisaransÉg tek undir þessi orð. Nú þarf Ólafur Ragnar Grímsson að víkja úr embætti því annar er hætta á að áframhaldandi seta hans á Bessastöðum skaði orðstír Íslands á alþjóðavettvangi. 

Útilokað er fyrir Íslenska þjóð að endurreisa lýðræðið með núverandi forseta eftir þau ummæli Rannsóknarnefndar Alþingis að "Forseti Íslands ber ásamt fleirum siðferðilega ábyrgð á því leikriti sem leikið var í kringum foringja útrásarinnar og fyrirtæki þeirra. Þau reyndust ekki vera í neinu frekar en keisarinn í ævintýri H.C. Andersen".

Einnig þurfa menn nú að líta á aðdraganda þess að Ólafur Ragnar Grímsson var kjörin í embættið, fyrst árið 1996, 2004 og 2008. Fjöldi erinda frá undirrituðum eru til hjá fjölmiðlum, stjórnsýslunni svo og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu um það hvernig fjölmiðlar voru misnotaðir í aðdraganda þeirra kosninga í þágu framboðs Ólafs Ragnars og til að rægja framboð og persónu undirritaðs.  Það liggur nokkuð ljóst fyrir og er í raun staðfest með skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis að Ólafur Ragnar Grímsson og forsetaembættið undir hans stjórn var keypt af þeim aðilum sem réðu helstu fjölmiðlum landsins.

Greinin í Guardian í dag: http://www.guardian.co.uk/commentisfree/2010/apr/13/iceland-truth-committee-report

Ástþór Magnússon


mbl.is Þjóðin í spegli rannsóknarnefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dingli

Of oft bera öfgar vit þitt ofurliði. Í þetta sinn dansa ég við þig vals.

ÚTAF MEÐ ÓLA!

Dingli, 13.4.2010 kl. 18:19

2 Smámynd: Elle_

Nei, ég er ekki sammála þessu, Ástþór.  Forsetinn hafði ekkert með glæpi bankanna og stjórnmálaspillingu að gera. 

Elle_, 14.4.2010 kl. 00:10

3 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Elle, forseti Íslands eftir það sem undan er gengið er núna andlit spillingartímabils á Íslandi í augum umheimsins. Það er okkur nauðsynlegt til að endurreisa veg og virðingu þjóðarinnar að skipta út slíku fólki.

Ástþór Magnússon Wium, 14.4.2010 kl. 00:17

4 Smámynd: Dingli

Pétur, forstokkaðan íhaldsdurg. Ólaf Ragnar, persóna sem ég hef haft ímugust á, frá því ég sá hann fyrst og heyrði. Ástþór Magnússon sem ég mundi eftir úr Kleppsholtinu í gamladaga, en fannst of oft fara langt yfir strikið í málflutningi sínum. Guðrún var, veit ekki af hverju, aldrei valkostur í mínum haus. Þar sem ég skila aldrei auðu í kosningum var þá val mitt ekki erfitt? Nei, Óli var og er óheiðarlegur tækifærissinnaður plebbi, Pétur var sem þrykkmynd forneskjulegra íhaldsdrauga, ég kaus því Ástþór.

Þrátt fyrir að mér blöskraði stundum, þá fannst mér kallinn ærlegur. Og eftir á að hyggja, væri ekki virðing Íslands meiri í dag hefði friðarboðskapur verið boðaður frá Bessastöðum í stað dásemdar skipulagðar glæpastarfsemi?

Dingli, 14.4.2010 kl. 04:21

5 Smámynd: Jóhanna Thorsteinson

Sammála, kominn tími til að ORG sýni þann manndóm að segi af sér. 

Jóhanna Thorsteinson, 14.4.2010 kl. 20:27

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Ástþór.

Því miður er það svo að rannsóknarnefndin er eins og Gróa á Leiti varðandi comment um forsetaembættið þ.e. enginn var kallaður fyrir nefndina til viðtals hvorki forseti né starfsmenn embættis, sem aftur líitur þannig út að henda hafi þurft fýlubombum í forseta fyrir það að grípa fram fyrir hönd stjórnvalda varðandi icesavemálið.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.4.2010 kl. 01:37

7 Smámynd: Elle_

Ástþór, ég tek undir með Maríu.  Og forsetinn hefur opinberlega harðneitað ýmsu sem að því er virðist, hlutdrægt og flokkspólitískt fólk (Kristín Ástgeirsdóttir, Samfylkingar-spillingu) í hinum svokallaða siðferðishluta rannsóknarnefndarinnar skrifuðu um.  Forsetinn kallar það rangfærslur, staðreyndavillur og vitleysu og engin ástæða að rengja hann.   Líka eru villur í Icesave kafla skýrslunnar, einsog Icesave-stjórnin og hollustumenn bresku og hollensku stjórnanna í ólögvörðu Icesave-nauðungarkröfunni hafi ráðið orðunum þar og kaflinn verið skrifaður gagnrýnislaust eftir þeirra orðum.  Þó getur vel verið að skýrslan hafi í heild sinni verið vönduð, get ekki enn dæmt.   

Elle_, 16.4.2010 kl. 11:07

8 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Guðrún María og Elle

Það má vel vera að betur hefði mátt standa að skýrslunni hvað varðar að veita forsetanum andsvarsrétt við þeim ummælum sem um hann eru höfð, en það breytir samt ekki aðalatriðum málsins.

Bendi á þessa færslu mína frá í dag:

Ástþór Magnússon Wium, 16.4.2010 kl. 12:47

9 Smámynd: Dingli

Því má við bæta, að á þingi hafa minnst tveir þingmenn talað um að þeir skilji ekki vörn Óla. Þ.e.a.s. stórhluti þess sem Grísinn segði rangt, væri það ekki.

Dingli, 17.4.2010 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband