Erindi til Steingríms J Sigfússonar: Ég vil semja uppá nýtt um Icesave fyrir hönd Íslenska ríkisins

Hæstvirtur fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon
Fjármálaráðuneytið, Arnarhvoli við Lindargötu, Reykjavík.

7. janúar 2010

Ágæti Steingrímur,

Nú er lag að hringja til mín og nýta krafta mína í þágu uppbyggingar á
Íslandi eins og þú ræddir um í kosningasjónvarpi RÚV s.l. vor. Ég
ítreka boð mitt um að aðstoða ykkur og býðst nú til að leita nýrra
samninga um Icesave skuldbindingarnar við Bresk og Hollensk
stjórnvöld.

Ég tel alla möguleika á að ná betri samningum um Icesave, ekki síst um
vaxtabyrðina sem er í raun út af kortinu hvað varðar almenn lánakjör í
Evrópu. Engan tíma má missa, við þurfum að hefja þessa vinnu án tafar
til að glata ekki því einstaka tækifæri sem nú hefur opnast til nýrra
samninga.

Nauðsynlegt er að nýtt fólk komi að þessum samningum fyrir hönd
Íslensku þjóðarinnar til að ná raunhæfum árangri. Ég treysti mér til
að leiða það ferli.

Síminn minn er (númer fjarlægt úr bloggfærslu)

Virðingarfyllst,
Ástþór Magnússon

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Heilbrigð skynsemi bauðst til að lenda þessu máli á farsælan hátt fyrir þessa aumu ríkisstjórn í október 2008, en SteinFREÐUR valdi félaga Svavar Gestsson..lol...!  Auðvitað verður að skipa sem fyrst nýja & HÆFA samninganefnd, okkar færasta fólk - fólk sem VER okkar sjónarmið á faglegum nótum - við fáum svo frakka til að vera sáttasemjarar og auðvitað drögum við EB inn í samningaviðræðurnar í ljósi þess að ábyrgð þeirra er gríðarlega - EB hefur ávalt viðurkennt meingallað regluverk sitt er kemur að bankastarfsemi.  Mér sýnist að Össur, Jóhanna & SteinFREÐUR ætli að "taka slaginn við þjóðina" næstu 6-10 vikur í stað þess að tala okkar mál...lol..!  Það verður að koma þessari aumu & stórhættuleg ríkisstjórn frá við fyrsta tækifæri, eigi síðar en í sumar...!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 7.1.2010 kl. 18:05

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Ástþór.

Gott mál að bjóða fram krafta til þess hins sama, fróðlegt að vita hvað svar yfirvalda verður.

Verð að setja hér inn comment sem póstað var inn á aðra bloggsíðu af Wall Street Journal, og ég tel að eigi sannarlega vel við.

" Icelandic socialists obviously would want to saddle their country with massive debt to justify a future of increased economic control over their people--even if at the expense of their liberties and welfare--like most socialists governments."

því miður er þetta rétt.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.1.2010 kl. 00:20

3 Smámynd: Pétur Harðarson

Ágætis tilraun Ástþór en þú hlýtur að gera þér grein grundvallarmistökum í þessum skrifum þínum.  Steingrími finnst ekkert að þessum samningi sem liggur nú fyrir.  Hann hefur ítrekað líst því yfir að þetta sé besta mögulega niðurstaðan og hann hefur lagt sjálfan sig undir.  Þótt ótrúlega megi virðast áttu meiri séns með Jóhönnu ;)

Gott framtak eigi að síður og ég er sammála að það þarf nýtt fólk og nýtt viðhorf í samningaviðræðurnar.

Pétur Harðarson, 8.1.2010 kl. 00:34

4 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Eva Joly & Ólafur Ragnar eru að tala & verja okkar málstað, í raun eru þau að reyna að slá SKJALDBORG um sjónarmið íslensku þjóðarinnar, en þau skötuhjú Jóhanna & SteinFREÐUR tala ítrekað mál UK & Hollands eins & Pétur bendir á hér að ofan...lol...!  Meira að segja neytar Samspillingin að hlusta á sinn fyrrum formann...lol..!  Það er í raun ekki hægt að koma vitinu fyrir þau - þau eru í mínum huga í "RuslFlokki..!" og ef þau væru að vinna hjá Ölgerðinni þá væri fyrir löngu búið að reka þau fyrir að valda ekki starfi sínu!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 8.1.2010 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband