6.4.2010 | 09:15
Íslensk stjórnvöld kæri til stríðsglæpadómstóls
Á meðan við leyfum með aðgerðaleysi okkar morðóðum glæpahundum eins og stjórnvöldum Bandaríkjanna að kúga aðrar þjóðir m.a. í Mið Austurlöndum erum við að styðja við heimsmynd ófriðar sem á endanum mun leiða okkur sjálf inní þriðju heimsstyrjöldina.
Stríðsrekstur Bandaríkjanna í Mið Austurlöndum er ein mesta ógnin við framtíð okkar. Þeir kynda undir alþjóðlegri andspyrnu (Bin Laden og fleiri) sem bæði Íslendingum og öðrum vestrænum þjóðum stendur ógn af.
Sérfræðingar telja það aðeins tímaspursmál hvenær slíkar andspyrnuhreyfingar komast yfir kjarnorkuvopn og yfirgnæfandi líkur að þær muni þá nota slík vopn gegn Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra.
Þessvegna er það nauðsynlegt Íslenskum hagsmunum að segja sig úr öllu hernaðarlega tengdu samstarfi við Bandaríkin, taka upp algerlega hlutlausa stöðu og nota alþjóðlega réttarkerfið til að draga glæpahundana í Washington til ábyrgðar.
Friður 2000 skorar á Íslenska ráðamenn að leggja fram myndband Wikileaks.org, sem unnið var með aðstoð Íslendinga, ásamt formlegri beiðni stjórnvalda hér um rannsókn til alþjóðlega stríðsglæpadómsdólsins (www.icc-cpi.int) á ólögmætum hernaði Bandaríkjanna í Íraq, enda ógni þetta ástand öryggi alls mannkyns.
Íslensk stjórnvöld eiga að hundsa þá tilburði Bandaríkjamanna að þeir séu undanþegnir ábyrgð á gjörðum sínum hvað varðar stríðsglæpadómstólinn. Slíka menn á að dæma að þeim fjarstöddum og handtaka síðan hvar sem þeir ferðast utan Bandaríkjanna.
Afhjúpað hvernig saklaust fólk var murkað niður úr herþyrlu án nokkurs tilefnis:
Sjáið hér lygaþvæluna sem Bandríkjamenn gáfu út um atburðinn, lugu því m.a. að þeir hafi sjálfir sætt skotárás frá þessu fólki. Ofangreint myndband afhjúpar lygarnar:
Tilkynning Bandaríkjahers um atvikið á sínum tíma
Bandaríski herinn tjáir sig um myndbandið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Mannréttindi, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:44 | Facebook
Athugasemdir
Kjarkleysi íslenskra pólitíkusa er þjóðarskömm. Þeir liggja ævinlega hundflatir fyrir erlendu valdi í von um að fá það goldið með vináttu !
Það er líklega vonlaust að við eignumst stjórnmálaforingja sem skilja það að auðmýkt sækir aldrei vináttu né virðingu.
Auðmjúkir biðja um það eitt að verða auðmýktir.
Árni Gunnarsson, 6.4.2010 kl. 20:21
Aumingjaskapur ísl. pólitíkusa er heimsskömm. Og þarna ætti örugglega að sækja alla árásarmennina fyrir grimmdarmorð og stríðsglæpi. Og eilífðarskömm sé bandarískum og öðrum vestrænum stjórnvöldum fyrir innrásina í Írak og bandarísk stjórnvöld verða að taka á glæpunum sem hermenn þeirra frömdu þarna, viljug eða skikkuð af öðrum ríkjum.
Elle_, 7.4.2010 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.